Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þusar um Þorgerði: „Vinstriflokkurinn Viðreisn“
EyjanÍ leiðara Morgunblaðsins í dag, sem hefur yfirskriftina „Vinstriflokkurinn Viðreisn“ notar höfundur megnið af dálksentimetrum sínum til að agnúast út í Viðreisn, sem hann segir hafa kynnt sig til sögunnar sem frjálslyndan flokk, en hafi aðeins snúist um eitt málefni, inngöngu í ESB. Síðan hafi komið í ljós að flokkurinn er í raun aðeins hefðbundinn vinstriflokkur, Lesa meira
Hæfnisnefnd gefur settum dómsmálaráðherra langt nef – Sigríður vanhæf í málinu
EyjanDómnefnd sem meta á hæfni umsækjenda um embætti átta héraðsdómara, hefur svarað bréfi setts dómsmálaráðherra, Guðlaugs Þórs Þórssonar, þar sem nefndin segist ekki lúta boðvaldi ráðherra, heldur sé hún sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega: „skiptu þér ekki af okkur, þú ræður ekki yfir okkur.“ Í bréfi dómsmálaráðherra til nefndarinnar voru Lesa meira
Edda hrakin út af eigin heimili: „Ónotalegt að þurfa að rifja upp sannindin: „meitt fólk, meiðir fólk“.
FókusSorg og gleði – Trúa á ástina – Perrar – Barneignir – Ást á ónýtu kerfi – Verður amma – Óvirðing við hinn látna – Erfitt að ná ekki að kveðja vinkonu
Styrmir: „Óskastaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þrífast á sundurlyndi vinstri manna“
EyjanStyrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segir í pistli á heimasíðu sinni að samstarf Sjálfstæðisflokksins við VG muni hafa þau áhrif að Sjálfstæðisflokkurinn færist nær miðju, „þangað sem hann sjálfviljugur hefur ekki viljað leita.” Hann segir það þó geta eflt flokkinn, án þess að skýra það nánar. Styrmir hefur verið talsmaður þess að færa Sjálfstæðisflokkinn frá Lesa meira
Vísindagarðar HÍ þróa randbyggð við Hringbraut
EyjanDagur B.Eggertsson borgarstjóri og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða hafa skrifað undir samning um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut. Borgarráð hefur samþykkt samninginn. Lóðirnar sem um ræðir eru fyrir neðan svæðið þar sem nýi Landspítalinn mun rísa á næstu árum. Mikilvægt er að lóðirnar, sem eru nátengdar Landspítalanum, verði nýttar Lesa meira
Ný skattalög tóku gildi um áramót – Sjáðu tölfræðina !
EyjanÝmsar skattabreytingar tóku gildi um áramótin, bæði hjá fyrirtækjum og heimilum, samkvæmt vef stjórnarráðsins: Breytingar verða á tekjuskatti einstaklinga í ársbyrjun 2018 vegna verðlagsuppfærslu persónuafsláttar og þrepamarka. Persónuafslátturinn hækkar um 1,9% og þrepamörkin um 7,1%. Skattþrepin verða áfram tvö og skatthlutföllin óbreytt. Miðað við fyrirliggjandi ákvarðanir sveitarstjórna munu aðeins tvö sveitarfélög breyta Lesa meira
Allir ráðherrar Íslands eru á Facebook og Twitter – Katrín með flesta fylgjendur
EyjanSamkvæmt hávísindalegri mælingu tölfræðideildar Eyjunnar, eru allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar með annaðhvort Facebook síðu, eða Twitter reikning. Af Twitter-notendum ríkisstjórnarinnar er þó einn sem aðeins virðist hafa stofnað reikning, en aldrei notað hann, en það er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Reikningur hans var stofnaður í desember og því ekki nema von Lesa meira
Það besta og versta í samfélaginu: „Fólkið sem lætur hæst um eigið ágæti er ekkert sérstaklega vandað fólk“
FókusÁlitsgjafar DV segja frá því sem stóð upp úr á árinu 2017 að þeirra mati
Fæðingarorlofsgreiðslur hækka um 20.000 krónur
EyjanHámark greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra í fæðingarorlofi hefur verið hækkað sem nemur 20.000 kr. á mánuði. Kveðið er á um hækkanir fæðingarorlofsgreiðslna og fæðingarstyrks í reglugerð félags- og jafnréttismálaráðherra sem tók gildi 1. janúar sl. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir þetta fyrsta skrefið í áformum stjórnvalda um aukinn stuðning við barnafjölskyldur með Lesa meira
Páll Hreinsson tekur við embætti forseta EFTA dómstólsins
EyjanPáll Hreinsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, sem var skipaður forseti EFTA dómstólsins þann 14. nóvember, hóf störf sem slíkur þann 1. janúar síðastliðinn. Nær kjörtímabil hans til ársloka 2020. Páll var skipaður dómari við EFTA dómstólinn árið 2011, en helsta markmið dómstólsins er að leysa úr ágreiningsmálum um framkvæmd EES-samningsins. Stjórnvöld EFTA ríkja sem aðild eiga að Lesa meira
