Ólafur þarf að svara áskorendunum – og öllum hinum
EyjanÞá erum við komin á þann stað að hópur fólks – Guðni Ágústsson, Ragnar Arnalds, Ásgerður Jóna Flosadóttir – ætlar að stofna hreyfingu um að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig enn einu sinni fram til forseta. Það eru meira en fimm mánuðir í kosningar, en umræðan snýst meira og minna öll um Lesa meira
Uppgjörið eftir hrunið, landsdómsleiðin og ályktun þingsins
EyjanÞað verður líklega að segjast að uppgjörið eftir hrunið á Íslandi hefur að talsverðu leyti farið í handaskolum. Fjármálastofnanir voru endurreistar í sinni fyrri mynd – skuldabyrðum var velt yfir á almenning og þar eru þær ennþá. Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings – það veikti ferlið svo mikið að varla verður séð að takist að Lesa meira
Tillögur Stjórnlagaráðs eru „crap“
Eyjan„Tillögurnar eru crap“, segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður í viðtali við DV um vinnu Stjórnlagaráðs. Vigdís kveðst vera nýútskrifaður lögfræðingur og segist ekki hafa þolinmæði fyrir svona bulli. Hún segist reyndar bara hafa rúllað í gegnum tillögur ráðsins og ekki lesið greinargerðina með. Svo tekur Vigdís fram að hún fyllist Þórðargleði þegar sérfræðingar koma fyrir stjórnskipunar- Lesa meira
Framtíðarmúsík um flug
EyjanUmræða um flugvöllinn í Vatnsmýri skýtur iðulega upp kollinum – jafnvel þótt málið sé ekkert sérlega aktúelt. Flugvöllurinn er ekki á leiðinni burt á næstunni. Þótt kveðið sé á um brottför hans í skipulagi er ekki farið að gera neinar ráðstafanir til að finna innanlandsfluginu stað annars staðar. En það er ýmsilegt forvitnilegt að koma Lesa meira
Kodak kveður
EyjanÞegar ég var krakki áttu hérumbil allir Kodak-myndavélar. Litlu kassavélarnar – svo keypti maður filmur sem smellpössuðu í, kubbana – það voru flössin sem voru með fjórar hliðar og maður smellti ofan á vélina, af þeim kom ógurlegur blossi – og svo var farið í Bankastrætið til Hans Petersen þar sem filmurnar voru framkallaðar. Það Lesa meira
Þjóð í ólestri
EyjanHópur bókmenntafóks stendur fyrir átaki sem kallast Þjóð í ólestri. Tilgangurinn er að vekja athygli á því að stór hópur ungmenna getur ekki lesið sér til gagns. Það er reyndar alltaf eitthvert hlutfall þjóðar sem tæknilega ólæst eins og það hefur stundum verið kallað, en spurningin er hvort það sé stærra nú en fyrr. Ekki Lesa meira
Hitamál – en stjórnin fellur varla
EyjanDV heldur því fram að Geir Haarde muni ekki sleppa undan landsdómsmálinu í atkvæðagreiðslu í þinginu á föstudag. Það verði tæpt, en Geir muni ekki sleppa. Staðan er reyndar dálítið skrítin, því flokkslínur hafa ekki haldið í þessu máli. Sjálfstæðismenn greiddu á sínum tíma atkvæði gegn öllum ákærum – og það gerði líka hluti Samfylkingarinnar, Lesa meira
Bandarísku kosningarnar og stéttaskiptingin
EyjanNý skýrsla sýnir að aðalspennuvaldurinn í bandarísku samfélagi er ekki kynþáttamisrétti heldur stéttarstaða. Það er jafnvel farið að tala um að Bandaríkin séu á leiðinni að verða post-racial–samfélag þar sem kynþáttur skiptir ekki lengur máli. Í staðinn er það ójöfnuðurinn sem er farinn að setja æ dýpra mark á samfélagið. Hann er meira að segja Lesa meira
Kiljan á Ísafirði
EyjanFyrsta Kilja þessa árs verður í kvöld. Við förum til Ísafjarðar og hittum Sigurð Pétursson sagnfræðing. Sigurður hefur ritað fyrsta bindi sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum og ber það heitið Vindur í seglum. Sigurður leiðir okkur um Ísafjörð á staði sem tengjast þessari sögu. Meðal fólks sem kemur við sögu eru Skúli Thoroddsen, Theódóra Thoroddsen, Hannes Lesa meira
Ögmundur: Glæpsamleg einkavæðing
EyjanÖgmundur Jónasson segir í umtalaðri grein sinni sem birtist í dag að stærsti glæpurinn fyrir hrun hafi verið einkavæðing bankanna og almannaeigna. Ögmundur notar orðið „glæpsamlegt“. En greinina skrifar hann í Morgunblaðið, í blað sjálfs höfuðpaurs einkavæðingarinnar. Rök hans um að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi tekið á sig afskræmda pólitíska mynd eru hins vegar nokkuð Lesa meira
