Smelludólgaháttur
EyjanÞað er ekki oft að maður lendir í því að fá um sig stóran fjölmiðlauppslátt sem maður áttar sig ekki alveg hvað er, en fattar svo að það er líklega vegna einhvers sem maður sagði fyrir löngu. En netið gleymir ekki, það er víst. Og oft þarf að hnoða saman „fréttum“ á furðulegan hátt til Lesa meira
Hringbrautin nútímaleg og nýmalbikuð
EyjanÞarna er merkileg ljósmynd sem sýnir þegar nútíminn hefur hafið innreið sína í Reykjavík. Þarna er nýbúið að malbika Hringbrautina með tveimur akgreinum. Það er nútímaleg borg sem birtist okkur þarna með breiðum götum, reisulegum húsum og hitaveitutönkum efst í Öskjuhlíðinni. En bílaumferðin er sáralítil, einhvern veginn virkar myndin eins og hún sé tekin að Lesa meira
Getur stjórnin haldið velli? – þingmaður BF vill sameiginlegt framboð
EyjanÉg heyri menn oft velta vöngum yfir því hvort ríkisstjórnin muni halda velli eftir næstu kosningar – tíminn líður hratt, nú er innan við eitt og hálft ár þangað til þær verða haldnar. Þessar vangaveltur byggja á því að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndu ná að sveifla sér upp í tæka tíð fyrir kosningarnar – Lesa meira
Kúgunartæki
EyjanHér á vefnum Brightside er að finna safn af frábærum ljósmyndum frá því á síðustu öld. Þarna er Tesla í vinnustofu sinni með rafmagn allt í kring, Hemingway lyftandi glasi, orðinn illa farinn af ofdrykkju, Alain Delon sem slær Mick Jagger algjörlega út í æskufegurð og sjarma. En ég staldraði við þessa ljósmynd. Þetta eru Lesa meira
114 höfuðhögg – og þau urðu bara fleiri
EyjanStundum er sagt að góð íþrótt sé gulli betri. Gríðarlegur fréttaflutningur hefur verið af viðureign Gunnars Nelson og Demians Maia í íþróttinni MMA, langmestur þó á fjölmiðlum 365. Það fór svo að Gunnar tapaði. Ósigur hans fólst í því að hann var keyrður niður í gólf, honum haldið og hann laminn viðstöðulaust í hausinn. Segir Lesa meira
Riðill F – forsætisráðherrann og Illugi
EyjanPortúgal, Ungverjaland, Austurríki, Ísland. Þetta er riðillinn sem Íslendingar lenda í á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar, fyrsta stórmóti sem Ísland kemst á. Riðill F. Er þetta skemmtilegur riðill? Varla. Þarna eru að minnsta kosti ekki leikir sem vekja mikinn áhuga fyrirfram, ekki nema maður sé ákafur fylgismaður einhvers af liðunum, Portúgal veldur oft á Lesa meira
Hringurinn
EyjanÖssur Skarphéðinsson var þurrkaður út af Facebook. Þetta getur gerst ef sendar eru margar kvartanir vegna síðu. Andstæðingar og óvildarmenn geta semsagt látið fólk hverfa af Facebook. Stundum kunna svona kvartanir að vera réttmætar – en stundum ekki. Örugglega ekki í tilviki Össurar sem heldur úti feikilega skemmtilegum skrifum á Fésinu. Össur er einfaldlega einn Lesa meira
Heiftúðug og hættuleg stjórnmál
EyjanHinn mikli flóttamannastraumur í Evrópu hefur að baksviði ris pópúlískra stjórnmálaflokka sem gera út á andúð á innflytjendum. Þessum stjórnmálaöflum vex stöðugt ásmegin, þau verða kokhraustari, peningakistur þeirra stækka, þau ná að færa jafnt og þétt út mörk þess sem er leyfilegt í þjóðfélagsumræðunni. Þar njóta þau samskiptamiðla nútímans – við erum farin að venjast Lesa meira
I like Ike – varnarsamningurinn 1951
EyjanMjög söguleg ljósmynd, tekin af Skafta Guðjónssyni. Birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Vetur og mikill snjór framan við Stjórnarráðið 25. janúar 1951. Eins og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir í texta við myndina þá eru þarna Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og Dwight Einsenhower, aðalhershöfðingi herja bandamanna í heimsstyrjöldinni. Þeir ræddu veru bandarísks hers á Íslandi, en Lesa meira
Fólkið búið að fá nóg?
EyjanEftir langt friðar- og hagvaxtarskeið stígur alltaf einhver fáviti fram og lýsir því yfir að „fólk sé búið að fá nóg“. Skrifar Pawel Bartoszek á Facebook. Ég svara honum á sama vettvangi. Eftir langt friðar og hagvaxtarskeið virðist eins og margir séu haldnir þrá eftir ófriði og jafnvel heimsslitum. Sérkennileg tegund af leiða, en var Lesa meira
