Chris Squire og proggið
EyjanÞegar ég var ungur rann upp tími proggrokksins. Þessi tónlistarstefna hefur fengið frekar neikvæða útreið – sérstaklega eftir að pönkið kom til sögunnar – en proggið skýrðist einkum út af því að sumir rokktónlistarmenn voru farnir að ná allnokkru valdi yfir hljóðfærum sínum og fannst kannski lítið varið í að spila alltaf sama taktinn og Lesa meira
Algjörlega óflokkspólitískt mál
EyjanReykjavíkurbréf Morgunblaðsins eru einhver skrítnasta samsuða sem sjá má í íslenskum fjölmiðlum. Líklega myndi ekkert blað í heiminum sem tekur sig alvarlega birta svona ritstjórnarskrif. Í Reykjavíkurbréfi helgarinnar eru Sjálfstæðismenn húðskammaðir vegna flugvallarmálsins – og sagt er að þeir barasta vilji ekki meira fylgi. Sem þá væntanlega væri í boði ef flokkurinn tæki harða afstöðu Lesa meira
Strauss-Kahn um mistökin í Grikklandi – leggur til tveggja ára skuldafrí
EyjanDominique Strauss Kahn hefur ratað í ýmis vandræði í einkalífinu. Þau urðu þess valdandi að hann gat ekki boðið sig fram til forseta í Frakklandi, þótt margir teldu að hann væri hæfastur til þess. Hugsanlega hefði Strauss-Kahn getað staðið uppi í hárinu á Merkel og fjármálaráðherra hennar, Schäuble, og áherslu þeirra á aðhaldsaðgerðir sem hafa Lesa meira
Tsipras boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu – snilld eða rugl?
EyjanMaður kveikir á sjónvarpi hér í Grikklandi og það er stanslaus pólitík á öllum stöðvum. Þjóðin er heltekin af stjórnmálum, enda upplifir hún endalaust drama. En þetta hlýtur að vera mjög lýjandi. Umræðan hér er mun óvægnari en nokkurn tíma á Íslandi. Það er hlægilegt þegar fólk er að líkja ástandinu á Íslandi við það Lesa meira
Skilaboð Rögnunefndarinnar – en allir eru í sömu skotgröfunum
EyjanÞað var náttúrlega ekki von á að skýrsla Rögnunefndarinnar svokallaðar yrði til að lægja öldurnar eitthvað í flugvallarmálinu. Íslendingar una því illa að vera sviptir þrasinu sínu. Allir eru í sömu skotgröfunum, ekkert breytist. Og menn virðast gleyma því, eða ekki vilja vita, að nefndin átti ekki að skoða Keflavík sem valkost. Guðmundur Löve rekstrarhagfræðingur Lesa meira
Össur: Djúsí viðtal
EyjanMargir hafa æst sig fjarskalega mikið yfir viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í DV. Ég er staddur í útlöndum og hef ekki lesið það. Rekur þó minni til að í DV hafi fyrir fáum vikum verið viðtal við Katrínu Jakobsdóttur – hún var líka á forsíðu blaðsins. Össur Skarphéðinsson, sem má eiga að hann fer Lesa meira
Kjósið ekki Gunnar
EyjanÞessi ljósmynd er tekin á Akureyri 1968. Á myndinni má sjá tvo drengi með skilti þar sem stendur Kjósið ekki Gunnar, en á kassabíl þeirra er strengdur borði þar sem er letrað Sameinumst um Kristján Eldjárn. Þetta var í forsetakosningum og mikill hiti í fólki. Ég var 8 ára og man að börnum var líka Lesa meira
Hvort er betra?
EyjanUmræðan um skrifstofubyggingu Alþingis sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill reisa eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar er að verða svolítið áhugaverð. Sumir segja að forsætisráðherra megi alls ekki skipta sér með þessum hætti af skipulagi. Í forsætisráðuneytinu er reyndar starfandi síðan í fyrra sérstök skrifstofa menningararfs. Andri Snær Magnason skrifar mjög harðorða grein og sakar Sigmund Davíð Lesa meira
Örlagastund fyrir Grikkland, Evrópu og Merkel
Eyjan1947 var borgarastríð í Grikklandi – þetta var í upphafi kalda stríðsins og sveitir kommúnista reyndu að ná völdum. Harry Truman Bandaríkjaforseti lýsti þá yfir að þessu þyrfti að afstýra – milljónum dollara var veitt til að halda Grikklandi í herbúðum Vesturlanda. Í ræðu af þessu tilefni sagði Truman að ef Grikkland fengi ekki aðstoð Lesa meira
Bilun
EyjanÞetta myndband gengur manna á meðal – frá eldhúsinu í musteri spillingarinnar, Orkuveituhúsinu við Bæjarháls. Maður spyr einfaldlega – hvaða bilun var þarna í gangi? Myndbandið má sjá með því að smella hér. Þetta tekur algjörlega út fyrir allan þjófabálk.
