Innantómt tal
Eyjan27 þjóðir Evrópu eru aðilar að Evrópusambandinu og nokkrar þjóðir bíða inngöngu. Þarna eru lýðræðisríki eins og Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Bretland, Þýskaland, Holland, Belgía – og svo má lengi telja. Það að vilja ganga í Evrópusambandið er ekki trúarbrögð hvað sem formaður Framsóknarflokksins segir, slíkt er bara innantómur frasi. Og það er heldur ekki Lesa meira
Eðlileg tillaga
EyjanVinstri græn ásamt Lilju, Ásmundi og Atla leggja fram tillögu um úrsögn Íslands úr Nató. Ég hef áður sagt að það sé ekkert óeðlilegt að látið sé á þetta reyna. Íslendingum var troðið inn í Nató á sínum tíma með afskaplega ólýðræðislegum hætti. Líklega var þá ekki meirihluti þjóðarinnar fyrir inngöngunni. Nató var í Kalda Lesa meira
Myndin sem vantaði
EyjanLesandi síðunnar brást skjótt við og sendi mér myndina áhrifamiklu af vatnsberunum sem ég nefndi í síðasta pistli. Það er horft niður Bóklöðustiginn í átt að Lækjargötu. Takið eftir skólprennunni sem er vinstra megin á myndinni. Þið getið smellt á myndina til að stækka hana, og þá sjást betur tötrar þessa fólks.
Vatnsberar
EyjanÉg finn ekki áhrifamestu ljósmyndina sem til er af vatnsberum í Reykjavík. Hún er tekin við Íþöku, bókhlöðu Menntaskólans, og sýnir gama konu og karl í tötrum silast upp Bókhlöðustiginn með vatn í ílátum. Þetta er ein áhrifamesta ljósmynd sem til er á Íslandi. Og ég fór að hugsa um hana þegar sá að deilt Lesa meira
Ólöglegur ávinningur verndaður
EyjanArnar Jensson, sem hefur starfað sem lögreglumaður á ýmsum vettvangi, sendir stjórnlagaráði merkilegt erindi. Hann bendir á að eignarréttarvernd á Íslandi séu sterkari en annars staðar og því njóti ólöglegur ávinningur meiri verndar. Arnar skrifar í bréfi sínu: „Að mínu áliti, svo og ýmissa annarra sem ég hef rætt þetta við (bæði Íslendinga og erlendra Lesa meira
Rollingarnir og Dressmann
EyjanÉg sá skemmtilega umræðu á Facebook um hvort Rolling Stones hefðu hætt að vera töff þegar norska verslunarkeðjan Dressman fór að nota þá í auglýsingar. Einn sagði, nei, þá hefði Dressmann loks orðið pínulítið kúl. En svo benti Þorgeir Tryggvason á að Rolling Stones hefðu kannski opinberlega hætt að vera töff þegar lagið Start Me Lesa meira
Flokkarnir og Evrópumálin
EyjanÞað er náttúrlega langsótt hjá Jóhönnu að öfl úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn fari að stofna nýjan flokk með Samfylkingunni. Hins vegar er vel hugsanlegt að hér gæti orðið til flokkur aðeins hægra megin við miðju sem væri Evrópusinnaður – flokkur sem væri áþekkur Venstre í Danmörku. Þar er stóra eyðan í íslenskum stjórnmálum. Þangað gæti Lesa meira
Gat rétt hægra megin við miðju
EyjanKannski verður ekki kosið á Íslandi fyrr en í lok þessa kjörtímabils – ríkisstjórnin mun gera allt til að missa ekki völdin. Draumur Samfylkingarinnar er að kosningar um Evrópusambandsaðild renni upp skömmu fyrir þingkosningar, svo Sjálfstæðisflokkurinn kofni í málinu. En það er að myndast stórt gat í stjórnmálunum hérna. Vinstrið er þéttpakkað með Samfylkinguna, Vinstri Lesa meira
Komið til Íslands!
EyjanÉg tók eftir því þegar ég fór til útlanda í fyrrasumar að fólk var almennt hætt að tala um efnahagshrun og Ísland í sömu andrá. Í staðinn vissu allir um eldgosið sem hafði truflað flugsamgöngur í heiminum. Nú eru þau orðin tvö eldgosin sem hafa fengið ógurlega mikið pláss í heimsfréttunum – að sumu leyti Lesa meira
Júpíters
EyjanHljóðupptakan er ekkert sérstök, en þarna má sjá eina mestu stuðhljómsveit Íslands fyrr og síðar, Júpíters. Hún starfaði á árunum upp úr 1990. Ég held svei mér þá að böllin með þeim á Borginni hafi verið síðasta skiptið sem ég dansaði. Lúðrarnir eru tælandi – og hrynsveitin heldur ekkert slor. Lagið heitir Nótt í Trípolí. Lesa meira