Stefán er konungur sálartónlistarinnar á Íslandi
Konungurinn í sálartónlistinni á Íslandi, Stefán Hilmarsson, mun stíga á stokk með hljómsveitinni Gullkistunni á Kringlukránni í kvöld. Stefán og félagar munu fara í ferðalag aftur til gullaldar bandarískrar dægurtónlistar. Sígildar perlur svartrar sálartónlistar glitra í meðförum Stefáns.
Bleikt bauð í bíó – Húsfyllir og stemning í Kringlubíó
Bleikt í samstarfi við Sambíóin bauð í konubíó í Kringlubíói í gærkvöldi. Um 270 konur, ásamt örfáum karlmönnum sem læddu sér með, mættu og sáu nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Kvikmyndin Home Again er komin í sýningu í Sambíóunum. Allar konurnar sem mættu á sýninguna gátu skráð nafn sitt í happdrætti sem Bleikt mun draga út Lesa meira
Hann auglýsir tannlæknaþjónustu með því að leika í Star Wars
Einstaklingar með eigin fyrirtæki koma þeim á framfæri á mismunandi hátt við væntanlega viðskiptavini. Sumir kaupa prentauglýsingar, aðrir vefauglýsingar, sumir kynningar. En hann Steve Abernathy sem á tannlæknastofu í Jonesboro, Arkansas í Bandaríkjunum gerði eitthvað alveg nýtt. Hann klippti sjálfan sig inn í Star Wars. Í auglýsingunni útskýrir hann aðferðina við að nota laser við Lesa meira
Bleikt bíó byrjar kl. 20
Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar.
Kíkt á myndlistarsýningu Ellýjar á Akranesi
Elínborg Halldórsdóttir, Ellý í Q4U, er með sýningu á Akranesi, en hún hyggst selja allt og flytja til Slóvakíu, eins og fram kom í viðtali á DV. Ljósmyndari Bleikt kíkti á opnun sýningar Ellýjar síðastliðinn föstudag og smellti af nokkrum myndum. Sýningin verður opin út vikuna.
Stiklan fyrir Pitch Perfect 3 er komin
Stiklan sýnir að Bellurnar hafa engu gleymt, þó að lítið hafi verið gefið upp enn þá um handrit myndarinnar. Flestar Bellurnar útskrifuðust í mynd tvö, þannig að þær geta ekki keppt sem hefðbundnar Bellur. Þær ákveða því að leggja land undir fót og fljúga til Evrópu þar sem þær hyggjast koma fram á tónleikum til Lesa meira
Bleikt býður í bíó – Home Again í Kringlubíói
Home Again segir frá Alice Kinney (Reese Witherspoon), sem skilur við eiginmann sinn í New York og flytur ásamt dætrum sínum aftur á æskuslóðirnar í Los Angeles, endurnýjar kynnin við gamla vinkonuhópinn og móður sína og fer að byggja upp nýtt líf fyrir sig og dætur sínar. Að áeggjan móður sinnar (Candice Bergen) leyfir hún Lesa meira
Tamar semur mögnuð ljóð
Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. [ref]http://www.dv.is/folk/2017/9/23/tha-leggur-hann-alltaf-hana-hendur/[/ref]
Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag
Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Lesa meira
Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga
Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar Lesa meira