Forsetinn móti kvótakerfinu?
EyjanTvær ræður sæta tíðindum á sjómannadaginn. Annars vegar að helsti hugmyndafræðingur kvótakerfisins, Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, skuli halda ræðu við hátíðarhöldin í Reykjavík. Samkvæmt fréttum var hann baulaður niður. Hins vegar er það ræða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt á Patreksfirði – í bæ sem hefur átt í erfiðleikum sem má ef Lesa meira
Kalt sumarkvöld við Gróttu
EyjanÞað var hífandi rok, flóð og öldugangur út við Gróttu áðan. Ekki gengt út að vitanum. Faxaflóinn var óárennilegur, en tignarlegur á að líta með grænfyssandi öldum. Birtan eins og hún er á svona dögum, köld og glær – það vantar alveg hlýju og mildi sumarsins.
Minni umferð á þjóðvegum
EyjanMenn eru að velta fyrir sér minnkandi umferð um þjóðvegi landsins – flestir kenna bensínverðinu um. En það er fleira sem spilar inn í. Bílafloti landsmanna er ekki jafn glænýr og fínn og fyrir nokkrum árum. Hann er farinn að eldast allverulega – mér er tjá að það sé mikið að gera á bílaverkstæðum landsins. Lesa meira
Fréttaflutningur og skerðing aflaheimilda
EyjanÉg hef áður vikið að því hversu fréttaflutningur frá þeim sem berjast gegn breytingum á kvótakerfinu á greiðan aðgang í fréttirnar. Ályktanir og yfirlýsingar frá þeim eru teknar upp. Sumpart er þetta vegna leti fjölmiðlanna, en líka vegna þess að það er hefð fyrir því að þeir sem hafa einhverja stöðu í samfélaginu – eru Lesa meira
Þingið þarf skapandi hugsun
EyjanNokkuð sérstæð umræða hófst hér á vefnum eftir að ég skrifaði pistilinn um útslitna þingmenn. Viðbrögðin eru flest á þá leið að þingmenn geti bara verið í vinnunni sinni, þeir séu ekki of góðir til að sitja á sumarþingum – það sé fráleitt að þeir fái einhver sérstök sumarfrí. Nú vill svo til að þingmennska Lesa meira
Útslitið þing
EyjanJóhanna Sigurðardóttir virðist vera ein af fáum sem vill halda sumarþing þar sem kvótafrumvörpin yrðu rædd. Í raun er ekki nauðsyn á þessu vegna þess að lögin eiga ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári. En Jóhanna telur þetta kjörið tækifæri til að Sjálfstæðisflokkurinn afhjúpi sig sem fulltrúa sérhagsmunahópa. Hún vill sjá hann Lesa meira
Er landsdómurinn sýndarréttarhöld?
EyjanNú magnast deilur um landsdóminn yfir Geir Haarde. Tryggvi Þór Herbertsson skrifaði í gær og bar saksóknarann, Sigríði Friðjónsdóttur, saman við Lavrenti Beria – sérlegan lögreglumann Stalíns. Og í dag skrifar Þorsteinn Pálsson grein í Fréttablaðið og er á svipuðum slóðum – hann ber þetta saman við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum og þá sérstaklega réttarhöldin yfir Lesa meira
Óljósar fréttir um Kanadadollar
EyjanJón Steinsson hagfræðingur skrifar um upptöku Kanadadollars á vefinn Pressuna: „Í morgun birtist áhugaverð frétt á vísi um að áhrifamenn í fjármálaráðuneyti og seðlabanka Kanada hefðu sýnt því mikinn áhuga að Ísland tæki upp kanadadollar sem lögeyri. Ég er í engri aðstöðu til þess að meta áreiðanleika þessarar fréttar (og mér finnst hún satt að Lesa meira
Hinn vellauðugi Guðbergur
EyjanDV segir frábæra sögu í aðalvitali blaðsis. Af Guðbergi Bergssyni, sem vinur hans, Bragi Kristjónsson, segir að kaupi bara sína ýsu á og sjóði hana á kvöldin. Þurfi eiginlega ekkert meira. Í viðtalinu í DV segir að Guðbergur sé nú orðin moldríkur, eftir andlát spænsks vinar hans. Guðbergur er sjálfum sér líkur og segir að Lesa meira
Ekki gert ráð fyrir svindli
EyjanDV fjallar í dag um viðskipti Birgis Þórs Runólfssonar, dósents í hagfræði, og Sparisjóðs Keflavíkur. Birgir fékk ofurlán hjá þessum einkennilega sparisjóði gegn afskaplega litlum tryggingum. Síðan tók hann sæti í stjórn sparisjóðsins. Ef marka má frétt DV eru þessi lán í sérstökum félögum – og því vafasamt að þau verði greidd til baka. Birgir Lesa meira