Niðurskurður í skólum
EyjanSamtök foreldra, kennarar og skólastjórnendur geta ekki fellt sig við niðurskurð í grunnskólunum. Ég á dreng í grunnskóla og mér eru að berast harðorðar yfirlýsingar vegna niðurskurðartillagnanna. Það er úr vöndu að ráða. Menn þurfa að skoða nokkur atriði. Þarf að skera niður á þessu skólastigi? Er það óhjákvæmilegt? Er staða borgarsjóðs svo slæm? Ef Lesa meira
Auðræði
EyjanStundum er sagt að vinstri menn séu með Davíð Oddsson á heilanum. Ég er svosem ekkert viss um það. En hann liggur mjög þungt á sálinni á nokkrum áköfustu fylgismönnum sínum. Um daginn skrifaði ég pistil um efnahagslífið í heiminum eins og það hefur verið síðustu áratugina. Ég sagði að menn væru farnir að komast Lesa meira
Farvegir þjóðarviljans
EyjanÞað var talað um það á blaðamannafundi um Icesave undirskriftasöfnun í dag að „þjóðin þyrfti að koma að borðinu“. Og það hefur verið talað um að þingið hafi orðið viðskila við þjóðina. Ólafur Ragnar Grímsson nefndi þetta í viðtali við mig í gær. Þá er úr vöndu að ráða. Við búum í fulltrúalýðræði og það Lesa meira
Sjálfstraust framherjans
EyjanMilljónir drengja út um allan heim stefna að því að verða atvinnuknattspyrnumenn. Ég segi drengja – því knattspyrnuferill stúlkna er allt öðruvísi. Þær fá ekki ofurlaun og oft stunda þær háskólanám meðfram fótboltanum – ná sér semsagt í góða menntun. Það á ekki við um drengina. Fótboltinn er harður heimur. Örfáir ná alla leið, verða Lesa meira
Konungdæmi án kórónu
EyjanFranskur vinur minn, Jacques Mer, var eitt sinn sendiherra á Íslandi. Eftir að hann lét af störfum skrifaði hann heilmikið um íslensk málefni. Hann býr nú í Lille, en illu heilli er þessi gáfaði og kraftmikli maður orðinn heilsuveill. Meðal þess sem Jacques Mer velti fyrir sér var forsetaembættið íslenska. Þá var Vigdís Finnbogadóttir ennþá Lesa meira
Vægt tekið á ofbeldi
EyjanÞað er talað um að skera upp herör gegn ofbeldi í bænum. En hluti af vandanum er mikið umburðarlyndi gagnvart ofbeldi í samfélaginu. Menn sem beita ofbeldi fá mjög væga fangelsisdóma – þeim er hleypt út og þeir ganga lausir meðal okkar. Þarna er til dæmis mikill munur á því hvernig er tekið á fíkniefnamálum. Lesa meira
Marie Antoinette
EyjanSjónvarpið sýndi í gær fremur hallærislega mynd um hina ólánsömu drottningu Marie Antoinette. Myndin átti líklega að sýna innantómt líf yfirstéttar – en í raun var það myndin sjálf sem var innantóm. Vinur minn sendi mér línu og minnti mig á að Marie Antoinette hefði verið gerð betri skil í samnefndu kvæði eftir Hannes Pétursson. Lesa meira
IGY
EyjanÍ færslu fyrr í dag var fjallað um tækniþróun. Það er stundum sagt að fátt eldist verr en hugmyndir manna um framtíðina. Donald Fagen úr hjómsveitinni Steely Dan gerir þessu skil í lagi sem nefnist I.G.Y. Það er stytting fyrir International Geophysical Year. Þetta var árin 1957 til 1958. Tími þegar geimferðir voru í burðarliðnum Lesa meira
Stöðnun?
EyjanTíminn frá sirka 1990 og fram að hruninu er að mörgu leyti glataður tími. Menn stærðu sig af miklum efnahagsframförum, en í raun voru þær knúðar áfram af lánaþenslu. Ójöfnuður fór vaxandi, fjármálamenn urðu ofurríkir og náðu kverkatökum á vestrænu samfélagi. Lítilþægir stjórnmálamenn létu gott heita – þeir voru fyrst og fremst þjónar fjármálavaldsins eða Lesa meira
Danmörk og innflytjendurnir
EyjanÍslendingur sem er búsettur í Danmörku sendi þessa athugasemd: — — — „Held að þú verðir að gera greinarmun á umræðunni og því sem hinum almenna Dana finnst. Sjálfur bý ég í Danmörku og ég ekki séð að frjálslyndi í garð innflytjenda sé horfið, megin þorri fólks horfir sem betur fer með þokkalega skynsömum augum Lesa meira