fbpx
Mánudagur 15.september 2025

Óflokkað

Túlkunarvandi

Túlkunarvandi

Eyjan
18.10.2011

Það virðist vera að þjóðin standi frammi fyrir nokkuð alvarlegum túlkunarvanda á stjórnarskránni. Í henni segir, elleftu grein: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.“ Og í þrettándu grein: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Og í fjórtándu grein: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.“ Þau Kristján Lesa meira

Fastagestur

Fastagestur

Eyjan
18.10.2011

Sigrún Davíðsdóttir fjallar í Spegilspistli um Boris Berezovsky og Roman Abramovitjs fund þeirra á veitingahúsinu Nobu í London, ólígarka og hvernig kaupin gerðust á eyrinni í Rússlandi í upphafi þessarar aldar – í því sem má kalla villta austrið. Þess má geta að ég hef einu sinni komið á Nobu. Það var til að snæða Lesa meira

Ísland og Nató

Ísland og Nató

Eyjan
18.10.2011

Á sama tíma og þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins heimta stórfé í skaðabætur frá Nató fyrir að hafa svikið okkur í tryggðum, leggja þingmenn úr Vinstri grænum fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna verunnar í Nató. Óánægjan í Natór er semsagt bæði á hægri og vinstri vængnum. Það hafa líka sést skrif á vefmiðlum til hægri Lesa meira

Kanada

Kanada

Eyjan
17.10.2011

Ef maður væri ungur myndi maður íhuga alvarlega að flytja til Kanada. Þar er nóg landrými, þetta er jú næststærsta land í heimi, og frekar fátt fólk. Kanadamenn eiga miklar auðlindir, vötn, skóga, málma og orku. Þeir misstu sig ekki í bankabrjálæðinu og hagkerfið stendur nokkuð vel. Ólíkt því sem gerist fyrir sunnan landamæranna í Lesa meira

Hætt við álver

Hætt við álver

Eyjan
17.10.2011

Það hefur legið lengi fyrir að mjög ósennilegt væri að álver risi við Húsavík. Á miklum bjartsýnistíma var skrifað undir viljayfirlýsingar – það var þegar allt var um koll að keyra vegna þenslu á Íslandi og víðar. Kannski var útlátalaust að skrifa undir þetta plagg, en þegar harðnar á dalnum kemur í ljós að hann Lesa meira

Íbúar, tól fyrir lýðræðið

Íbúar, tól fyrir lýðræðið

Eyjan
17.10.2011

Hugsjónamennirnir sem starfa undir heitinu Íbúar – sjálfseignastofnun tóku við flottum verðlaunum í franska utanríkisráðuneytinu á Quai d’Orsay á fimmtudaginn. Þau nefnast The World eDemocracy Awards. Þeir félagarnir hafa smíðað vefi eins og Betri Reykjavík og Skuggaþing sem hafa nýst vel í uppbyggilegri umræðu á netinu. Betri Reykjavík sló algjörlega í gegn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, Lesa meira

Hið einstaka og hið almenna

Hið einstaka og hið almenna

Eyjan
15.10.2011

Menn héldu lengi að Þórbergur Þórðarson væri óþýðanlegur sérvitringur, að það væri eitthvað svo sér-íslenskt við hann að ekki væri hægt að miðla því á öðrum tungumálum. Reyndar er það svo með bókmenntir að hið einstaka hefur einna víðasta skírskotun – ef menn reyna að skrifa fyrir eitthvað sem telst vera almennur og alþjóðlegur smekkur Lesa meira

Kraftur hugmyndanna

Kraftur hugmyndanna

Eyjan
15.10.2011

Það er merkilegt að koma á bókasýninguna í Frankfurt. Þarna eru 170 þúsund fermetrar lagðir undir hugmyndir. Við Íslendingar virðumst eiga voða erfitt með að skilja verðmæti sem ekki eru dregin úr sjó, ganga á fjórum fótum eða eru brædd við háan hita. Þarna snýst allt um hugvit. Og þarna er hugvitið gert að söluvöru, Lesa meira

Arnaldur og Eco í bláa sófanum

Arnaldur og Eco í bláa sófanum

Eyjan
14.10.2011

Fínasti staðurinn á bókasýningunni í Frankfurt er blái sófinn. Í hann setjast þeir sem eru í viðtölum hjá sjónvarpsstöðinni ZDF. Í dag fylgdist ég með Arnaldi Indriðasyni þar sem hann sat í bláa sófanum í viðtali við sjónvarpskonu. Arnaldur stóð sig með prýði, en Þjóðverjar hafa þann sið að setja þýskt tal yfir þá sem Lesa meira

Fyrst á þýsku

Fyrst á þýsku

Eyjan
14.10.2011

Frankfurt: Íslenskir höfundar verða alþjóðlegir. Kannski er það líka lífsnauðsyn að brjótast út af örmarkaðnum heima. Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness voru vinsælir rithöfundar í útlöndum á sinni tíð. En þetta er nýung í íslenskri bókaútgáfu: Bók eftir Hallgrím Helgason kemur út á þýsku áður en hún er gefin út á íslensku. Hún fjallar um Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af