fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Óflokkað

51ta ríkið

51ta ríkið

Eyjan
27.11.2015

Páll Baldvin Baldvinsson sagði í Kiljunni um daginn, í tilefni af útgáfu bókarinnar Stríðsárin, að í Íslendingum hefði síðan í stríðinu búið draumurinn um amerískt allsnægtasamfélag. Í dag má sjá í Fréttablaðinu á næstum hverri einustu síðu auglýsingu um Black Friday. Ég er reyndar svo fávís að ég hafði ekki heyrt um fyrirbærið fyrr en Lesa meira

Hvað ætlast Ólafur Ragnar fyrir?

Hvað ætlast Ólafur Ragnar fyrir?

Eyjan
27.11.2015

Ólafur Ragnar Grímsson er ekki náttúruafl eða goðmagn. Hann er bara maður og ekki ómissandi. Það er enginn ómissandi í heiminum, þannig er gangur lífsins. Honum tekst hins vegar að búa spurningum um framtíð sína á forsetastóli í búning einhvers konar launhelga, eins og þar séu öfl sem eru æðri okkur og honum sjálfum að Lesa meira

Fallegar moskuteikningarnar, fjármögnun og byggingatími

Fallegar moskuteikningarnar, fjármögnun og byggingatími

Eyjan
26.11.2015

Manni sýnist að teikningar að mosku í Reykjavík séu ljómandi fallegar og smekklegar. Húsið ætti að falla vel að umhverfinu og þarna er meira að segja unnið með hið þjóðlega byggingarefni, torf. Það getur tekið langan tíma að koma upp tilbeiðsluhúsum og manni heyrist að Salman Tamimi, formaður Félags múslima, sé ekki alveg viss um Lesa meira

Kalman og Sansal

Kalman og Sansal

Eyjan
26.11.2015

Jón Kalman Stefánsson fékk í dag verðlaun tímaritsins Lire (Lestur) fyrir bestu erlendu bókina í Frakklandi þetta árið. Þetta er mikill heiður, það verður bara að segjast eins og er að Frakkar eru líklega mesta bókmenntaþjóð í heimi. Þeir eru líka opnir fyrir erlendum bókum, ólíkt því sem tíðkast í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem Lesa meira

Við sigrum ef við verjum hið opna samfélag

Við sigrum ef við verjum hið opna samfélag

Eyjan
26.11.2015

Í móðursýkiskenndu ástandi geta menn tekið ákvarðanir sem byggja á skammsýni, stundarhagsmunum, vondum upplýsingum, hálftrylltri fjölmiðlaumræðu. Innrásin í Afganistan var til dæmis sérlega vont og vanhugsað viðbragð við árásinni á Tvíburaturnana. Niðurstaðan var sú að vestræn ríki sátu uppi með hernað sem skilar litlu og er erfitt að komast úr. Innrásin í Írak var ef Lesa meira

Að halda með Rússum en ekki Tyrkjum

Að halda með Rússum en ekki Tyrkjum

Eyjan
25.11.2015

Merkilegt er að fylgjast með viðbrögðunum við atburðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Pútín Rússlandsforseti er orðinn feikilega vinsæll á Vesturlöndum, sérstaklega hjá þeim sem eru yst til vinstri og yst til hægri. Vinstrimennirnir fíla hann vegna þess að þeir telja að hann sé að sýna Bandaríkjunum tvo í heimana, það er alltaf vinsælt, en hægrimennirnir eru Lesa meira

Löng saga styrjalda milli Tyrkja og Rússa

Löng saga styrjalda milli Tyrkja og Rússa

Eyjan
24.11.2015

Rússar og Tyrkir eru gömul óvinaveldi. Þau hafa reyndar ekki átt í stríði síðan á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar Tyrkir börðust með Þjóðverjum. En þegar Nató var stofnað var lykilatriði að Tyrkir yrðu með, enda eru þeir í strategískri stöðu við Bosporussund, en þar er eina siglingaleið Rússa út í Miðjarðarhafið. Rússar og Tyrkir kepptu Lesa meira

Hinir ömurlegu Svíþjóðardemókratar – rasistar í jakkafötum

Hinir ömurlegu Svíþjóðardemókratar – rasistar í jakkafötum

Eyjan
24.11.2015

Svíþjóðardemókratar eru flokkur sem fæddist af Ný-nasistum. Vel greiddir, í jakkafötum með bindi, konurnar í fallegum kjólum. Þeir eru nú þriðji stærsti flokkur Svíþjóðar. Hugmyndirnar eru grautur, þau segjast vera „elíta“, eru í jakkafötunum til að ímynd þeirra sé „góð“, tala um „skítuga Rúmena“ og svo þegar er gengið á þau koma þau með einhver Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af