Trúarbrögð og loddarar
EyjanFjölgunin í félagi Zúista svokallaðra vekur upp spurningar um hvort nýjar svikamyllur séu skárri en gamlar mjög flóknar svikamyllur sem hafa lifað lengi. Frá því var greint í gær að bak við rekstrarfélag zúismans stæðu ungir menn sem liggja undir grun um fjárglæfra – og hefur verið um þá fjallað í fjölmiðlum í tengslum við Lesa meira
Vetrarfegurð
EyjanÞað lá frostþoka yfir Vatnsmýrinni í ljósaskiptunum í morgun. En lognið var svo mikið að fánar Norðurlandanna við Norræna húsið bærðust ekki.
Snýst um langa valdasetu, ekki aldur
EyjanMichael Higgins, forseti Írlands, er eldri en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er fæddur 1941 og verður 75 ára á næsta ári. Ólafur Ragnar Grímsson er fæddur 1943 og er 72 ára. Það verður að segjast eins og er að Þóra Tómasdóttir, hinn nýi ritstjóri Fréttatímans, komst heldur óheppilega að orði um Ólaf Ragnar. Málið er Lesa meira
16. febrúar 1970 – smá veðursagnfræði
EyjanJakob Möller hæstaréttarlögmaður var svo vinsamlegur að benda mér á að veðrið sem ég skrifaði um í pistli í gærkvöldi hefði sennilega verið 16. febrúar 1970. Þá, eins og ég lýsti, var óveður með mikilli snjó um morguninn, en upp úr tíu lægði, snjókomunni slotaði, og börn nutu skólafrís og fóru út að leika sér Lesa meira
Vonda veðrið á morgun
EyjanHér á heimilinu hafa verið miklar vangaveltur nú seinnipartinn um hvort skólahaldi verði frestað á morgun vegna veðurs. Svona hjóðar spáin. Vaxandi austan átt í nótt. Snemma í fyrramálið má búast við slæmu skyggni vegna skafrennings víða suðvestanlands, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut. Hvessir enn þegar líður á morguninn og fer að Lesa meira
Vond stjórnsýsla
EyjanEitt af því sem nokkuð góð samstaða ríkir um á Íslandi er að það þurfi að efla heilbrigðiskerfið. Í raun er furðulegt hversu stjórnmálamenn starfa lítt eftir þessu – það er ekkert lát á lýsingum á því hversu kerfið er að niðurlotum komið. Og þær eru trúverðugar – ég hef talað við lækna og hjúkrunarfólk Lesa meira
Þunglyndislegasta jólagjöfin
EyjanByggðasafn Hafnafjarðar birtir þessa auglýsingu úr blaðinu Hamri frá 15. desember 1958. Skiljið ekki fjölskyldu ykkar eftir bjargarlausa þótt þið verðið kallaðir yfir landamæri lífs og dauða Dálítið þunglyndisleg jólagjöf, satt að segja. Getur þó vissulega verið gagnleg ef svo óheppilega vill til.
Kontrapunktur tribute – já, þetta var dægilegt sjónvarpsefni
EyjanÍ Berlín er tekinn upp þessa helgi sérstök tribute útgáfa af Kontrapunkti, samnorræna sjónvarpsþættinum sem var sýndur með hléum frá 1964-1998. Kontrapunktur var spurningakeppni um klassíska tónlist, afar fræðandi, mjög menningarleg og furðulega vinsæl. Íslendingar tóku þátt í Kontrapunkti um hríð, ég man eftir keppendum eins og Valdimar Pálssyni, Gylfa Baldurssyni og Ríkharði Erni Pálssyni, Lesa meira
Hvaða gagn gera loftárásir á Sýrland?
EyjanVesturlandabúar voru ekki svo ákafir að varpa sprengjum á Sýrland meðan þar geisaði borgarastríð sem litlum fréttum fór af í heimspressunni. Þá fékk harðstjórinn Assad að murka lífið úr þjóð sinni, varpa á hana svokölluðum tunnusprengjum, fangelsa og pynta, en engum datt í hug að fara að kasta sprengjum á hann. Það er ekki fyrr Lesa meira
„Skítugur klaki í staðnaðri kulda og hálkutíð“
EyjanSigurður Þór Guðjónsson rithöfundur er einn mesti áhugamaður um veður á Íslandi. Hann var eitt sinn í sjónvarpsþætti hjá mér að ræða þetta hugðarefni sitt, var bráðfyndinn, eins og hann á að sér – hann hefur sérlega næmt skopskyn eins og þeir vita sem fylgjast með honum á Facebook. En veðrið er líka alvörumál hjá Lesa meira
