Einfeldningslegar fullyrðingar um erfðabreytta ræktun
EyjanÞað er rétt hjá Jónasi Kristjánssyni að fáránlegt er að halda því fram eins og einhverri trúarsetningu að erfðabreytt matvæli séu skaðlaus. Þetta eru líka mál sem þarf að skoða í miklu víðara samhengi. Mikil umræða fer fram um erfðabreytta ræktun í heiminum, og meðal þess sem er litið til er vöxtur ofurillgresis sem erfitt Lesa meira
DFD: Úr Vetrarferðinni
EyjanDietrich Fischer-Dieskau sem nú er látinn, 86 ára að aldri, var einn fremsti söngvari tuttugustu aldarinnar. Ferill hans var sérlega glæsilegur. Efnisskrá hans var mjög breið, hann söng Wagner, Verdi, Mozart, Strauss, Bach, Mahler, en lengst verður hans líklega minnst fyrir túlkun sína á söngljóðum og þá sérstaklega lögunum eftir Schubert. Hann trúði á ljóðasöng Lesa meira
Ólafur hittir Vaclav Klaus
EyjanÞað verða að sjálfsagt að einhverju leyti fagnaðarfundir þegar þeir hittast Ólafur Ragnar Grímsson og Vaclav Klaus, forseti Tékklands. Báðir eru þeir gamlir stjórnmálarefir, og eitt eiga þeir sameiginlegt: Þeir eru mjög andsnúnir Evrópusambandinu. Ekki er víst að þeir séu sammála um annað. Klaus telur umhverfisverndarsinna vera arftaka gömlu kommúnistanna – og hann er efasemdamaður Lesa meira
VG færir fórnirnar
EyjanÁrni Páll Árnason sagði á Beinni línu hjá DV að Samfylkingin væri komin of langt til vinstri og drægi of mikið dám af samstarfsflokki sínum. Það er nú samt svo að Samfylkingin fær að halda til streitu umsókn um aðild að Evrópusambandinu sem virðist næsta vonlaus og er nánast að ganga af samstarfsflokknum dauðum. Þannig Lesa meira
365 í smásölurekstur?
EyjanEins og komið hefur fram í fjölmiðlum hyggst Jóhannes Jónsson kaupmaður, sem áður var kenndur við Bónus, opna verslanir undir merkinu Iceland. Viðskiptablaðið spyr í gær hvaðan peningarnir sem til þarf séu komnir, í blaðinu segir: „Fjármagnað með eigin fé Í mars sl. seldi Jóhannes 50% hlut sinn í færeysku verslunarkeðjunni SMS. Jóhannes átti hlutinn Lesa meira
Hrói og fógetinn
EyjanÉg er pínulítið undrandi á því að það skuli vekja athygli nú, árið 2012, þegar ég skrifa að Bónusfeðgar hafi ekki verið einhverjir sérstakir velgjörðarmenn alþýðunnar á Íslandi. Ég hef reyndar skrifað þetta margoft – bent á þá einföldu staðreynd að þróunin sem hér varð svipaði mjög til þess sem gerðist annars staðar á Vesturlöndum Lesa meira
Ísland sem fyrirmynd byltinga gegn fjármálakerfinu
EyjanVíða í útlöndum ganga þær sögur að hér á Íslandi hafi orðið þjóðfélagsbylting og tekist hafi að byggja upp réttlátara samfélag en áður. Hér á þessari víðlesnu Facebook-síðu sem nefnist Repeace er Ísland sett fram sem fyrirmynd um hvernig þjóðir eigi að velta af sér oki fjármálakerfisins. Það er spurt hvers vegna sé fjallað um Lesa meira
Kínversk yfirráð eða vondur arkítektúr
EyjanEinar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið um Huang Nubo og fyrirhuguð umsvif Kínverja hér á landi. Einar hikar ekki að setja þetta í samband við opnun Norður-Íshafsins og hugsanlegar siglingar yfir það. Hann talar um landið sem Nú er þetta reyndar partur af framtíðarplönum margra fyrir Íslandi, að landið verði mikilvægt einmitt Lesa meira
Sveiattan!
EyjanUnglingar, hælisleitendur, sem framvísa fölsuðum skilríkjum fá óskilorðsbundna fangelsisdóma og eru lokaðir inni. Dómarnir eru svipaðir því sem þeir fá sem beita grófu ofbeldi á Íslandi. Refsingar þeirra eru reyndar oft skilorðsbundnar. Í fréttinni segir forstjóri Barnavendarstofu að þetta sé ólíðandi. Í rauninni getur maður ekki sagt annað en sveiattan!
Hægri grænir með hreinan meirihluta
EyjanÞað hefur verið rætt nokkuð um netkannanir að undanförnu – einkum þegar fjölmiðlar eru farnir að slá upp niðurstöðum þeirra eins og alvöru skoðanakönnunum. Þær eru margar netkannanirnar. Hér er til dæmis ein frá Útvarpi Sögu sem sýnir að Hægri grænir fá hreinan meirihluta á þingi í næstu kosningum, hvorki meira né minna en 57 Lesa meira
