Borgar Þór aðstoðar Guðlaug Þór
EyjanBorgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórssonar utanríkisráðherra og hefur hann störf í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Borgar Þór hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2004, nú síðast hjá CATO lögmenn þar sem hann hefur verið einn af eigendum frá 2014. Hann var eigandi á lögmannsstofunni OPUS Lesa meira
Forsætisráðherra er tilbúinn í slaginn: „Við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð“
EyjanBjarni Benediktsson forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að starfa með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrsta verkefni þingsins, sem kemur saman 24. janúar næstkomandi, verði að koma saman fjármálastefnu næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum ársins 2018. Þessi þingmál munu varpa ljósi á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar sem Lesa meira
Sjálfskaðandi hegðun íslenskra sósíaldemókrata
EyjanVíða á netinu eru vinstri menn að velta fyrir sér hversvegna tókst ekki að mynda vinstri stjórn. Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, kom fram og sagði Björn Val Gíslason, varaformann Vg, bera sök á því og visir.is greindi frá í gær. Þekkt er þegar Þór Saari sagði það Vg að kenna. Stefán Pálsson, Vg maður, kemur Lesa meira
Froðukenndur stjórnarsáttmáli
Eyjan„Stjórnarandstæðingar segja nýbirtan stjórnarsáttmála fremur froðukenndan og lítið hald að finna. Sáttmálinn er margorður og segir oftast fátt rétt eins og Dagur B. Eggertsson hefði gert uppkastið og lesið próförk,“ skrifar leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag. Höfundur fer háðuglegum orðum um flest það sem rætt er í stjórnarsáttmálanum. „Í upphafi stjórnarsáttmálans segir ríkisstjórnin „jafnvægi og framsýni Lesa meira
Lögreglumenn horfa bjartsýnisaugum á Sigríði
EyjanLögreglumenn segja texta stjórnarsáttmálans rýran og telja að ekki sé nógu sterkt kveðið um eflingu og styrkingu löggæslu í landinu. Þetta segir Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna í samtali við Morgunblaðið í dag. Sigríður Á. Andersen nýr dómsmálaráðherra segir í samtali við Fréttablaðið í dag að öll verkefni í ráðuneytinu séu mikilvæg en það sé Lesa meira
Óttarr: Aðstæður Bjarna allt aðrar en hjá Sigmundi Davíð
EyjanÓttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir aðstæður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag vera allt aðrar en aðstæður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í apríl í fyrra þegar Óttarr sagði það óhugsandi að forsætisráðherra væri stætt vegna leyndra tengsla við aflandsfélag. Óttarr var gestur í Kastljósi í kvöld ásamt Bjarna og Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra. Þessi ríkisstjórn Lesa meira
„Ferðaþjónusta sem byggir á græðgi er ein versta landkynning sem hægt er að hugsa sér“
Eyjan„Gjaldeyrir streymir inn í landið og fjöldi atvinnutækifæra skapast innan ferðaþjónustunnar. Hótel eru reist um borg og bý, gistiheimili spretta upp eins og gorkúlur og íbúðir eru leigðar út, of oft á okurverði. Það eru svo margir sem þrá að græða. Hættan er sú að menn fari of geyst í von sinni um skjótfenginn gróða. Lesa meira
Ögmundur hefur syrpu opinna borgarafunda: „Ég er ekki búinn að gefa upp mína pólitísku önd“
EyjanÖgmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna mun halda fyrirlestur í Iðnó um alþjóðlega viðskiptasamninga á laugardaginn, fyrirlesturinn mun hefja syrpu opinna borgarafunda um málefni samfélagsins. Fundurinn hefst á hádegi og stendur í klukkutíma. Ögmundur segir í samtali við Eyjuna að fjallað verði um alþjóðlega viðskiptasamninga sem eru nú á vinnsluborðum víða um veröldina Lesa meira
Seðlabankinn færist frá fjármálaráðuneyti yfir til forsætisráðuneytis
EyjanSamkvæmt upplýsingum á vef forsætisráðuneytisins munu málefni menningararfsins færast aftur til menningarmálaráðuneytisins og ekki lengur vera á borði forsætisráðherra. Á fundi ríkisráðs sem haldinn var í dag féllst forseti Íslands á tillögu Bjarna Benediktssonar alþingismanns um skipun fyrsta ráðuneytis hans og gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra, hér má sjá forsetaúrskurð um skiptingu starfa. Lesa meira
„Samgönguráðherra kemur sterkur inn,“ segir Sigmundur Davíð
Eyjan„Svei mér þá! Er maður ekki bara lentur í því að þurfa að hrósa ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta degi. Samgönguráðherra (ofl.) kemur sterkur inn og sýnir skilning á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á fésbókarsíðu sína fyrir rúmri klukkustund síðan. En þess má geta að margir hafa gagnrýnt Lesa meira