fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Óflokkað

Vinkonurnar Björk og Eva Joly

Vinkonurnar Björk og Eva Joly

Eyjan
06.10.2011

Eva Joly og Björk birtast saman í franska tímaritinu Elle. Þetta má sjá á vefsíðu Evu Joly. Það er spurt hvort þær séu vinkonur, já þær eru það, en þær segjast ekki hafa farið í frí saman. Eva segir að hún vildi gjarnan vera Björk stjórnmálanna. Og Björk segir að Eva sé kjarkmikil kona og Lesa meira

Háskaleg samþjöppun auðs og valda

Háskaleg samþjöppun auðs og valda

Eyjan
05.10.2011

Stewart Lansley skrifar athyglisverða grein í Guardian þar sem hann rekur nokkrar ástæður fyrir kreppunni sem ógnar Vesturlöndum. Ójöfnuður er ein meginástæðan segir hann, hinn frjálsi markaður er ekki að dreifa fjármagninu á skilvirkan hátt. Hinir ríku verða ríkari og hagkerfið er sjúkt. Kaupmáttur almennings hefur ekki hækkað, þannig stöndum við nú frammi fyrir neysluhagkerfi Lesa meira

Kauphöll

Kauphöll

Eyjan
05.10.2011

Sigurveig segir frá hugmynd sinni um alvöru kauphöll í Reykjavík – og fremur dræmum viðbrögðum sem mættu henni, stundum jafnvel fjandsamlegum.

Bókabúð á Flateyri, fuglar Gröndals og skáldsaga Ármanns

Bókabúð á Flateyri, fuglar Gröndals og skáldsaga Ármanns

Eyjan
05.10.2011

Í Kiljunni í kvöld förum við vestur á Flateyri og skoðum skemmtilega gamla bókabúð sem þar er. Verslunarstjórinn Sunna Dís Másdóttir sýnir okkur bækur og gripi úr búðinni, en verslunarrekstur hófst þar snemma á síðustu öld. Við skoðum nýja og glæsilega útgáfu á fágætu verki eftir Benedikt Gröndal. Þetta eru myndir hans af íslenskum fuglum Lesa meira

Skrípaútgáfa

Skrípaútgáfa

Eyjan
05.10.2011

Hér er viðtal úr sjónvarpsþætti Charlies Rose þar sem hann ræðir við Michael Lewis, höfund bókarinnar Boomerang: Travels in the New Third World sem áður hefur verið getið hér á vefnum. Í viðtalinu fara þeir vítt og breitt en tala meðal annars um snilld Íslendinga í viðskiptum – Lewis þykir reyndar ekki mikið til hennar Lesa meira

KGB-forsetinn vill útþenslu

KGB-forsetinn vill útþenslu

Eyjan
05.10.2011

Þegar fyrrverandi og tilvonandi forseti Rússlands skrifar grein og segist vilja sameina Austur-Evrópu er hætt við að fari um einhverja í þeim heimshluta. Ekki síst þegar á það er litið að þessi náungi er liðsmaður innar illræmdu lögreglu sem eitt sinn hét KGB. Rússland er líka fjarri því að vera alvöru lýðræðisríki. Ætli þeim hrylli Lesa meira

Vandrötuð leið

Vandrötuð leið

Eyjan
04.10.2011

„Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla“ um tillögur Stjórnlagaráðs eins og Jóhanna Sigurðardóttir leggur nú til gæti orðið erfið í framkvæmd. Að hve miklu leyti þyrfti Alþingi að taka mark á slíkri atkvæðagreiðslu?  Hvaða skilyrði ætti að setja varðandi þátttöku? En ef tillögurnar verða felldar? Síðasti möguleikinn er reyndar alls ekki óhugsandi. Það er heldur ekki víst að það Lesa meira

Forneskjuviðhorf

Forneskjuviðhorf

Eyjan
04.10.2011

Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir tóku ekki afstöðu til pólitískra mála. Þau settu sig aldrei upp á móti ríkisstjórnum. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við var þessi hefð í gildi. Ólafur færði smátt og smátt út mörkin. En það var svo að hann mátti ekki tjá sig án þess að fá á sig skammir, einatt Lesa meira

Femínistaparadís?

Femínistaparadís?

Eyjan
04.10.2011

Blaðakonan Kira Cochrane skrifar stóra grein um stöðu kvenna á Íslandi í Guardian. Hún veltir því fyrir sér hvort Ísland sé paradís fyrir konur – og femínisma.

Vekur ekki góðar vonir

Vekur ekki góðar vonir

Eyjan
03.10.2011

Staglkenndar ræður þingmanna í kvöld gefa ekki fyrirheit um góðan vetur í pólitíkinni. Jóhanna segir að bankarnir eigi að færa hagnað sinn til fólksins í landinu. Með leyfi að spyrja: Hvernig ætlar hún að koma því í kring? Það er eins og maður hafi heyrt eitthvað svipað áður.Landsbankinn er reyndar ríkisbanki svo þar ættu að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af