Mannorð
EyjanBjarni Bjarnason er höfundur bókarinnar Mannorð sem kom út í haust. Hún fjallar um útrásarvíking – Starkað Leví – sem er að reyna að endurheimta mannorð sitt. Á upplestrarkvöldi um daginn mun Bjarni hafa lent í rimmu við Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Bjarni skrifar um þetta á Facebook-síðu sína. Þetta er sérlega áhugaverður Lesa meira
Hitch látinn
EyjanBreski blaðamaðurinn Cristopher Hitchens er látinn úr krabbameini sem hann hafði barist við – hann var stórreykingamaður. Hitch varð reyndar bandarískur ríkisborgari á seinni hluta ævi sinnar. Hann var einhver skæðasti blaðamaður samtímans, óhræddur, kjaftfor og fluggáfaður. Hann er frægur fyrir ýmislegt, vinstri rótttækni, baráttu gegn Vietnamstríðinu, andúð sína á trú, hann skrifaði fræga bók Lesa meira
Brennivínshækkun
EyjanNýjasta fréttin á vef Baggalúts minnir á sögu af Dodda, Þórði Guðjohnsen, sem var með orðheppnustu mönnum. Doddi mun einhvern tíma hafa komið inn á krá þar sem hann var fastagestur og sagt: „Nú er brennivínið orðið svo dýrt að maður hefur ekki lengur efni á að kaupa sér skó.“
Hannes áttræður
EyjanHannes Pétursson skáld varð áttræður í gær. Það er engin ástæða til að tala um Hannes í fortíð, hann var að senda frá sér feikisterka bók, minningar úr Skagafirði sem nefnast Jarðlag í tímanum. Þetta er kannski sú bók sem er þægilegast að hverfa inn í ef maður vill komast undan hávaða dægurumræðunnar. Ég hef Lesa meira
Við bakdyrnar
EyjanMorgunblaðið birtir í dag athyglisvert viðtal við Steinar Þór Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. Hann upplýsir að strax eftir fall bankans hafi menn verið komnir að bakdyrum hans og viljað kaupa eignirnar fyrir 5-10 prósent af virði þeirra. Í þessum hópi voru engir aðrir en gömlu Kaupþingsmennirnir – sem náttúrlega þekktu þessar eignir betur en aðrir. Lesa meira
Fólksflutningar og gósenlandið Noregur
EyjanFólk leitar alls staðar að til að vinna í Noregi. Það hefur til dæmis verið mjög áberandi að ungir Svíar fara til Noregs að vinna – það er mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks í Svíþjóð. Noregur er furðulegur staður, það væri eins á komið fyrir Noregi og öðrum löndum ef þeir hefðu ekki olíuna. Noregur Lesa meira
Kastljós um markaðsmisnotkun
EyjanHin stórmerkilega umfjöllun Jóhannesar Kr. Kristjánssonar um markaðsmisnotkun bankanna hefur vakið mikla athygli. Hér er sá hluti umfjöllunarinnar sem birtist í gærkvöldi – þar er fjallað um Kaupþing:
Aftur Icesave á jólum
EyjanNú hefur verið ákveðið að Icesavemálið fari fyrir EFTA-dómstólinn. Icesave hefur einstakt lag á að skjóta upp kollinum um jólin. Maður sér víða á netinu að hlakkar í mönnum yfir þessu – það er einhvers konar „sagði ég ekki“ viðhorf. Efnahags- og viðskiptaráðherra var í viðtali í Silfri Egils fyrir viku og taldi að Íslendingar ættu ekkert Lesa meira
Bóksalaverðlaun, Vilborg og Napóleon
EyjanÍ Kiljunni í kvöld kynnum niðurstöður í vali bóksala á bestu bókum þessarar vertíðar. Bóksalaverðlaununum hefur verið úthlutað síðustu tólf ár – og skiptast þau í nokkra flokka. Við fjöllum við um ævisögu Vilborgar Dagbjartsdóttur sem nefnist Úr þagnarhyl. Þar segir Vilborg frá gleði og sorgum á merkilegri ævi, missi systkina, þegar hún var send Lesa meira
Flugeldasýning
EyjanPíanóleikarinn Arkadí Volodos verður gestur á Listahátíð í Reykjavík í vor. Heldur tónleika í Hörpu 20. maí. Það verður að segjast eins og er að hann er algjör snillingur Hér er útgáfa hans af Rondo alla turca úr píanósónötu nr. 11 eftir Mozart – hann hefur endurskrifað verkið og úr verður algjör flugeldasýning, það var Lesa meira