fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025

Óflokkað

Bókabúð Máls & menningar

Bókabúð Máls & menningar

Eyjan
18.02.2011

Nú er fyrirbærið sem hefur kallast Bókabúð Máls & menningar farið á hausinn. Auðvitað var þetta ekki Bókabúð Máls & menningar. Hún var hætt, runnin inn í Eymundsson, það sem var eftir af henni flutti upp í Spron-húsið á Skólavörðustíg þar sem nú er bókabúð og kaffihús. Húsnæði hinna sögufrægu bókabúðar var komið í eigu Lesa meira

Í Silfrinu

Í Silfrinu

Eyjan
18.02.2011

Stundum finnst mér gaman að hugsa til þess hversu margt fólk hefur komið til mín í Silfrið. Ég var í New York um áramótin. Fór í bókabúðina Barnes & Noble. Þarna var borð með bókum um samtímamálefni – á því voru bækur eftir fjölda fólks sem hafði verið gestir í Silfri Egils. Nú er sagt Lesa meira

Hverjir verða ódauðlegir?

Hverjir verða ódauðlegir?

Eyjan
17.02.2011

Frændi minn einn hefur starfað sem læknir í Afríku í tuttugu og sjö ár. Hann er nú kominn á eftirlaun, býr í Noregi, en fór aftur til Afríku í fyrra og var þar í nokkra mánuði. Hann var um tíma eini læknirinn á milljón manna svæði. Hann sagði á eitt sinn hefðu algengir sjúkdómar til Lesa meira

Gjá eða rifa

Gjá eða rifa

Eyjan
17.02.2011

Einn flötur á Icesave málinu er að mat forsetans á því hvort hann skrifar undir eða ekki er algjörlega huglægt. Hann getur fært ágæt rök fyrir hvorri ákvörðuninni sem hann tekur. Hann getur neitað að skrifa undir. Sagt að þjóðin skuli ákveða (það er varla hægt að tala um að hún eigi síðasta orðið því Lesa meira

Öld hraðans

Öld hraðans

Eyjan
17.02.2011

Forsetaritari segir að óvenjulegt sé að lög berist forseta til undirritunar á innan við klukkutíma. Við lifum í samfélagi þar sem það þykir óþarflega seint að senda gögn á heilum klukkutíma. Internetið hefur vanið okkur á að fá upplýsingar samstundis – og það á líka við um póst. Einhvers staðar var talað um að það Lesa meira

Merkur úrskurður

Merkur úrskurður

Eyjan
17.02.2011

Þetta er stórmerkileg niðurstaða Evrópudómstólsins. Leiki í heimsmeistara- og Evrópukeppnum í fótbolta ber að sýna í opinni dagskrá þannig að allur almenningur geti séð þá. Spurning hvort hið sama verður þá ekki að gilda um handbolta á Íslandi, sjálfa þjóðaríþróttina. Íþróttirnar eru gegnsýrðar af peningum – það eru peningarnir sem knýja vélina áfram ekki áhuginn Lesa meira

Um undirskriftasafnanir

Um undirskriftasafnanir

Eyjan
17.02.2011

Undirskriftasöfnun þar sem forsetinn er hvattur til að hafna Icesave sýnir að það er nauðsynlegt að búa til farveg fyrir mótmæli af þessu tagi. Þau eiga auðvitað fullan rétt á sér. En það verður að setja einhver viðmið um hvernig undirskriftum er safnað, hverjir eru ábyrgir, hvernig upplýsingum er miðlað úr svona söfnun – svo Lesa meira

Óravegu frá því sem lagt var upp með

Óravegu frá því sem lagt var upp með

Eyjan
17.02.2011

Maður veltir fyrir sér eftir öll stóru orðin hvað ákæran sem var kokkuð upp á Alþingi gegn níumenningunum er óralangt frá dómsniðurstöðunni. Þau voru beinlínis ákærð fyrir árás á Alþingi, þar var vísað í grein hegningarlaga þar sem er talað um að: „Vekja eða stýra uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, fyrir að Lesa meira

Kurteist fólk

Kurteist fólk

Eyjan
17.02.2011

Ég var í sveit í Laxárdal í Dalasýslu þegar ég var strákur. Í kvikmyndinni Kurteist fólk er stelpa á leiðinni í Búðardal – bróðir hennar sem er ofviti hefur látið hana taka með Laxdælu. Svona var þetta hjá mér líka, þegar ég fór fyrst í Dalina var Laxdæla í farangrinum í útgáfu Fornritafélagsins. Pabbi setti Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af