Eitt óveðurskvöld við Síró
EyjanSiggi stormur segir að í dag séu liðin 30 ár frá því sem hann kallar Engihjallafárviðrið. Ansi er maður orðinn gamall. Ég man vel eftir þessum degi. Var staddur í húsi við Bergstaðastræti, fór út sirka átta um kvöldið og veðrið var alveg brjálað. Í ofanálag var fljúgandi hálka. Kom auga á eldri konu sem Lesa meira
Sigrún: Fréttir úr undralandi
EyjanJón Ásgeir Jóhannesson kvartaði undan því um daginn að hafa ekki fengið að halda Högum, sagðist hafa haft áætlun um að borga skuldir tengdar félaginu. Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil í Spegilinum og benti á nokkrar mótsagnir í þessu hjá útrásarvíkingnum. Hún sagði meðal annars: „Hér er kannski rétt að hafa í huga að í lok Lesa meira
Skrifar hann undir?
EyjanIcesave er samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Meirihlutinn er hins vegar naumari þegar kosið er um hvort málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Ólaf Ragnar að hafna lögunum rúllar áfram á veraldarvefnum. Það hafa hins vegar komið fram alvarlegar athugasemdir um aðferðafræðina í undirskriftasöfnuninni. Hún virðist vera mjög Lesa meira
Dinglar í lausu lofti
EyjanSjálfstæðismenn í þinginu greiða atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi Icesave. Í raun er þetta stefnubreyting hjá flokknum. Hann hefur alltaf verið mótfallinn þjóðaratkvæðagreiðslum, í stjórnartíð hans hefur aldrei verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla. Hver þingmaður flokksins á fætur öðrum stígur í pontu og segir að þetta mál sé svo sérstakt að það útheimti þjóðaratkvæði – orðalagið er að Lesa meira
Óvenju góð staða
EyjanÞetta kemur eiginlega eins og skrattinn úr sauðaleggnum og þvert á það sem hefur verið haldið fram. Að skuldastaða ríkisins sé betri nú en að hún hefur verið í áratugi. Útheimtir langar og miklar skýringar.
Guðni Th: Goðsagnir þorskastríðanna
EyjanÞað er merkilegt rannsóknarefni hvernig þjóðir framleiða goðsögur sínar. Eitt af því sem er að verða nánast eins og viðtekin sannindi er samstaða þjóðarinnar í þorskastríðunum við Breta. En Guðni Th. Jóhannesson skrifar í Fréttablaðið og bendir á að þetta sé ekki alveg svona einfalt. Grein Guðna hefst á þessum orðum: „Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur Lesa meira
Allt til á myndbandi?
EyjanNíumenningarnir voru ákærðir fyrir árás á Alþingi. Við því liggur þung refsing. Svo fellur dómur, tveir ungir karlmenn eru dæmdir í skilorðsbundna dóma, tvær konur þurfa að borga sekt. Þetta er frekar slöpp niðurstaða – og óravegu frá ákærunni sem lagt var upp með. Það er reyndar spurning í framhaldi af þessu hvort ekki sé Lesa meira
Pollan um erfðabreytta ræktun
EyjanMichael Pollan, einn helsti sérfræðingur um matævælaframleiðslu í heiminum, segir að erfðabreytt ræktun leiði af sér einsleitni í landbúnaði. Einn tilgangurinn sé að koma upp höfundarrétti á sæðinu – þannig geti stórfyrirtæki náð tangarhaldi á þeim enda landbúnaðarframleiðslunnar. Fyrir þeim sé þetta stórbisness. Vegna einkaleyfa séu rannsóknir á afurðum fyrirtækja í þessum geira eins og Lesa meira
Ólafur við Faxafen, Guðni jógameistari og íslensk stuðlasetning
EyjanÍ Kiljunni annað kvöld segir Bragi Kristjónsson frá Ólafi Friðrikssyni, sósíalista og baráttumanni. Á efri árum fór Ólafur að skrifa spennusögur undir nafninu Ólafur við Faxafen, meðal annars bókina Allt í lagi í Reykjavík. Guðni Gunnarsson jógameistari segir frá bók eftir sig sem er nýútkomin, hún nefnist Máttur viljans og kennir meðal annars hvernig fólk Lesa meira