fbpx
Föstudagur 05.september 2025

Óflokkað

Týndur áratugur Bandaríkjanna

Týndur áratugur Bandaríkjanna

Eyjan
03.05.2011

Gregor Peter Schmitz skrifar í Der Spiegel um týndan áratug Bandaríkjanna. Það sé í raun lítill sigur að ná Osama Bin Laden – tíu árum of seint. Það hafi ekki stafað ógn af honum lengur þar sem hann bjó einangraður í húsi í Pakistan og hafði hvorki síma né internet og var alveg úr tengslum Lesa meira

Ashkenazy og tónlistarlífið

Ashkenazy og tónlistarlífið

Eyjan
03.05.2011

Fyrstu tónleikarnir í nýja tónlistarhúsinu verða annað kvöld, þegar Sinfóníuhljómsveitin leikur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Grieg og Beethoven undir stjórn Vladimirs Ashkenazys. Einleikarinn er Víkingur Heiðar Ólafsson. Menn bíða í ofvæni eftir því að heyra hvernig hljómburðurinn er í húsinu. Ég skrifaði grein um Hörpuna í mánaðarritið Grapevine sem kemur út á ensku í Reykjavík. Lesa meira

Vaxtaniðurgreiðslur húsnæðislána

Vaxtaniðurgreiðslur húsnæðislána

Eyjan
03.05.2011

Steingrímur J. Sigfússon boðar almenna niðurgreiðslu vaxta sem verði lögð inn á reikninga 97 þúsund Íslendinga nú í upphafi maí. Hann segir að upphæðin verði að hámarki 200 þúsund hjá einstaklingum og 300 þúsund krónur hjá sambúðarfólki. Síðari hluti greiðslunnar komi í ágúst. Nú kann að vera að einhverjum þyki þetta góðar fréttir – það Lesa meira

Deilt um arfleifð snillings

Deilt um arfleifð snillings

Eyjan
03.05.2011

Gríski rithöfundurinn Nikos Kazantskis var snillingur, það er ekki spurning að hann hafði snilligáfu. Hann var óvenjulegur andans jöfur – skrifaði bækur sem eru samdar af miklum innblæstri, frægastar eru skáldsögur eins og Zorba, Frelsið eða dauðinn og Síðasta freisting Krists. Hann samdei einnig sína útgáfu af Odysseifskviðu, stóra bók í bundnu máli, og endurminningabók Lesa meira

Feluleikur utanríkisráðherrans

Feluleikur utanríkisráðherrans

Eyjan
03.05.2011

Það er eitt mál sem maður getur verið nokkurn veginn öruggur um að Össur Skarphéðinsson tali ekki um. Það er reyndar langstærsta málið sem ráðuneyti hans fer með – aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er hægt að fá hann til að tala um Kína og Indland og Norðurheimskautið – jafnvel Osama bin Laden. En ekki Lesa meira

Í minjagripabúðunum

Í minjagripabúðunum

Eyjan
02.05.2011

Í túristabúðunum í Reykjavík er allt fullt af litlum ísbjarnarböngsum og alls konar varningi sem er skreyttur ísbjörnum. Fyrir utan tvær búðir á Laugaveginum eru eftirmyndir af ísbjörnum í næstum fullri stærð. Ísbirnir eru semsagt partur af minjagripaiðnaðnum á Íslandi. Því er mjög líklegt að ferðamenn spyrji: Eru margir ísbirnir á Íslandi? Og þá er Lesa meira

Enn einn drepinn ísbjörn

Enn einn drepinn ísbjörn

Eyjan
02.05.2011

Fjórði hvítabjörninn sem er felldur á þremur árum! Og þetta eru dýr sem eru talin í útrýmingarhættu. Það er lítill sómi að þessu. Komur hvítabjarna eru orðnar árviss viðburður en samt hafa menn ekki neina viðbúnaðaráætlun vegna þeirra, heldur eru þeir bara drepnir undireins, að því er virðist að geðþótta. Umhverfisráðherra þarf að svara fyrir Lesa meira

Osama has left the building

Osama has left the building

Eyjan
02.05.2011

Bandaríkjamenn dömpa líkinu af Osama bin Laden út í sjó með hraði. Það er sagt að líkið hafi verið meðhöndlað að íslömskum sið. En þetta mun ábyggilega gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi – um að Osama hafi ekki drepinn, að hann sé raunverulega á lífi. Það öruggt að Bandaríkjamenn hafa myndað atburðina í bak Lesa meira

Lærdómar af Icesave

Lærdómar af Icesave

Eyjan
02.05.2011

Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson skrifa um lærdóma sem hægt sé að draga af  Icesavemálinu á vefinn Voxeu. Í greininni segir meðal annars: „The population of Iceland has refused – for the second time – to pay the minimum guaranteed deposits of UK and Dutch depositors in its failed Icesave high-interest accounts. This would Lesa meira

Bin Laden var úreltur

Bin Laden var úreltur

Eyjan
02.05.2011

Það verður ábyggilega reynt að hefna fyrir dauða Osama Bin Ladens. Það má búast við því að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka verði hátt næstu vikurnar eða misserið. En það hafa verið að gerast stórviðburðir í hinum íslamska heimi sem gera hugmyndir Bin Landens úreltar. Arabíska byltingin stefnir í aðra átt en hann vildi. Hún byggir ekki Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af