Duterte íhugar að slíta stjórnmálatengslin við Ísland: „Ekki fara til Filippseyja, það er ekki óhætt“
EyjanForseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, er nú sagður íhuga alvarlega að slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktun Íslands á þingi mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna, hvar kallað var eftir óháðri rannsókn á stöðu mannréttindamála í landinu. Var tillagan samþykkt, en í yfirlýsingu talsmanns Duterte í gær kemur fram að forsetinn hyggist skoða fyrir alvöru að slíta Lesa meira
Hringvegurinn fær samkeppni frá Hringvegi 2: „Svæði sem við teljum að eigi mikið inni“
EyjanÍ dag skrifaði Vestfjarðastofa og Vesturlandsstofa undir samstarfssamning sem snýr að þróun ferðamannaleiðarinnar Hringvegs 2. Um er að ræða ferðamannaleið sem er um 850 km löng og liggur um sjö sveitarfélög á Vestfjörðum og Dalabyggð á Vesturlandi. Lagt er upp með að ferðaleiðin Hringvegur 2 verði aðdráttarafl fyrir svæðið allt árið, en það verður raunhæfur Lesa meira
Guðlaugur Þór býðst til að sinna flugeftirliti fyrir NATO í Kósovó: „Til að bæta stöðugleika og lífsskilyrði á þessu svæði“
EyjanAfvopnunarmál, staða og horfur í Afganistan og framlög aðildarríkja til varnarmála voru helstu umræðuefnin á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Brussel í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sat fundinn af hálfu Íslands en hann sótti jafnframt fund varnarmálaráðherra Norðurhópsins svonefnda þar sem viðbrögð við upplýsingaóreiðu voru ofarlega á baugi. Tveggja daga varnarmálaráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hófst Lesa meira
Ísland er dýrasta landið í Evrópu – enn og aftur
EyjanSamkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Noregs er Ísland dýrasta land Evrópu. Norskir miðlar greina frá þessu í dag og Morgunblaðið bendir á. Mælist verðlag hér á landi 64% hærra en meðaltal ríkja Evrópu árið 2018. Sviss var í öðru sæti, 59% hærra en meðaltalið og Noregur í þriðja sæti, 55% yfir meðaltalinu. Ef aðeins er horft Lesa meira
Íslensk stjórnvöld íhuga risastóra peningagjöf frá Kína – Marshallaðstoðin bliknar í samanburði
EyjanJin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir íslensk stjórnvöld jákvæð fyrir því að þiggja gríðarlega fjármuni frá Kína í verkefni sem nefnist „Belti og braut“ og er um tíu sinnum stærra að umfangi en Marshall-aðstoðin á sínum tíma eftir seinni heimstyrjöldina. Þetta kom fram í þættinum Ísland og umheimur á Hringbraut um helgina. „Belti og Lesa meira
Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu
EyjanÍsland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Rovaniemi í Finnlandi og tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum. Ráðherrafundurinn markaði lok tveggja ára formennsku Finnlands í ráðinu. Á fundinum var farið yfir starf Norðurskautsráðsins undanfarin tvö ár og lagður grunnur Lesa meira
Aðeins Ísland er friðsælla en Nýja-Sjáland
PressanÁ undanförnum 50 árum hafa 20 hryðjuverkaárásir verið gerðar á Nýja-Sjálandi. En Nýsjálendingar upplifðu á föstudaginn mannskæðasta hryðjuverk sögunnar þar í landi þegar ástralskur hægriöfgasinni myrti 50 manns í tveimur moskum í Christchurch. Landið hefur hingað til verið talið eitt öruggasta og friðsælasta land í heimi, aðeins Ísland er talið friðsælla og öruggara. Sky skýrir Lesa meira
NASA birtir mynd af dularfullum norðurljósum á Íslandi
PressanBandaríska geimferðastofnunin NASA birti í gær mynd af dularfullum norðurljósum yfir Íslandi. Myndin var tekin fyrr í mánuðinum af Jingyi Zhang og Wang Zheng. Norðurljósin hafa tekið á sig mynd „dreka“ og virðist höfuðið hefjast upp til skýjanna. Norðurljósin myndast þegar hraðfleygar rafmagnaðar agnir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðarinnar, yfirleitt Lesa meira
Óvenjulegt myndband af Strokki slær í gegn – Sjáðu myndbandið!
FókusGoshverinn Strokkur er að slá í gegn á YouTube eftir að menn sem kalla sig „The Slow Mo Guys“ birtu upptöku af honum gjósa en upptakan er sýnd hægt, eða í slow-motion. Myndbandið er fyrsti þátturinn í myndbandaröðinni Planet Slow Mo og var frumsýnt á YouTube í gær. Í myndbandinu segjast þáttastjórnendur ætla að ferðast um Lesa meira
Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
FréttirÞórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela, segist sannfærður um að 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu og fleiri ferðamenn muni koma til landsins en nokkru sinni áður. Hann segir að hrakspár um samdrátt í ferðaþjónustu hafi ekki ræst, þvert á móti líti árið vel út. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er Lesa meira
