fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Fréttir
Fyrir 6 dögum

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur komist að þeirri niðurstöðu að ónefndur maður eigi rétt á afsökunarbeiðni og jafnvel bótum eftir að hann var handtekinn á heimili sínu í Hafnafirði í aðgerðum á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem sá um handtökuna. Upp úr krafsinu kom að maðurinn var ekki skráður Lesa meira

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Fréttir
Fyrir 1 viku

Í apríl síðastliðnum kom upp atvik sem fólst í því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór íbúðavillt en það endaði með því að sérsveit ríkislögreglustjóra var send inn í íbúðina. Fór sveitin inn í íbúðina með skjöld og piparúða og skipaði húsráðanda að leggjast í gólfið. Segir nefnd um eftirlit með lögreglu að húsráðandi eigi inni Lesa meira

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Fréttir
Fyrir 1 viku

Nefnd um eftirlit með lögreglu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að vísbendingar væru uppi um ámælisverða hegðun lögreglumanns í Vestmannaeyjum í starfi. Var lögreglumaðurinn á vakt þegar hann hafði afskipti af ágreiningi fyrrverandi kærustupars um yfirráð yfir bifreið. Vísar nefndin til þess að ákveðin tengsl eru til staðar á milli lögreglumannsins og umrædds kærasta og Lesa meira

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting

Fréttir
Fyrir 1 viku

Meðal ákvarðana nefndar um eftirlit með lögreglu sem birtar voru nýlega er mál sem snýr að kvörtun sem snýr að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Snerist kvörtunin um húsleit án heimildar og óhóflega valdbeitingu. Héraðssaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að það væri rétt hjá þeim sem kvartaði að lögreglan hefði leitað á heimili viðkomandi án heimildar og Lesa meira

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Nefnd um eftirlit með lögreglu beinir þeim tilmælum til lögregluembætta landsins að færa ekki lögreglumenn sem séu til skoðunar hjá nefndinni vegna hugsanlegra brota í starfi, á milli embætta. Tiltekur nefndin tvö tilvik þar sem þetta var gert og eitt þar sem viðkomandi var ráðinn tímabundið, ráðningin ekki endurnýjuð en síðar var viðkomandi ráðinn aftur. Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Mál sem varðaði meint heimilisofbeldi fyrndist á meðan það var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Kvartað var yfir framgöngu embættisins í málinu til nefndar um eftirlit um lögreglu árið 2022 en svör lögreglunnar á Norðurlandi eystra bárust ekki til nefndarinnar fyrr en þremur árum síðar. Embættið neitaði að upplýsa nefndina um ástæður þess Lesa meira

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir lögregluna hafa neitað að afhenda sér gögn

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir lögregluna hafa neitað að afhenda sér gögn

Fréttir
06.03.2024

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur farið þess á leit við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að fyrirliggjandi frumvarpi til lögreglulaga verði breytt til að tryggja að lögreglan afhendi nefndinni umbeðin gögn vegna mála sem hún hefur til meðferðar. Nefndin segir að borið hafi á því að lögreglan, að skipan ríkissaksóknara, neiti að afhenda henni gögn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af