12 ára piltur skaut innbrotsþjóf til bana
Pressan16.02.2021
Tólf ára piltur skaut á tvo grímuklædda innbrotsþjófa sem brutust inn á heimili ömmu hans í Goldsboro í Norður-Karólínu aðfaranótt sunnudags. Innbrotsþjófarnir höfðu krafið ömmuna, Linda Ellis 73 ára, um peninga og skutu hana. Lögreglan segir að pilturinn hafi þá skotið á þá í sjálfsvörn og hafi þeir þá flúið af vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Lesa meira