Skipar starfshóp til að seinka klukkunni
EyjanÓttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Miðað við sólargang og legu landsins er klukkan á Íslandi of fljót. Nokkuð hefur verið fjallað um að þessi munur Lesa meira
Þorbjörn ber saman símtal Davíðs og Geirs við dóma í hrunmálum: „Sitt er hvað Jón og séra Jón“
EyjanÞorbjörn Þórðarsson fréttamaður á Stöð 2 segir að annaðhvort sé lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum röng eða það skipti máli hver eigi í hlut þegar tekin sé ákvörðun um saksókn efnahagsmála. Vísar Þorbjörn í leiðara Fréttablaðsins í dag í símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra þar sem kom fram að Lesa meira
Gunnar Smári um dóm MDE: „Áfangasigur fyrir almenning gegn klíkuveldinu“
EyjanGunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi og fyrrverandi ritstjóri segir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í dag sé viss áfangasigur fyrir almenning gegn klíkuveldinu en að dómurinn komi of seint þar sem klíkuveldið hafi verið endurreist. Líkt og greint var frá í morgun úrskurðaði MDE í morgun íslenska ríkinu í vil í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Lesa meira
Jón Steinar: Dómarar gæta hagsmuna sinna
EyjanJón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Hinn 14. nóvember s.l. var í Hæstarétti kveðinn upp dómur sem gefur tilefni til hugleiðinga af alvarlegum toga. Í þessum dómi (mál nr. 705/2017) staðfesti rétturinn úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2017 þar sem synjað var kröfu verjenda þriggja ákærðra manna um að meðdómsmaðurinn Ingimundur Einarsson viki sæti vegna vanhæfis í Lesa meira
Þórhildur Sunna nýr þingflokksformaður Pírata
EyjanÞórhildur Sunna Ævarsdóttir er nýr formaður þingflokks Pírata. Kosið var í stjórn þingflokks á þingflokksfundi í vikunni. Helgi Hrafn Gunnarsson var kjörinn varaþingflokksformaður og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks. Þórhildur Sunna hefur verið þingmaður Pírata síðan haustið 2016, var oddviti Pírata í Reykjavík suður í nýafstöðnum kosningum og hefur gegnt stöðu aðal samningamanns Pírata Lesa meira
Nærri helmingur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað
EyjanNærri helmingur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað á einhverjum tímapunkti. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup. Hlutfallið er mun hærra hjá konum en körlum, en 45% kvenna sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti í starfi en 15% karla. Hlutfallið er hæst hjá konum á aldrinum 18 til 24 Lesa meira
Geir tapaði
EyjanMannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun íslenska ríkinu í vil í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun. Geir var sakfelldur af Landsdómi árið 2012 fyrir að hafa í aðdraganda efnahagshrunsins 2008 gerst brotlegur gegn 17. grein stjórnarskrárinnar en sú grein kveður á um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg Lesa meira
Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs H. Haarde í dag
EyjanKlukkan 9 í dag kveður Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu. Geir var sakfelldur af Landsdómi 2012 fyrir að hafa í aðdraganda efnahagshrunsins 2008 gerst brotlegur gegn 17. grein stjórnarskrárinnar en sú grein kveður á um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Geir kvartaði til Lesa meira
Hrífst af Sakramenti Ólafs Jóhanns
FókusJólabækurnar koma út ein af annarri. Ein þeirra, sem reiknað er með að verði á metsölulistum, er ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Sakramentið. Gísli Helgason, hljóðbókaútgefandi og blokkflautuleikari, er greinilega heillaður og segir á Facebook-síðu sinni: „Ég hef verið að vinna í hljóðritunum nokkurra hljóðbóka að undanförnu og held því vonandi áfram. Ólafur Jóhann Lesa meira
Þetta eru skilyrðin fyrir því að leyfa hunda og ketti á veitingastöðum
EyjanBreyting á reglugerð um hollustuhætti um heimild til að koma með hunda og ketti á veitingastaði tók nýlega gildi. Reglugerðin kveður meðal annars á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða er gert heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á staðinn, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Heimildin, sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra kom Lesa meira