Icesave og efinn
EyjanMogginn slær því upp á forsíðu að ef gengi krónunnar falli um 50 prósent verði greiðslurnar af Icesave mjög erfiðar – miklu þungbærari en samninganefndin áætlaði þegar hún kom heim með samninginn í vetur. Auðvitað má benda það á móti að ef gengið færi að falla um 50 prósent – og héldist þannig í einhvern Lesa meira
Áhyggjur af dómstólum
EyjanFormaður lögfræðingafélagsins leggur út af umræðu sem verið hefur um Hæstarétt. Hann hefur ekkert annað til málanna að leggja en hótfyndni. Vandinn í lögfræðistéttinni er nokkuð djúpstæður. Hann felst meðal annars í því að nánast allir lögfræðingar á Íslandi eru menntaðir í sama skólanum – sem er upprunninn í gamla Lagaskólanum. Námið í lögfræðinni var Lesa meira
Merkileg neysluviðmið
EyjanÍ fljótu bragði sýnist manni að neysluviðmiðin sem kynnt voru af ráðherra velferðar í dag séu til marks um það að Ísland sé óðum að verða láglaunaland. Þeir eru allavega ansi margir sem eru fyrir neðan þessi viðmið – að maður tali ekki um þegar húsnæðis- og bifreiðakostnaður hefur farið síhækkandi. Nema viðmiðin séu svona Lesa meira
Undir sama þaki
EyjanStyrmir Gunnarsson talar um að samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Icesave samningnum eyðileggi „vígstöðu“ flokksins gagnvart ríkisstjórninni. Þetta er fjarskalega gamaldags hugsun, og einkennilegt að sjá þetta koma frá manni sem talað að hér væri allt ógeðslegt – engar hugsjónir, engin prinsípp, bara valdabarátta. Maður hélt að stjórnmál ættu að snúast um þjóðarheill, ekki vígstöðu stjórnmálaflokka. Lesa meira
Viðtölin við Stefán og Reyni
EyjanHér eru tvö viðtöl úr Silfrinu í gær sem Lára Hanna klippti út og setti á YouTube. Annað er við Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði: [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=0bCyCpXlCjQ] Hitt er við Reyni Axelsson, dósent í stærðfræði: [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=cjiFMUoZPLI]
Fast þeir sóttu sjóðinn
EyjanÞjóðin er forviða þegar hún meðtekur upplýsingar um spillinguna í kringum Sparisjóð Keflavíkur. Og það er einkennilegt að sá eini sem hefur þurft að gjalda fyrir málið er ólánsamur verkalýðsforingi sem var í stjórn Sparisjóðsins. Í ljósi þess eru gárungar farnir að gera orðalagsbreytingar í frægu kvæði um Suðurnesjamenn. Ein línan hljómar þá svo: „Fast Lesa meira
Frank og …
EyjanValið í sunnudagsbíómynd fjölskyldunnar stóð milli Sanctum og The King´s Speech. „Ég er eiginlega búinn að fá nóg af þessari bresku konungsfjölskyldu,“ sagði Kári. „Hefurðu mikið orðið var við hana?“ „Jahá.“ „Hvað heita þau?“ „Uhm Frank og….“ Við fórum á The King´s Speech. Hún er svona your majesty mynd. Fær örugglega böns af Óskarsverðlaunum. Hér Lesa meira
Allsherjarbóluefni gegn flensu
EyjanMeð fullri virðingu fyrir öðru þá voru mestu framfarir mannkynsins á síðustu öld á sviði læknavísindanna. Með tilkomu penicillíns og bólusetninga við ýmsum sjúkdómum sem hrjáðu mannkynið. Í Guardian er sagt frá þróun bóluefnis sem á að virka gegn öllum tegundum inflúensu. Nú tekur langan tíma að þróa bóluefni gegn hverri nýrri tegund af flensu. Lesa meira
Röksemdir Reynis
EyjanReynir Axelsson, dósent í stærðfræði, var gestur í Silfrinu í dag. Hann talaði um ógildingu Hæstaréttar á kosningunni til Stjórnlagaþings. Greinargerð Reynis um kosninguna má finna hérna.
Lög eru ekki vísindi
EyjanDV segir frá ræðu sem Bryndís Hlöðversdóttir flutti. Þar deilir hún á viðhorf Jóns Steinars Gunnlaugssonar til lögfræðinnar – talaði um lagatækni í því sambandi. Kjarni málsins er sá að lög eru ekki vísindi, þau eru sett af mönnum og þau breytast í tímans rás. Eitt sinn var hægt að túlka lög með þeim hætti Lesa meira