Ójöfnuðurinn getur af sér óstöðugleika
EyjanTölur um sívaxandi ójöfnuð í heiminum vekja skelfingu. Það er hræðilegt ef satt er að 62 ríkustu menn heims eigi jafn mikið og sá helmingur mannkyns sem á minnst, samanlagt 3,6 milljaðar manna. Þetta eru upplýsingar frá hjálparstofnuninni Oxfam. Bankar knýja áfram þessa þróun. Meginuppspretta ójöfnuðarins er fjármálakerfi sem mylur undir þá ríku, færir þeim Lesa meira
Dánarár Samfylkingarinnar?
EyjanÍ ár verður þess minnst að 100 ár eru liðin frá stofnun Alþýðuflokksins – þess stórmerka stjórnmálaafls. Flokkurinn átti svosem ekki alltaf sjö dagana sæla, hreyfing kommúnista varð sterk á Íslandi og gerði lýðræðisjafnaðarmönnum erfitt fyrir. Flokkurinn átti lengi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og þurfti að sitja undir miklum svikabrigslum frá vinstri vængnum fyrir vikið. Lesa meira
Ekki líklegt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um verðtrygginguna
EyjanÞað er rétt hjá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að ástæðulaust er að forsætisráðherra eða ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu. Eðlilega leiðin væri að lagt yrði fram stjórnarfrumvarp í þinginu um verðtrygginguna og mögulegt afnám hennar. En staðreyndin er náttúrlega sú að ágreiningur er um verðtrygginguna innan stjórnarinnar og engar líkur á að slíkt frumvarp Lesa meira
„Kerfi sem þarf að kollvarpa“
EyjanÞað er eitt einkenni á þrasinu á internetinu að menn fara sjaldnast í stóru málin. Það er þægilegra að þrasa um eitthvað smátt sem útheimtir enga þekkingu – og æsingurinn verður líka meiri í kringum tittlingaskítinn. Og netmiðlarnir fá fleiri smelli. Athygli vekur að sama og ekkert er fjallað um búvörusamning en gerð hans stendur Lesa meira
Frábær mynd um fjármálabrjálæði og -brask
EyjanThe Big Short er afar vel gerð kvikmynd, einhver sú besta sem hefur verið gerð um kauphallarviðskipti og brask. Ætti eiginlega að vera skylduáhorf fyrir alla sem starfa í fjármálageiranum – jú, og alla sem láta sér þjóðfélagsmál varða. Myndin segir söguna af verðbréfasölum sem fóru að sjá í gegnum skuldabréfavafningana sem báru uppi fjármálamarkaðinn Lesa meira
Gullöld í íslenskum bókmenntum
EyjanÉg hef haldið því fram að við séum að lifa ákveðna gullöld í íslenskum bókmenntum. Það er ekki bara að við eigum nokkurn fjölda góðra höfunda, heldur hefur veruleiki bókmenntanna breyst talsvert. Íslenskar bækur eru þýddar á erlend tungumál í miklu meiri mæli en áður, íslenskir rithöfundar ná til lesenda í Þýskalandi, Frakklandi, á Norðurlöndunum og Lesa meira
Borgarstjórn í vandræðum
EyjanBorgarstjórninni í Reykjavík eru vægast sagt mislagðar hendur þessa dagana. Hún þarf að glíma við hvert vandræðamálið á fætur öðru. Borgarbúar pósta myndum af yfirfullum ruslageymslum, í fjölbýlishúsum eru íbúar hvekktir vegna nýrra reglna um sorphirðu. Almennt má segja að sú þjónusta sé orðin bæði verri og dýrari – en viðkvæðið er svosem alltaf að Lesa meira
Peningagjöf en ekki viðskipti – bankar stuðla að samþjöppun auðs
EyjanÍ október síðastliðnum var ég einna fyrstur manna til að vekja máls á því sem var að gerast í kringum sölu á hlutabréfum í Símanum. Sérstökum vildarvinum Arion-banka og einstaklingum sem forstjóri Símans valdi var boðið að fara fremst í röðina, kaupa hlutabréf á sérstökum vildarkjörum. Í greininni sem ég skrifaði þá stóð: Klíkubræður skammta Lesa meira
Þeir sem þora – glæstasta stund íslenskrar utanríkisstefnu
EyjanÉg var ungur fréttamaður á sjónvarpinu þegar kallað var í okkur einn ágústdag 1991, utanríkisráðherrar þriggja Eystrasaltsríkja voru komnir til Íslands til að vera viðstaddir staðfestingu á stjórnmálasambandi okkar við Eistland, Lettland og Litháen. Þetta var afskaplega tilkomumikið, maður skynjaði að þarna var maður viðstaddur sögulegan atburð – þeir eru eftirminnilegastir frá þessum degi Jón Lesa meira
Þýskaland 83 – takmarkað kjarnorkustríð í Evrópu
EyjanÞáttaröðin Deutschland 83, sem nú er sýnd á RÚV, er kannski ekki stórkostlegt listaverk, en hún er spennandi og sögulegar skírskotanir eru áhugaverðar – ekki síst fyrir okkur sem lifðum þessa tíma, vorum ung og móttækileg og upplifðum þarna sögulega krísu í Evrópu. Þetta var undir lok Kalda stríðsins – voru í raun síðustu hörðu átök Lesa meira
