Vilja að Garðabær borgi meira fyrir skólpið
FréttirSamþykkt hefur verið í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar að fela veitustjóra bæjarins að semja við Garðabæ um að síðarnefnda sveitarfélagið borgi meira fyrir áframhaldandi afnot af fráveitukerfi þess síðarnefnda. Segja bæjarfulltúar ekki ganga lengur að íbúar Hafnarfjarðar borgi hærra verð fyrir afnot af fráveitunni en raunin hefur verið með Garðbæinga. Samfylkingin lagði fram tillögu þessa Lesa meira
Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
FréttirUmhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hefur hafnað beiðni Hestamannafélagsins Sörla um aðgengi hestamanna að Hvaleyrarvatni og stígum þar í kring. Hestamönnum verður þar af leiðandi meinað að fara á hestum sínum að vatninu og á stígana þar nærri. Byggir ráðið synjunina á umsögn Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnes. Miðað við beiðnina virðist þó slíkt bann hafa Lesa meira
Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
FréttirEigendur íbúðarhúss í Hafnarfirði eru ósáttir við að byggingarfulltrúi bæjarins ætli ekki að bregðast við vegna hæðarlegu lóðar nágranna þeirra. Vilja eigendurnir meina að lóð nágrannanna sé of há miðað við deiliskipulag og samþykkta aðaluppdrætti en bæði húsin voru byggð á 10. áratug síðustu aldar og lóðarfrágangur enn sá sami og þá. Eigendurnir kærðu synjunina Lesa meira
Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
FréttirStjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna gagnrýni sem beinst hefur verið að félaginu í kjölfar ákvörðunar þess um að segja upp leigusamningi vegna húsnæðis, í eigu félagsins, sem nýtt hefur verið af Félagi eldri borgara í Hafnarfirði. Beinist ályktunin einkum að gagnrýni fulltrúa úr meirihluta bæjarstjórnar sem skipaður er Lesa meira
Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
FréttirNokkurt uppnám hefur skapast hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði og í bæjarstjórn bæjarins vegna uppsagnar Verkalýðsfélagsins Hlífar á leigusamningi um húsnæði í eigu þess. Hafnarfjarðarbær hefur leigt húsnæðið af Hlíf fyrir Félag eldri borgara, síðan í upphafi þessarar aldar, en félagið hefur haldið uppi mjög öflugu félagsstarfi. Bæjarstjórn hefur samþykkt að skipa starfshóp í Lesa meira
Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
FréttirSkipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tekur ekki undir tillögu sem lögð hefur verið fram að breytingu á deiliskipulagi vegna áhuga á enn frekari stækkun Hótel Viking í bænum en nú þegar standa yfir framkvæmdir vegna stækkunar á hótelinu, sem fela í sér meira en tvöföldun á fjölda herbergja. Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur meðal annars fram að tillagan taki Lesa meira
Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest þá ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar að samþykkja ekki gerð dyraops á burðarvegg í fjöleignarhúsi í bænum sem eigendur eignarhluta í húsinu höfðu ráðist í. Hafði byggingarfulltrúinn áður en hann komst að þessari niðurstöðu ítrekað farið fram á að fá að skoða húsnæðið en eigendurnir höfnuðu því og sökuðu byggingarfulltrúann um Lesa meira
Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
FréttirEins og DV greindi frá í síðasta mánuði hafa miklar deilur geisað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nokkurn tíma. Eigendur íbúðar í húsinu voru sakaðir um að hafa byggt í óleyfi íbúð í geymslum sem tilheyra þeirra íbúð og að þar væri búseta. Nágrannar eigendanna kærðu framkvæmdina og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar lagði dagsektir á eigendurna. Nú Lesa meira
Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
FréttirMiklar deilur geysa nú í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði en eigendur íbúðar í húsinu hafa útbúið aðra íbúð í geymslum íbúðar þeirra, en búið er í geymsluíbúðinni. Hafa eigendurnir alfarið neitað því að vísa íbúum í geymslunni út og sækja um leyfi fyrir framkvæmdunum. Hefur byggingarfulltrúi bæjarins lagt dagsektir á eigendurna en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Lesa meira
Hafnarfjarðarbær svarar fyrir að hafa dregið ráðningu Óskars til baka í kjölfar gagnrýni hans á meirihluta bæjarstjórnar
FréttirEins og DV greindi frá í gær hefur Óskar Steinn Ómarsson sagt frá því að hann hafi verið ráðinn í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla í Hafnarfirði en ráðningin hafi verið dregin til baka í kjölfar þess að hann gagnrýndi þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Óskar taldi það fyrirslátt að ráðning hans hafi Lesa meira
