Einkennilegt starf
EyjanÉg sé að í skoðanakönnun er Jón Gnarr talinn heiðarlegastur stjórnmálamanna. Það þarf ekki að koma á óvart, hann er nýgræðingur í bransanum. Kom heldur ekki úr gamla flokkakerfinu. Annars þarf ekki mikið meira til að líta út eins og heiðarlegur stjórnmálamaður en að játa einstöku sinnum að maður viti ekki allt, viðurkenna jafnvel mistök, Lesa meira
Beint samband við rússneska tónsnillinga
EyjanSinfóníuhljómsveitin býður okkur að komast í snertingu við merka sögu. Gestastjórnandinn Gennadíj Rostedsvenskíj stjórnar í kvöld stórum verkum eftir Shostakovitsj og Schnittke – tvö af höfuðtónskáldum Rússlands á síðustu öld. Stjórnandinn þekkti báða þessa menn, hann stjórnaði frumflutningi á verkum eftir þá og hefur hljóðritað mörg þeirra. Ég á stóran kassa einhvers staðar þar sem Lesa meira
Bankapistill
EyjanBankar eru fjarska óvinsælir – og það er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í Bandaríkjunum er spurt hvers vegna ekki sé búið að loka Wall Street inni. Sjálfur Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, er kominn í stríð við bankana í landinu og segir að þeir misnoti viðskiptavini sína í leit að skjótfengnum gróða. Í Danmörku fellur Amagerbankinn, einn Lesa meira
Smávegis um fæðuöryggi og hollustu
EyjanÍ ályktunum frá Bændaþingi er mikið talað um fæðuöryggi. En við búum ekki við fæðuöryggi nema að takmörkuðu leyti. Við erum háð aðflutningum á olíu, vélum, fóðurbæti – og við erum ekki sjálfum okkur nóg um kornmeti, grænmeti og fjölmargar aðrar vörutegundir. Hér hefur orðið sú þróun eins og annars staðar að bændum hefur fækkað, Lesa meira
Lánin til einkavina
EyjanÉg hjó eftir litlum hlut í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Þetta hljómar svo í fréttinni eins og hún birtist á Vísi. „Robert Tchenguiz var langstærsti lántakandi Kaupþings banka. Við hrun bankans námu útlán til hans tveimur milljörðum evra, jafnvirði 320 milljarða króna. Bresk refsilöggjöf er nokkuð ólík hegningarlögunum íslensku, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru Lesa meira
Ninja-prestur
EyjanKári fór sem prestur á Öskudagsskemmtunina í skólanum í dag. Í svörtum jakkafötum, með kraga, kross og yfirvaraskegg sem var límt á efri vörina. Á leiðinni í skólann fór þetta að breytast aðeins, þá var hann orðinn særingamaður. Og eftir að hann var búinn að leika sér með vinum sínum í dag, í snjónum í Lesa meira
Kveðjur í tölvupóstum
EyjanNúorðið senda margir nokkurn fjölda tölvupósta á hverjum degi, en það er stundum erfitt að vita hvað maður á að skrifa undir tölvupósta. Í gamla daga meðan enn voru skrifuð sendibréf var þetta ekki mikið vandamál – maður skrifaði oftast með kærri kveðju. Nú er eins og það þyki svolítið væmið – ég fæ sjaldan Lesa meira
Íslenski vinkillinn
EyjanÍslendingar mega eiga eitt, og það nefna erlendir blaðamenn sem ég ræði við oft við mig. Síðast reyndar í gær. Við höfum gengið rösklegar til verks en aðrar þjóðir við að rannsaka ófarir fjármálakerfisins. Víða hefur reyndar ekki verið gert neitt. Í Bandaríkjunum er talað um að Bernie Maddoff hafi verið eins konar syndaselur, fall Lesa meira
Dómaranum að kenna
EyjanÉg hef ekki legið á þeirri skoðun minni að fótbolti eins og hann stundaður á alþjóðavísu sé býsna úrkynjaður. Örfá stórlið stjórna öllu og geta keypt hvaða leikmenn sem þau vilja. Þegar lið sem alltaf tróna á toppi deildanna mæta liðum sem alltaf sitja á botninum er munurinnn býsna stór: Allur leikmannahópur botnliðsins kostar álíka Lesa meira
Morgunblað helgað Símanum
EyjanMorgunblaðinu er dreift í hús í Reykjavík í morgun – og greinilega til fleiri en áskrifenda. Þetta er eitthvert sérkennilegasta eintak af dagblaði sem hefur sést á Íslandi, því þar sem venjulega væru fréttaljósmyndir eru auglýsingar frá Símanum. Auglýsingarnar eru semsagt inni í miðjum fréttunum og meira að segja á forsíðu blaðsins. Svona er þetta Lesa meira