fbpx
Mánudagur 15.september 2025

Óflokkað

ECB

ECB

Eyjan
14.10.2011

Fyrir utan Evrópska seðlabankann 13. október 2011, klukkan 23.40. Maður ætti kannski að leggjast á bæn og óska að þetta hrynji ekki allt.

Tímarnir breytast

Tímarnir breytast

Eyjan
13.10.2011

Þessi gamla frétt úr Tímanum gengur manna á meðal á Facebook (samkvæmt nýföllnum dómi getur reyndar verið háskalegt að vitna í Tímann). Nú mótmælir fólk fyrir austan fjall hástöfum vegna lokunar réttargeðdeildarinnar á Sogni, en fyrir tuttugu árum mótmælti það hástöfum vegna opnunar réttargeðdeildarinnar:

Að hnýta endana upp á nýtt

Að hnýta endana upp á nýtt

Eyjan
13.10.2011

Hægri vængur stjórnmálanna er í mikilli upplausn eftir efnahagskreppu undanfarinna ára. Frjálshyggjan er svo gott sem dauð, en íhaldsmenn vita ekki sitt rjúkandi ráð.  Teboðið fer hamförum í Bandaríkjunum – gamaldags repúblikana hryllir við. Það er heldur ekki mikil hugmyndaleg gerjun, heldur meira um hróp og köll. Það hjálpar vinstri vængnum ekki mikið, hann er Lesa meira

Michael Lewis: Þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera

Michael Lewis: Þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera

Eyjan
13.10.2011

Mér barst eftirfarandi þýðing/endursögn á viðtali við Michael Lewis, en hans hefur áður verið getið hér á síðunni vegna nýútkominnar bókar sem nefnist Boomerang. Má geta þess að bókin er að fá talsverða athygli á bókamessunni í Frankfurt. — — —- Bandaríski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Michael Lewis fjallaði um vanhæfni íslenskra „fjármálasnillinga“ í viðtali við Lesa meira

Byggðapólitík?

Byggðapólitík?

Eyjan
13.10.2011

Það er verið að loka réttargeðdeildinni á Sogni. Þetta er heilbrigðisstofnun sem sér um sérlega viðkvæman hóp sjúklinga. Einn helsti mælikvarðinn á mannúðina í samfélaginu er hvernig búið er að geðsjúkum. En þegar þessi tíðindi berast brýst út ærandi hávaði í þingmönnum sem vilja ræða þetta á byggðapólitískum nótum. Er það ekki aðeins út úr Lesa meira

Friðrik Jónsson: Það ætlar enginn að fara að djamma

Friðrik Jónsson: Það ætlar enginn að fara að djamma

Eyjan
13.10.2011

Friðrik Jónsson skrifar kröftuga grein þar sem hann svarar málflutningi Kristins H. Gunnarssonar og Ólafs Stephensen um skuldaafskriftir hér á Eyjuna. Eins og hefur verið rætt á þessum vef er sú skoðun að verða útbreiddari víða um heim að ekkert annað dugi gegn kreppunni en niðurfelling skulda. Friðrik skrifar meðal annars: „Það er enginn að Lesa meira

Jón Kalman og aðrir stórhöfundar

Jón Kalman og aðrir stórhöfundar

Eyjan
12.10.2011

Ég er ekki viss um nema Frakkar séu mesta bókmenntaþjóð í heimi. Þar er ekki bara blómleg bókaútgáfa og fjöldi bókaverslana, heldur er bókmenntaumræðan svo lífleg – og skiptir svo miklu máli. Það er stundum eins og líf og sál þjóðarinnar séu í húfi þegar rætt er um bókmenntir í Frakklandi. Það er frábært að Lesa meira

Vont að borða

Vont að borða

Eyjan
12.10.2011

Hugsjónakonan Sigurveig skrifar um þá einkennilegu þversögn að veikt fólk fær vondan og óhollan mat. Í nútímasamfélagi erum við sífellt að pæla í hvað við látum ofan í okkur. Sumir eru gúrme, aðrir borða hráfæði. En við gefum þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér vont að borða.

Bókamessan, Fall Þráins, Ný náttúra

Bókamessan, Fall Þráins, Ný náttúra

Eyjan
12.10.2011

Kiljan í kvöld er tvískipt, annars vegar erum við heima í myndveri á Íslandi og hins vegar á bókamessunni í Frankfurt. Við segjum frá Falli Þráins Bertelssonar – ný bók eftir hann heitir því nafni og segir frá glímu við alkóhólisma. Við skoðum bók sem nefnist Ný náttúra – það er sérlega athyglisvert úrval íslenskra Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af