fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Óflokkað

Öskudagshandtökur

Öskudagshandtökur

Eyjan
09.03.2011

Hér er frétt á vef Financial Times. Segir að Robert Tschenguiz hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn á Kaupþingi. Sigurður Einarsson er ekki nefndur í fréttinni, en sagt að 135 lögreglumenn hafi tekið þátt í aðgerðum í London og Reykjavík í morgun.

Merkur vísindamaður, Nietzsche, Thor og mannlíf í Laugarnesi

Merkur vísindamaður, Nietzsche, Thor og mannlíf í Laugarnesi

Eyjan
08.03.2011

Merkilegur öldungur verður gestur í Kiljunni annað kvöld. Það er Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor í Kaupmannahöfn. Pétur er níræður að aldri en ótrúlega hress. Hann er einn virtasti vísindamaður þjóðarinnar, vísindagreinar hans eru hundrað talsins og hann hefur gefið út merkilegar bækur, meðal annars grundvallarrit um Þingvallavatn sem er að koma út i Lesa meira

Hart í ári hjá smáfuglunum

Hart í ári hjá smáfuglunum

Eyjan
08.03.2011

Það verður hart í ári hjá mörgum smáfuglinum, sagði Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík stundum. Hann var ekki að tala um þresti og starra, heldur um litlu nemendurna sem urðu fyrir skakkaföllum í náminu vegna verkfalla eða annars. En nú er sannarlega hart í ári hjá litlum fuglum. Það gerir mikinn snjó og svo Lesa meira

Smá málvöndun

Smá málvöndun

Eyjan
08.03.2011

Það er sagt að íslenskan eigi ótal orð um snjó, en grænlenskan þó ennþá fleiri. En líklega fer þessum orðum fækkandi – enda erum við ekki í jafn náinni snertingu við náttúruna og áður. Við því er lítið að gera. Í morgun las maður í fjölmiðlum að fallið hefði púðursnjór í Reykjavík. Þetta er eiginlega Lesa meira

Ráðherra skiptir um skoðun

Ráðherra skiptir um skoðun

Eyjan
08.03.2011

Ögmundur Jónasson er einn af þeim sem hefur talað harðast gegn svonefndum „forvirkum rannsóknarheimildum“ lögreglu. Þetta orðfæri er náttúrlega samansett til að fegra athæfið – í rauninni þýðir þetta að það er haldið uppi njósnum um fólk sem hefur ekki framið glæpi, eða allavega ekki enn. Þetta er leiðinda orðaleppur. En Ögmundur var alveg harður Lesa meira

Rapparinn og stórveislurnar

Rapparinn og stórveislurnar

Eyjan
07.03.2011

Charlie Brooker skrifar í Guardian um skemmtikrafta sem hafa troðið upp fyrir Gaddafi-fjölskylduna í Líbýu. Hann nefnir Mariah Carey, hjónin Jay Z og Beyoncé, Usher og Lionel Ritchie. Eitthvað af þessu fólki virðist þó hafa skammast sín. Það virðist þó ekki vera tilfellið með rapparann 50 cent sem lét búa til sérstakan tölvuleik upp úr Lesa meira

Algjört núll

Algjört núll

Eyjan
07.03.2011

Það hefur staðið til að breyta stjórnarskrá Íslands frá stofnun lýðveldisins. Einn helsti sérfræðingur okkar um þessa sögu, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sagt að stjórnarskráin þá hafi bara verið sett til bráðabirgða. Því er haldið fram að breytingar hafi orðið á stjórnarskránni síðan þá, en þær felast aðallega í tvennu: Í hana var bætt mannréttindakafla Lesa meira

Alþýðleg og skemmtileg gamanmynd

Alþýðleg og skemmtileg gamanmynd

Eyjan
07.03.2011

Okkar eigin Osló er skemmtileg og alþýðleg kómedía úr íslenskum samtíma. Það er til marks um kraft í menningunni – og kvikmyndagerðinni – að svona myndir skuli vera framleiddar. Myndin lýsir fólki sem er kunnuglegt og aðstæðum sem hvert og eitt  okkar getur sett sig í. Ég segi að hún sé alþýðleg, en það er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af