fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Óflokkað

Síðasti dagurinn í Vísi

Síðasti dagurinn í Vísi

Eyjan
15.03.2011

Sigurveig skrifar um síðasta starfsdag Þóris Sigurbjörnssonar kaupmanns í Vísi í Bankastrætinu. Hann hefur rekið litla búð sem hefur verið fastur punktur í tilverunni, alúðlegur maður sem gaman er að koma til. Pistillinn er hérna.

Kommissar

Kommissar

Eyjan
15.03.2011

Menn eins og Baldur Guðlaugsson eru til í öllum flokkum. Hann er maður sem hefur aldrei setið á Alþingi eða verið sérstaklega sýnilegur en öðlast mikil völd og áhrif í gegnum flokkstengsl sín. Baldur hefur gengt því sem kallast „trúnaðarstörf“ fyrir flokk sinn. Það þýðir að hann var settur í alls konar nefndir og ráð Lesa meira

Flýtir er ekki málið

Flýtir er ekki málið

Eyjan
15.03.2011

Menn eru að býsnast yfir því að seint gangi hjá sérstökum saksóknara. Þá er þess að gæta að það eru ekki nema tvö ár síðan Eva Joly kom hingað fyrst, það var þá fyrst að einhver gangur fór að komast í uppbyggingu embættisins. Eva tók alltaf fram að málin myndu taka langan tíma – og Lesa meira

Japan fyrir og eftir

Japan fyrir og eftir

Eyjan
15.03.2011

New York Times birtir magnaðar loftmyndir af Japan fyrir og eftir jarðskjálftann mikla og flóðbylgjuna ógurlegu. Það var grísk vinkona mín sem sendi mér þessar myndir, hún er grunnskólakennari – og það fylgdi með að vandamál okkar séu smávægileg miðað við þetta. En reyndar búum bæði ég og vinkona mín gríska á jarðskjálftasvæðum. Við höfum Lesa meira

Miðbæjarkvabb

Miðbæjarkvabb

Eyjan
14.03.2011

Í hvert sinn sem snjóa leysir er hundaskítur fyrir utan hliðið hjá okkur. Þar eru bílastæði og pínulítill skemmtigarður, jæja, túnbleðill með nokkrum trjám og bekk. Fólk kemur stundum á þennan stað til að reykja. Þessa dagana snjóar oft býsna mikið, svo gerir blota – og þegar snjórinn er farinn kemur hundaskíturinn í ljós. Við Lesa meira

Nýtt blogg

Nýtt blogg

Eyjan
14.03.2011

Mig langar að benda á þetta blogg hérna. Tek fram að mér er málið skylt.

Ekki sér-íslenskt

Ekki sér-íslenskt

Eyjan
14.03.2011

Við eigum það til Íslendingar að upplifa oflæti eins og á tíma útrásarinnar – og stundum í Evróvisjón og þegar handboltaliðið okkar keppir – og svo koma tímabil þegar við höldum að við séum alveg kolómöguleg. Íslenska þjóðarsálin virðist stundum slást milli mikilmennskuæðis og minnimáttarkenndar. Að þessu leyti erum við ekki sérlega skyld frændum okkar Lesa meira

Þversögnin við kjarnorkuna

Þversögnin við kjarnorkuna

Eyjan
14.03.2011

Menn hafa áhyggjur af kjarnorkuverum í Japan eftir jarðskjálftann mikla. Og í framhaldi af því hefst væntanlega angistarfull umræða um hættuna sem er fylgjandi notkun kjarnorku. Það er líklegt að sú umræða verði tilfinningaþrungin mjög. En staðreyndin er sú að notkun kjarnorku hefur valdið sáralitlum skaða í heiminum. Í heimi þar sem hlýnun loftslags er Lesa meira

Okkar skál – Manolis Rasoulis

Okkar skál – Manolis Rasoulis

Eyjan
13.03.2011

Uppáhaldsþátturinn minn í grísku sjónvarpi heitir Stin ygeia mas – eða einfaldlega Okkar skál. Þarna kemur fólk saman, borðar, drekkur vín, syngur og dansar. Tónlistin er aðalmálið – stundum tekur gleðin öll völd eins og í þessu myndskeiði þar sem ungir og gamlir syngja saman. Lagið heitir Ah Ellada s´agapo – það er óður til Lesa meira

NISK

NISK

Eyjan
13.03.2011

Í Silfrinu í dag var talað um ISK. Sagt að í útlöndum væri hún stundum kölluð RISK. Og möguleikana á því að taka upp NISK.

Mest lesið

Ekki missa af