Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
EyjanEftir því sem nær dregur kosningum og Samfylkingin á samtöl við fleiri og fleiri kjósendur um þau plön og breytingar sem hún vill ráðast í mun flokkurinn uppskera. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og oddviti í Reykjavík suður, telur ekki að flokkurinn muni skaðast á uppákomunni sem varð vegna skilaboða Kristrúnar Frostadóttur til kjósanda Samfylkingarinnar Lesa meira
Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
EyjanSamfylkingin vill herða reglur um AirBnB og liðka fyrir því að hægt sé að breyta atvinnuhúsnæði, t.d. skrifstofuhúsnæði sem stendur autt, í íbúðarhúsnæði. Einnig vill Samfylkingin breyta skipulagslögum til að liðka fyrir uppbyggingu einingahúsnæðis, færanlegra eininga. Þetta kemur fram í tillögum að bráðaaðgerðum í húsnæðismálum sem kynntar voru í dag. Flokkurinn býður Kristrúnu Frostadóttur fram Lesa meira
Jóhann Páll gagnrýnir niðurskurð til blindra og heyrnarskertra – „Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að eyðileggja mikið áður en hún hrökklast frá?“
EyjanJóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, harmar niðurskurð á þjónustu við blinda og heyrnarskerta í fjárlögum. Spyr hann hvað ríkisstjórnin ætli sér að valda mikilli eyðileggingu áður en hún hrökklist frá. „Ég fjallaði hér í gær um fórnarkostnaðinn af því að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi, fórnarkostnaðinn fyrir fólkið í landinu af því að sitja uppi með ríkisstjórnina Lesa meira
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Ríkisstjórn bregst vinnandi fólki
EyjanHaft er eftir dómsmálaráðherra í fréttum RÚV að ekki sé hægt að bregðast við misneytingu og vinnumansali á íslenskum vinnumarkaði „nema atvinnurekendur láti líka í sér heyra“ og „sendi skýr skilaboð“. Ég held að langflestir atvinnurekendur á Íslandi hafi andstyggð á vinnumansali og misnotkun á launafólki og líti á heilbrigðan vinnumarkað sem hagsmunamál fyrir sig og sinn Lesa meira
Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
EyjanÍ umræðum um störf þingsins í dag gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa ekki gengið í að breyta úreltu regluverki um innheimtu smálána. Sagði hann Ísland vera kjörlendi fyrir smálánafyrirtæki sem gerði „hákarlafyrirtækjum“ kleift að notfæra sér neyð fólks og græða á þeirri stöðu að fleiri og fleiri heimili hafi Lesa meira
Segir stjórnleysi ríkja við umsýslu eigna íslenska ríkisins
EyjanJóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar ritar grein, sem birt er á Vísi, þar sem hann segir atburðarásina í kringum kaup Landsbankans á TM eitt dæmið enn um að stjórnleysi og samskiptaleysi ríki við umsýslu eigna ríkisins. Jóhann segir ljóst að lengi hafi legið fyrir að í þessi kaup stefndi: „Legið hefur fyrir í átta mánuði Lesa meira
Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum
EyjanÍ umræðum um störf þingsins á þingfundi í gær gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir að hafa með öllu brugðist í útlendingamálum og bíta svo höfuðið af skömminni með því að kenna Samfylkingunni um sitt eigið klúður. Benti hann á að það hefðu verið sjálfstæðismenn sem sent hefðu skilaboð úr dómsmálaráðuneytinu til Lesa meira
Þingmaður Samfylkingar hjólar í Áslaugu Örnu – er þetta skýringin á litlu fylgi Sjálfstæðisflokksins?
EyjanÞingmaður Samfylkingarinnar veltir fyrir sér í aðsendri grein hér á Eyjunni hvort viðhorf gagnvart opinberum starfsmönnum, sem birtist í grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kunni að vera skýringin á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins skrapar botninn nú um mundir. Í grein sinni birtir Áslaug Arna tilvitnun í Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um hið opinbera: Lesa meira
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Að flækja líf eða bæta
Eyjan„The nine most terrifying words in the English language are: I’m from the Government, and I’m here to help.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og forystukona í Sjálfstæðisflokknum gerir þessi orð Ronalds Reagans að sínum í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið. Ráðherra fullyrðir jafnframt að afskipti hins opinbera verði „oftar til þess Lesa meira
Jóhann Páll gefur lítið fyrir skoðun Óla Björns: Segir Sjálfstæðisflokkinn vilja óbreytt ástand í heilbrigðismálum
EyjanÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýkynnta stefnu Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum harkalega í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir þjóðarmarkmiðin fimm, sem eru sett fram í nýjum bæklingi Samfylkingarinnar, vera almenns eðlis og svo sjálfsögð að draga verði í efa að það finnist Íslendingur sem setur sig upp á móti þeim. Hann Lesa meira
