Að fljúga með Icelandair
EyjanMér finnst Icelandair að mörgu leyti ansi gott flugfélag. Þ.e. ég er búinn að fljúga með félaginu alla ævi, maður finnur fyrir heimilislegri tilfinningu í vélunum. Og er ekki sérlega hræddur um að hrapa. Starfsfólkið er yfirleitt til fyrirmyndar – ég hef líka á tilfinnngunni að bæði flugmennirnir og vélarnar séu í góðu ástandi. Það Lesa meira
Neytendablaðið um landbúnaðinn
EyjanÍ Silfrinu síðastliðinn sunnudag var í viðtali hjá mér Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri og ritstjóri Neytendablaðsins. Við ræddum landbúnaðarmál. Ástæðan fyrir því að ég bauð Brynhildi í viðtal var úttekt hennar á landbúnaðarkerfinu sem birtist í Neytendablaðinu fyrir stuttu. Blaðið má skoða greinarnar úr Neytendablaðinu á pdf.skjölum. Þarna eru margháttaðar upplýsingar um landbúnaðarkerfið, Lesa meira
Reykjavíkurljósmyndir eftir Dieter Roth
EyjanÞað hefur um nokkurt skeið verið í tísku að taka ljósmyndir af mótífum sem eru eiginlega engin mótíf. Einhvers konar and-mótíf. Dieter Roth, svissneski listamaðurinn sem bjó lengi á Íslandi, var ótrúlega frjór maður. Ef marka má þessa myndasíðu sem birtist á vef The Independent var hann frumkvöðull í þessu eins og mörgu öðru,. Þetta Lesa meira
Um kynjahlutföll í bókmenntaheiminum
EyjanHópur fólks skrifar um kynjahlutföll í Kiljunni. Það má lengi velta svona fyrir sér. Ég held að enginn geti haldi því fram að konur sem skrifa bækur séu sniðgengnar í þættinum – eða bækur eftir konur. Ég tek til dæmis Gerði Kristnýju, sem er ein þeirra sem skrifar á þennan lista. Hún gaf út ljóðabókina Lesa meira
FT fellur fyrir spuna
EyjanSigrún Davíðsdóttir bloggar á ensku um Kaupþing og Tchenguiz-bræðurna. Í greininni gagnrýnir hún Financial Times harðlega fyrir lélegan fréttaflutning af málinu: „Following the SFO raids and arrests last week there has been a flurry of articles in the UK media on the Tchenguiz brothers and Kaupthing. The FT put the news on its Thursday front Lesa meira
Kjarnorka er nauðsyn
EyjanUmhverfisverndarsinninn Mark Lynas skrifar í New Statesman og segir að hamfarirnar í Japan megi ekki leiða til þess að notkun kjarnorku sem orkugjafa minnki. Án kjarnorkunnar séum við ofurseld hnattrænni hlýnun sem við myndum ekkert ráða við.
Ólafur Ragnar og traustið
EyjanTraust er eiginlega orð sem maður hefur aldrei heyrt talað um í sambandi við Ólaf Ragnar Grímsson. Það hafa verið notuð ýmis orð um hann, jákvæð og neikvæð, en orðið traust hefur sjaldnast verið meðal þeirra. Nú er hann sá stjórnmálamaður sem flestir treysta – já, því nú er forsetinn flokkaður sem stjórnmálamaður, ólíkt því Lesa meira
Traustvekjandi?
EyjanSkúli Mogensen sem er að reyna að kaupa MP banka var einn af aðalmönnunum í OZ. OZ var aðalfyrirtækið á Íslandi á tíma dot.com-bólunnar, jú, ásamt með DeCode. Margt fólk á Íslandi brenndi sig illa á þessum fyrirtækjum, keypti bréf í þeim á svokölluðum gráum markaði, margir töpuðu því öllu. En sumir græddu. Ólafur Ragnar Lesa meira
Sigrún: Siðfall
EyjanSigrún Davíðsdóttir fjallar um samráðsmál og fleira skrítið í viðskiptalífinu á Íslandi og spyr hvort megi tala um siðfall í þessu sambandi. Hluti pistils Sigrúnar sem birtist í Speglinum í gær er svohljóðandi: — — — „Ýmislegt varðandi starfsemi bankanna er nú í rannsókn, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Það er búið að bera Lesa meira
Hofmóðugir lífeyrissjóðir
EyjanÞað var gerð lítil bylting á Íslandi eftir hrun. Hún náði þó ekki sérlega langt. Kannski var byltingarandinn í raun ekki sérlega mikill. Mörg helstu kerfin standa óhögguð – með sama fólk innanborðs og áður. Önnur er verið að endurreisa. Við höfum vinstri stjórn, kannski hefur hún ekki þrótt til að breyta, kannski ekki ímyndunarafl, Lesa meira