Kraftmikil, skemmtileg, óstundvís og elskar kökur og vín
FókusMamman og besta vinkonan tala: Hver er Þórdís Kolbrún nýr ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Dræm viðbrögð við yfirlýsingu Birgittu Jónsdóttur
Eyjan„Hæ fúl á móti…,“ skrifar Ásgeir Geirsson á fésbókarsíðu sína útaf yfirlýsingu Birgittu Jónsdóttur, þingmanns og eins af forystumönnum Pírata, en hún lýsti því yfir í dag að hún skammaðist sín ekki neitt fyrir það að hafa sagt að hún myndi leggja fram vantraust á ríkisstjórnina en það sagði hún áður en ríkisstjórnin tók við Lesa meira
26 ára aldursmunur milli aðstoðarmanna ráðherrans
EyjanÁ vef stjórnarráðsins segir frá því að Unnsteinn Jóhannsson og Sigrún Gunnarsdóttir hafi verið valin til þess að gegna starfi aðstoðarmanna heilbrigðisráðherra sem er Óttarr Proppé. Auk heilbrigðismála eru á sviði ráðuneytisins önnur mál sem eru til dæmis á sviði lýðheilsu- og forvarna, almannatrygginga, svo sem sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatrygginga, lífvísinda og lífsiðfræði. Samkvæmt tilkynningunni Lesa meira
Slegist um íbúðir nálægt góðum skólum
Eyjan„Breytingarnar á grunnskólalögunum eru ekki það eina sem breyst hefur í menntakerfinu. Framhaldsskólarnir krefjast sífellt hærri einkunna hjá þeim sem vilja fá inngöngu og í háskólunum eru kröfurnar enn meiri. Fjárveitingar til framhalds- og háskóla hafa lækkað mörg ár í röð og þeim sem fá skólavist þar af leiðandi fækkað. Í háskólunum er ástandið þannig Lesa meira
Forgangsraðað eftir slysatíðni á vegum
Eyjan„Ein hættulegustu gatnamót á landinu eru í Hafnarfirði,“ sagði Jón Gunnarsson í útvarpsviðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Hann sagðist bíða eftir tölulegum staðreyndum um slysatíðni úr ráðuneytinu sem hann ætlar að kynna sér. Hann sagði að þar yrði forgangsröðunin þarsem slysatíðnin væri há. Jón sagði að kaflinn allur frá því að tvöfölduninni lýkur Lesa meira
Birgitta heitir andófi: „Ég hef engan áhuga á að vera einhver puntudúkka í pólitík“
EyjanBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir samræðustjórnmál ekki hafa skilað árangri, þvert á móti hafi átakalaust þing verið misnotað af ráðamönnum. Birgitta hefur verið gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum fyrir að vilja leggja fram vantraust á ríkisstjórnina um leið og þing kemur saman, hvatti hún Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formann Bjartrar framtíðar til að gera slíkt hið Lesa meira
Gylfi aðstoðar Benedikt
EyjanGylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Gylfi er 33 ára heilsuhagfræðingur. Hann lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og lagði stund á doktorsnám í heilsuhagfræði við Karolinska í Stokkhólmi frá 2013. Frá árinu 2013 hefur Lesa meira
Lífeyrisaldrinum verður lyft upp að sjötugu
EyjanStuðlað verður að sveigjanlegri starfslokum á kjörtímabilinu, sagði Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félagsmála, í viðtali við Óðin Jónsson á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hann sagðist telja að á næstu 24 árum verði lífeyrisaldurinn kominn upp að sjötugu. Þjóðin sé að eldast hratt, sé betri til heilsunnar og geti starfað lengur. En þetta yrði gert Lesa meira
Fanney og Egill deila Silfrinu
EyjanSilfrið hefur aftur göngu sína á RÚV um mánaðarmótin. Verður þátturinn í sameiginlegri umsjá Fanneyju Birnu Jónsdóttur fyrrverandi aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins ásamt Agli Helgasyni sem heldur úti Silfur Egils hér á Eyjunni. Búið er að ganga frá samningum við Egil og Fanneyju en það liggur ekki fyrir hvort þau verði saman á skjánum eða hvort þau Lesa meira
Fyrsta verkefnið er ríkisfjármálaáætlunin og svo afnám hafta
Eyjan„Ríkisfjármálaáætlun. Það er mjög mikilvægt verkefni. Endurspeglar stefnumótun ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Hún verður lögð fyrir þingið 1. apríl“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, þegar hann var spurður hver væru fyrsti verkefnin sem hann færi í. „Svo er það að stíga síðustu skrefin í afnámi hafta og að hrinda málum í stjórnarsáttmálanum í framkvæmd.“ Benedikt var í Lesa meira