fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025

Óflokkað

Er arkitektum vorkunn – hvað er faglegt?

Er arkitektum vorkunn – hvað er faglegt?

Eyjan
29.12.2015

Guðmundur Kristján Jónsson er titlaður framkvæmdastjóri Borgarbrags. Þetta er ráðgjafaþjónusta um „betra borgarumhverfi“ eins og segir á vef fyrirtækisins. Guðmundur hefur skrifað um arkitektúr og skipulagsmál – má segja að hann hafi yfirleitt verið nokkurn veginn á þeirri línu sem er ríkjandi í borgarstjórninni í Reykjavík. Guðmundur skrifar athyglisverða grein um umdeildar byggingar í miðborg Lesa meira

Tröllin taka alltaf yfir

Tröllin taka alltaf yfir

Eyjan
28.12.2015

Ég verið að segja eins og er að ég hef fulla samúð með Pírötum sem vilja ekki vera lengur á sínu eigin spjalli. Því líklega er það lögmál að allir frjálsir umræðuþræðir á netinu verða á endanum teknir yfir af tröllum. En um leið fá Píratar að kenna dálítið á eigin meðali – hvað það Lesa meira

Fjarstýringin sem talar bara ensku

Fjarstýringin sem talar bara ensku

Eyjan
28.12.2015

Ég upplýsti í gær að að inn á heimili mitt hefði komið fjarstýring sem er þess eðlis að hægt er að tala við hana – en þó einungis á heimsmálinu ensku. Raddstýrt tæki semsagt. Össur Skarphéðinsson greip þetta á lofti og skrifaði hugleiðingu á Facebook um þá framtíð sem býr í raddstýrðum róbotum sem gæti Lesa meira

Jólakort Sigmundar Davíðs

Jólakort Sigmundar Davíðs

Eyjan
27.12.2015

Það er vandmeðfarið að byggja nýtt í gömlum stíl. Og þá er líka alltaf spurning um hversu langt á að ganga í að eltast við það gamla. Á að byggja alveg eins eða nota gamlar byggingar sem viðmið? Síðarnefnda aðferðin var notuð við uppbyggingu í Aðalstræti, út við hornið á Suðurgötu. Þar voru reist hús Lesa meira

Pútínsdekrið vekur hroll

Pútínsdekrið vekur hroll

Eyjan
27.12.2015

Friðrik Jónsson, starfsmaður Nató, blandar sér hressilega í umræðuna um Rússland og viðskiptaþvinganir á Facebook. Friðrik bregst við skrifum í Staksteinum Morgunblaðsins, en í raun er hann að svara söng sem hefur hljómað út um allt samfélagið – í boði stórútgerðarinnar, SFS, eins og samtök hennar heita núna. Væntanlega í tilefni jólanna býður Morgunblaðið upp Lesa meira

Spilað á óttann

Spilað á óttann

Eyjan
26.12.2015

Í einu af desemberheftum The Economist er fjallað um ris hægri pópúlískra stjórnmála í heiminum. Leiðari í blaðinu ber yfirskiftina Spilað á óttann – þar er meðal annars að finna þessi tímabæru orð. Þetta blað hér stendur fyrir hérumbil allt sem pópúlistar fyrirlíta: opna markaði, opin landamæri, hnattvæðingu og frjálsa för fólks. Við búumst ekki Lesa meira

Vetrarmynd tekin ofan af Bernhöftstorfu – brot úr verslunarsögu

Vetrarmynd tekin ofan af Bernhöftstorfu – brot úr verslunarsögu

Eyjan
25.12.2015

Hér kemur jólafærsla númer tvö. Þessi mynd finnst mér skemmtileg, ekki síst vegna þess að hún er tekinn umþaðbil frá húsinu mínu, þetta er semsagt útsýni frá Bernhöftstorfu yfir á Lækjartorg, líklega nálægt aldamótunum 1900. Hérumbil öll húsin á myndinni eru horfin. Þau voru rifin á öldinni sem leið. Fyrir miðið eru byggingar  Thomsens-magasíns sem er Lesa meira

Jólanótt á Nýja-Íslandi

Jólanótt á Nýja-Íslandi

Eyjan
25.12.2015

Ég óska ykkur gleðilegra jóla með myndum sem eru teknar af vini mínum Nelson Gerrard, fræðimanni og bónda, í Riverton við Winnipegvatn. Sjálfur hef ég tengst þessu svæði tilfinningaböndum eftir að ég gerði þættina Vesturfara. Hugurinn leitar oft þangað – til góðra vina, minninga og sagna. Myndir Nelsons eru teknar í tungsljósi, frosti og stillu Lesa meira

Skólavörðustígur þá og nú

Skólavörðustígur þá og nú

Eyjan
24.12.2015

Þetta er ekkert jólaleg mynd. Bíðum með það þangað til aðeins seinna. En hér má sjá aðra af helstu versunargötum bæjarins, Skólavörðustíg – mér sýnist að myndin hljóti að vera tekin seint á áttunda áratugnum. Þá var maður ungur maður á þessari götu. Hún er reyndar enn ein aðalgatan í lífi mínu. Á þessum tíma Lesa meira

Sagnir af skötu

Sagnir af skötu

Eyjan
23.12.2015

Það var verið að elda skötu á vinnustað mínum áðan. Ég hélt fyrst að þetta væri væg skata, en fór svo nær eldhúsinu og komst að því að hún er býsna stæk. Ein samstarfskona mín mótmælti þessu, líkti þessu við trúboð í skólum, taldi að þetta væri jafnfráleitt. Svo fara menn að segja skötusögur. Ein Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af