Þurrkar á Ítalíu ógna tómata- og hrísgrjónarækt og ólífuolíuframleiðslu
PressanMiklir þurrkar hafa herjað á norðurhluta Ítalíu undanfarna mánuði og hafa íbúar á svæðinu ekki glímt við svona slæma þurrka í 70 ár. Reiknað er með að þurrkarnir muni hafa mjög alvarleg áhrif á landbúnað á svæðinu og að verð á ýmsum landbúnaðarafurðum þaðan muni hækka um allt að 50%. The Guardian segir að þurrkarnir hafi mikil Lesa meira
„Ég hélt að pitsan hefði laðað það að“
PressanSíðasta föstudag fór Rossana Padoan Falcone, 57 ára ítölsk kona, á ströndinni í Sturla í Genúa á Ítalíu til að slaka á eftir vinnu. Þar lenti hún í heldur óvenjulegri og óþægilegri lífsreynslu. „Ég sat á handklæðinu mínu á ströndinni. Ég naut andvarans þegar villisvín kom nálægt mér: Ég var alveg kyrr, manni er ráðlagt að vera það, en síðan Lesa meira
Ítalir skylda alla 50 ára og eldri í bólusetningu
PressanFrá 15. febrúar verður öllum Ítölum, 50 ára og eldri, gert skylt að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Með þessu eru stjórnvöld að herða tökin í baráttunni við veiruna. Í tilkynningu frá Mario Draghi, forsætisráðherra, kemur fram að ríkisstjórnin vilji halda aftur af útbreiðslu veirunnar og hvetji óbólusetta til að láta bólusetja sig. Nú þegar er heilbrigðisstarfsfólki, Lesa meira
Andstæðingur bólusetninga stærði sig af að vera „drepsóttar dreifari“ – Nú hefur COVID-19 lagt hann að velli
PressanÍ rúmlega 10 ára var Maruizio Buratti nánast fastur viðmælandi þáttastjórnanda á ítölsku Zanzaraútvarpsstöðinni. Hann var einarður andstæðingur bólusetninga og stærði sig af að hafa farið grímulaus í stórmarkaði þegar hann var með 38 stiga hita. Buratti átti sér marga aðdáendur og má segja að ákveðinn „söfnuður“ hafi myndast í kringum hann í tengslum við reglulegar innhringingar hans í vinsælan Lesa meira
Fundu steingervinga 11 risaeðla á Ítalíu
PressanSteingervingafræðingar hafa fundið steingervinga 11 risaeðla á Ítalíu, eiginlega hjörð risaeðla. Einn af steingervingunum er stærsta beinagrind risaeðlu sem nokkru sinni hefur fundist á Ítalíu. Steingervingar risaeðla hafa fundist á Ítalíu síðustu áratugi en nú hafa steingervingafræðingar fundið leifar 11 risaeðla í Villaggio del Pescatore sem er gömul kalknáma nærri Trieste. Steingervingarnir eru af risaeðlum af tegundinni Tethyshadros insularis sem Lesa meira
Reikna með að landsmönnum muni fækka um 20%
PressanÁ næstu 50 árum er reiknað með að Ítölum muni fækka um 20%. Þetta sýna tölur frá ítölsku hagstofunni, Istatfra. Reiknað er með að landsmönnum muni fækka úr 59,6 milljónum í 47,6 milljónir. Aftonbladet skýrir frá þessu. Ítalía er meðal þeirra ríkja ESB þar sem fæðingartíðnin er lægst. Það er einmitt þessi lága fæðingartíðni sem mun væntanlega Lesa meira
Ítalir þrengja að óbólusettum – Fá ekki lengur að fara á veitingahús og íþróttaviðburði
PressanHringurinn þrengist um óbólusetta á Ítalíu. Nú hefur ríkisstjórnin ákveði að frá og með 6. desember megi óbólusettir ekki fara á veitingastaði, í kvikmyndahús eða á íþróttaviðburði. Fram að þessu hafa óbólusettir getað fengið aðgang með því að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku. Að auki verður öllum lögreglu- og hermönnum nú gert skylt að láta Lesa meira
Smitaðist viljandi af kórónuveirunni – Það var heimskulegt
PressanÞau áttu að kyssast, faðmast og drekka úr sömu glösunum. Allt þetta átti að hjálpa fólki við að smitast af kórónuveirunni. Um „kórónupartí“ var að ræða og var það haldið á norðurhluta Ítalíu. Þátttakendur lögðu allt að veði til að smitast af veirunni til að geta fengið hið fræga kórónuvegabréf án þess að láta bólusetja Lesa meira
Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu
PressanÞetta var eiginlega bara æfing hjá hundadeild ítölsku lögreglunnar. Verið var að æfa leitarhunda í hlíðum sikileyska eldfjallsins Etnu. Hundarnir römbuðu þar á lítinn helli og inni í honum fundu þeir líkamsleifar. Þetta gerðist í september en lítið hefur verið fjallað um málið fram að þessu. Í framhaldi af þessum fundi hundanna var hafist handa Lesa meira
Hringurinn þrengist að ítölskum mafíuleiðtogum
PressanAukið lögreglusamtarf þvert á landamæri og rafræn fótspor gera að verkum að ítalskir mafíuleiðtogar eiga sífellt erfiðara með að leynast. Þetta segir Federico Varese, prófessor í afbrotafræði við Oxfordháskóla. Hann segir að flestir þeirra ítölsku mafíuleiðtoga sem mest hefur verið leitað séu nú í haldi yfirvalda. Rocco Morabito, þekktur sem „kókaínkóngurinn frá Mílanó“, Domenico Paviglianiti, þekktur sem „stjóri stjóranna“ og Raffaele Imperiale, listaverkahneigði fíkniefnabaróninn, hafa Lesa meira
