Bleikt bíó: Happdrætti – varst þú dregin út?
Fimmtudaginn 28. september síðastliðinn bauð Bleikt konum í bíó í samstarfi við Sambíóin. Konur á öllum aldri fylltu salinn í Kringlubíói (og örfáir karlar læddu sér með) og skemmtu sér yfir nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Konum bauðst að setja nafn sitt í lukkupott og við erum búnar að sækja vinningana, draga vinningshafa og Lesa meira
Myndband: Stiklan fyrir áttundu Star Wars er komin
Áttunda Star Wars myndin, Star Wars: The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 15. desember næstkomandi. Ný stikla var frumsýnd í gær og einnig nýtt plakat. Það er ljóst að það er mikið að hlakka til fyrir aðdáendur Star Wars.
Julia Roberts leikur allar myndir sínar á 10 mínútum
Ert þú aðdáandi Juliu Roberts? Ef svo er hefur þig langað til að taka maraþon og horfa á allar myndir hennar, en ekki fundið tíma? Núna er tækifærið. Roberts mætti í vikunni í þátt James Corden, The Late Late Show, og á níu og hálfri mínútu leikur hún atriði úr sínum vinsælustu myndum. Það voru Lesa meira
Liam Neeson er hættur að leika hasarhetjur
Næsta mynd Liam Neeson, The Commuter, kemur í kvikmyndahús í byrjun árs 2018. Myndin er samkvæmt heimildum hasarmynd í B-klassa. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem við sjáum Neeson nota sérstaka hæfileika sína til að leika miðaldra mann sem þarf að berja mann og annan til að bjarga fjölskyldu sinni, því Neeson hefur gefið Lesa meira
Allt önnur Ella færð á svið í Mosfellsbæ
Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp metnaðarfulla sýningu, Allt önnur Ella, í samstarfi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Frumsýning var í gærkvöldi og upplifun gesta er á þann veg að þeir koma inn á jazzbúllu í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft umlykur þar gesti. Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð Lesa meira
Stundin okkar hefst í dag – krakkar um land allt í forgrunni
Stundin okkar byrjar á ný í dag kl. 18. Undirbúningur fyrir þáttaröðina byrjaði snemma í sumar þegar um 500 krakkar komu í opnar prufur í Útvarpshúsið og létu ljós sitt skína. Síðasta vetur komu mörg hundruð krakkar fram í fjölbreyttum innslögum. Þau tóku meðal annars þátt í skrítnum íþróttagreinum, stórhættulegu spurningakeppninni, skapandi þrautum, fræddu áhorfendur Lesa meira
Stefán er konungur sálartónlistarinnar á Íslandi
Konungurinn í sálartónlistinni á Íslandi, Stefán Hilmarsson, mun stíga á stokk með hljómsveitinni Gullkistunni á Kringlukránni í kvöld. Stefán og félagar munu fara í ferðalag aftur til gullaldar bandarískrar dægurtónlistar. Sígildar perlur svartrar sálartónlistar glitra í meðförum Stefáns.
Bleikt bauð í bíó – Húsfyllir og stemning í Kringlubíó
Bleikt í samstarfi við Sambíóin bauð í konubíó í Kringlubíói í gærkvöldi. Um 270 konur, ásamt örfáum karlmönnum sem læddu sér með, mættu og sáu nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Kvikmyndin Home Again er komin í sýningu í Sambíóunum. Allar konurnar sem mættu á sýninguna gátu skráð nafn sitt í happdrætti sem Bleikt mun draga út Lesa meira
Hann auglýsir tannlæknaþjónustu með því að leika í Star Wars
Einstaklingar með eigin fyrirtæki koma þeim á framfæri á mismunandi hátt við væntanlega viðskiptavini. Sumir kaupa prentauglýsingar, aðrir vefauglýsingar, sumir kynningar. En hann Steve Abernathy sem á tannlæknastofu í Jonesboro, Arkansas í Bandaríkjunum gerði eitthvað alveg nýtt. Hann klippti sjálfan sig inn í Star Wars. Í auglýsingunni útskýrir hann aðferðina við að nota laser við Lesa meira
Bleikt bíó byrjar kl. 20
Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar.