fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026

Kærunefnd útlendingamála

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að kærunefnd útlendingamála hafi ekki farið að lögum við frávísun á kæru hælisleitanda frá Venesúela, sem er kona. Konunni hafði verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi og vísað úr landi. Hún vildi nýta sér rétt sinn til að kæra þá niðurstöðu til kærunefndar útlendingamála. Talsmaður hennar sinnti Lesa meira

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fréttir
Fyrir 4 vikum

Konu frá Nígeríu hefur verið synjað um dvalarleyfi á Íslandi sem námsmaður. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest synjun Útlendingastofnunar, þessa efnis. Var meginástæðan háar millifærslur út af og inn á bankareikning konunnar en þær skýringar hennar að hún hefði verið að lána bróður sínum peninga voru ekki teknar trúanlegar. Útlendingastofnun synjaði umsókn konunnar í september á Lesa meira

Tóku útlending sem lögreglan neitaði um inngöngu í landið trúanlegan

Tóku útlending sem lögreglan neitaði um inngöngu í landið trúanlegan

Fréttir
04.12.2025

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa ónefndum útlendingi frá landinu. Hafði maðurinn verið stöðvaður í Leifsstöð við komuna til landsins en loks vísað þaðan úr landi þegar lögreglan tók skýringar hans á tilhögun og tilgangi ferðar hans til landsins ekki trúanlegar. Nefndin var hins vegar ekki sammála því Lesa meira

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

Fréttir
04.11.2025

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um frávísun albansks karlmanns frá Íslandi. Sagðist maðurinn meðal annars vera kominn til Íslands í þeim tilgangi að skoða kirkjur landsins en hverjar þeirra hann vildi skoða gat hann engu svarað um ogvildi að öðru leyti litlar upplýsingar veita um fyrirhugaðar dvöl sína á landinu. Maðurinn kom Lesa meira

Víetnami fær ekki stöðu þolanda mansals – Blekktur og látinn vinna launalaust

Víetnami fær ekki stöðu þolanda mansals – Blekktur og látinn vinna launalaust

Fréttir
27.09.2025

Ónefndur einstaklingur frá Víetnam, sem ekki kemur fram af hvaða kyni er, fær ekki dvalarleyfi hér á landi sem þolandi mansals en kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þessa niðurstöðu Útlendingastofnunar. Víetnaminn vann í heilsulind og segist hafa verið blekktur til að koma hingað til lands. Segist hann einnig hafa unnið launalaust megnið af þeim tíma sem Lesa meira

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Fréttir
11.09.2025

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa bandarískri konu úr landi á landamærunum í Leifsstöð, með endurkomubanni í tvö ár. Var við upphaf málsins ekki farið að ákvæðum laga um að kynna bæri konunni um rétt hennar. Lögreglan hafði afskipti af konunni, sem er ekki með dvalarleyfi á Íslandi, Lesa meira

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Fréttir
09.09.2025

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest brottvísun litháísks ríkisborgara úr landi. Maðurinn hefur hlotið refsidóma fyrir fjölda afbrota og ítrekað komist í kast við lögin meðan hann hefur dvalið á landinu. Atvinnuþátttaka hans hefur einnig verið takmörkuð en maðurinn var í vinnu í nokkra mánuði eftir að hann kom fyrst til landsins en hefur reitt sig á Lesa meira

Úlfar mátti neita einhverfum manni um inngöngu í landið

Úlfar mátti neita einhverfum manni um inngöngu í landið

Fréttir
27.05.2025

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun sem tekin var af lögreglustjóranum á Suðurnesjum í janúar síðastliðnum. Þáverandi lögreglustjóri var Úlfar Lúðvíksson en hann tók þá ákvörðun að vísa albönskum manni, sem er einhverfur, frá landinu daginn eftir komu hans en maðurinn fékk aldrei leyfi til að yfirgefa flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Lesa meira

Kínverji fékk ekki að koma til Íslands – Sagði endurfundi fyrirhugaða

Kínverji fékk ekki að koma til Íslands – Sagði endurfundi fyrirhugaða

Fréttir
24.09.2024

Kínverskum ríkisborgara var synjað af Útlendingastofnun um vegabréfsáritun til Íslands á þeim grunndvelli að viðkomandi hefði ekki fært nægileg rök fyrir tilgangi ferðarinnar. Um er að ræða karlmann sem sætti sig ekki við synjunina og kærði hana til kærunefndar útlendingamála. Sagðist maðurinn hafa ætlað sér að hitta konu sína, sem býr í Bandaríkjunum, á ný Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af