fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025

Óflokkað

Ein þeirra bestu

Ein þeirra bestu

Eyjan
17.03.2011

Ég gekk fram á mikinn listamann í bænum í dag. Og af því ég tel mig kunna að umgangast mikla listamann ávarpaði ég hann eins og ég taldi rétt: Maestro! „Maestro, þakka þér fyrir list þína.“ Þetta var hinn aldraði Rússi Rosdestvenskíj. Eins og ég hef áður sagt á ég margar hljómplötur með honum þar Lesa meira

Dóri Bald brillerar

Dóri Bald brillerar

Eyjan
16.03.2011

Ég ætla að leyfa mér að taka upp þessa mynd okkar afburðasnjalla skopteiknara Halldórs Baldurssonar – listamanns og þjóðfélagsrýnis sem gæti sómt sér á hvaða stórblaði sem er. Myndin birtist í Fréttablaðinu. Þessi mynd er náttúrlega alveg brilljant. Menn geta svo skemmt sér við að bera kennsl á listamennina sem eru á henni.

Óætur matur í ESB

Óætur matur í ESB

Eyjan
16.03.2011

Stundum er það þannig að menn byrja að vera á móti einhverju. Svo verða þeir æstari og æstari og það sem þeir eru á móti fer að taka yfir líf þeirra. Maður þekkir mýmörg dæmi um þetta – reiðin getur verið slæmur húsbóndi. Hér er til dæmis einn, sem gjarnan er vitnað til í Staksteinum Lesa meira

Allt kemur öfugt frá Björgólfi

Allt kemur öfugt frá Björgólfi

Eyjan
16.03.2011

Í hvert skipti sem Björgólfur Thor Björgólfsson tekur til máls koma hlutirnir öfugt út. Þór Saari segir að auðvitað eigi Björgólfur að borga Icesave. Björgólfi þykir þetta móðgandi. Hann hefur margoft sagt að starfsemi Landsbankans hafi eiginlega ekkert komið sér við – hvað þá hinar taumlausu lánveitingar til hans sjálfs. Honum þykir sennilega réttara að Lesa meira

Icesave og kosningabaráttan

Icesave og kosningabaráttan

Eyjan
16.03.2011

Maður veltir fyrir sér hvernig kosningabaráttan um Icesave 3 fari fram. Nú er þetta eitthvert mest rædda mál Íslandssögunnar. Menn eru orðnir svo ringlaðir að það er annað slagið slegið upp sem nýjum fréttum einhverju um Icesave sem er löngu komið fram. Jafnvel oftar en einu sinni. En það þarf auðvitað að standa almennilega að Lesa meira

Kiljan á Siglufirði og Akureyri

Kiljan á Siglufirði og Akureyri

Eyjan
16.03.2011

Kiljan í kvöld gerist aðallega norður í landi, á Siglufirði og Akureyri. Á Siglufirði skoðum við gamala hús Hjálpræðishersins sem á sér afar merkilega sögu. Þar hittum við líka Pál Helgason sem flytur okkur kvæði sem hann orti á tíma útrásarinnar – það má segja að þetta sé eins konar spásögn um þá braut sem Lesa meira

Kjördæmapot

Kjördæmapot

Eyjan
16.03.2011

Kristján Möller er sjálfum sér líkur. Vaðlaheiðargöng skulu vera fyrst. Í kjördæmi hans. Kristján var einn aðalhvatamaðurinn að Héðinsfjarðargöngum, einhverri vitlaustustu vegaframkvæmd á Íslandi. Svo á að athuga seinna með vegaframkvæmdir á höfuðborgasvæðinu. Sundabraut sjáum við varla í þessu lífi. Það er reyndar merkilegt sem segir líka í fréttinni að ráðast eigi í stutta vegarkafla Lesa meira

Baldur og vinir hans

Baldur og vinir hans

Eyjan
16.03.2011

Ég skrifaði í pistli í gær  að það væri eiginlega hending að Baldur Guðlaugsson væri ekki hæstaréttardómari. Hér er hann í hópi vina sinna í kringum 1980. Tveir þeirra sitja nú í Hæstarétti.

Forsetinn og fiskveiðistjórnunin

Forsetinn og fiskveiðistjórnunin

Eyjan
15.03.2011

Þetta er spennandi. Gæti orðið einhvern veginn svona. Það kemur fram frumvarp um fiskveiðistjórnun. Nú er sagt að það sé dagaspursmál hvenær það verður að veruleika. Um það verða ákafar deilur á þingi og í þjóðfélaginu. Það verður samþykkt naumlega í þinginu. Allra augu beinast að Ólafi Ragnari Grímssyni. Sem skrifar undir lögin eða skrifar Lesa meira

Illugi, ég og Tíminn

Illugi, ég og Tíminn

Eyjan
15.03.2011

Ég hóf feril minn í blaðamennsku á Tímanum. Þetta var í byrjun maí 1981. Ég var 21 árs. Starfsferill minn í fjölmiðlum byrjaði snemma. Já, hjálp, ég á 30 ára starfsafmæli í vor! Á Tímanum var ég með Illuga Jökulssyni vini mínum. Við Illugi vissum hvor af öðrum í Melaskóla, lentum saman í bekk í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af