Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“
FréttirStaksteinahöfundur Morgunblaðsins skýtur föstum skotum að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, vegna loforða hennar fyrir kosningar. „Íslenskukennsla í skólum hefur verið nokkuð til umræðu en kennsla í íslensku fer fram víðar. Hingað til hafa landsmenn skilið orðið loforð á ákveðinn hátt, en það reyndist misskilningur,” segir í staksteinum dagsins í dag. Lesa meira
Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
EyjanStofnanir Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa verið boðaðar til funda í fyrramálið. Þingflokkarnir hittast kl. 9 og Samfylkingin hefur boðað flokksráðsfund í Tjarnarbíói kl. 10. Ráðgjafaráð Viðreisnar fundar kl. 10:30. Sama mun uppi á teningnum hjá Flokki fólksins. Á fundunum verður kynntur nýr stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja og lagður fram ráðherralisti nýrrar ríkisstjórnar. Eyjan hefur Lesa meira
Páll hissa á hvernig talað er um Ingu: Á „miklu meira erindi“ í ríkisstjórn en þeir þingmenn sem tala niður til hennar
FréttirPáll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, kveðst hissa á því hvernig talað er um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, og hennar fólk í flokknum. Páll þekkir vel til Ingu en hann var sjálfur kjörinn á þing árið 2016 og sat þar til ársins 2021. Inga kom inn á þing árið 2017 og hefur látið Lesa meira
Örn sakar Ingu Sæland um ábyrgðarleysi – Í tvígang farið með rangt mál
FréttirÖrn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins sem byggir á Heklureitnum, er ósáttur við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, vegna ummæla hennar um verkefnið. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag. Örn vísar meðal annars í kappræður sem haldnar voru á RÚV, daginn fyrir kosningar, þar sem Inga tiltók Heklureit sem dæmi um Lesa meira
Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
EyjanFlokkur fólksins kom vel út úr alþingiskosningunum á laugardaginn. Flokkurinn fékk 13,8 prósent atkvæða og bætti við sig 5 prósentustigum frá kosningunum 2021. Þessi fylgisaukning færði flokknum 10 þingsæti sem er fjölgun um 4 þingmenn. Inga Sæland formaður flokksins hefur látið vel í það skína að hún sé mjög áhugasöm um að flokkurinn taki sæti Lesa meira
Inga Sæland kom flokksystur sinni ekki til varnar – „Þetta er ekki stefna Flokks fólksins“
FréttirInga Sæland, formaður Flokks fólksins, kom flokkssystur sinni og oddvita í Suðurkjördæmi, Ástu Lóu Þórsdóttur, ekki til varnar í leiðtogaumræðum á RÚV í kvöld. Inga var spurð út í ummæli Ástu Lóu um að setja ætti neyðarlög á Seðlabanka Íslands til að lækka vexti. Það er að taka fram fyrir hendurnar á bankanum og eftirláta Lesa meira
Orðið á götunni: Inga Sæland fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben?
EyjanSamkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sækja Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn í sig veðrið nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Þá sýnir nýjasta kosningaspá Metils að Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru nálægt því að ná hreinum þingmeirihluta og gætu því myndað þriggja flokka meirihlutastjórn. Orðið á götunni er að gangi það eftir að þessir þrír flokkar nái þingmeirihluta sé Lesa meira
Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
EyjanÞær raddir hafa orðið háværari undanfarna daga að það sé góður möguleiki á því að Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins muni mynda ríkisstjórn eftir kosningar sem fram fara á laugardaginn en samkvæmt könnunum er vel mögulegt að flokkarnir þrír nái meirihluta á þingi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið vel í mögulegt samstarf með Miðflokknum Lesa meira
Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna
FréttirÍ nýju kosningamyndbandi á samfélagsmiðlum leitast Píratar við að koma femínisma betur á kortið í yfirstandandi kosningabaráttu fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn. Þar varar flokkurinn við því að karlmenn sem vilji skerða yfirráð kvenna yfir eigin líkama komist til valda en þó fer einna mest fyrir Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í myndbandinu en hún er Lesa meira
Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
EyjanKonur eru að taka öll völd í íslensku þjóðfélagi. Á liðnu sumri kusu Íslendingar nýjan forseta, Höllu Tómasdóttur, sem þegar er byrjuð að láta glæsilega til sín taka í embætti. Þá var kona valin sem biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir. Hún er einnig glæsilegur fulltrúi kvenna og mun væntanlega lyfta embætti sínu á hærri stall. Lesa meira