Undirbúningur hafinn fyrir komu H&M
Á meðan Íslendingar telja niður í komu H&M verslunarrisans hingað til lands þá er undirbúningur hafinn bæði í Smáralind og í Kringlunni. Í Kringlunni er unnið að því að tæma efri hæð verslunarinnar Hagkaup en þar mun H&M verslunin verða. Nú er þar rýmingarsala en verslunin lokar 20.febrúar og verður því Hagkaup bara á 1.hæð Lesa meira
Nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum: „Kalla mig hvað?“
Reykjavíkurdætur voru að gefa út myndband við nýja lagið sitt „Kalla mig hvað?“ Lagið er tæpar fjórar mínútur og rappa fjórtán Reykjavíkurdætur í því línur eins og: ég vil haf´etta massaða kalla, ég vil haf´etta sköllótta kalla þessir pínulitlu forríku kallar ég elska þá alla Myndbandinu leikstýrðu Antonía Lárusdóttur og Alda Karen Hjaltalín. Horfðu á það Lesa meira
Tökum afstöðu gegn ofbeldinu og látum jörðina hristast
Hin árlega dansbylting UN Women verður haldin í fimmta skipti á morgun, föstudaginn 17. febrúar. Viðburðurinn Milljarður rís verður í Hörpu í hádeginu á vegum UN Women á Íslandi og í samstarfi við Sónar Reykjavík og Nova. Líkt og undanfarin ár heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu og hvetjum við alla okkar lesendur til þess að Lesa meira
Sláandi myndband um „NEI“ sem allir ættu að sjá
Þetta myndband sýnir dæmi um öll þau „NEI“ sem stúlkur og konur þurfa að heyra og upplifa um ævina. Öll þau skipti sem þær eru ekki jafnar karlkyninu. Jafnrétti kynjanna er eitthvað sem varðar okkur öll, því við erum ekki jöfn, fyrir við erum öll orðin jöfn.
Svona getur þú látið líta út eins og þú eigir maka
Valentínusardagurinn var í vikunni og voru margir þreyttir á að sjá endalaust magn af „krúttmyndum“ af pörum sem virtust stundum einungis þjóna þeim tilgangi að minna fólk á hvað þeir sem eru í sambandi séu heppnir og hinir einmanna. Þó það sé nú ekki raunin og hvort sem þú ert í sambandi eða ekki, þá Lesa meira
Scarlett Johansson segir einkvæni vera „mikla vinnu“
Í viðtali við Playboy þá deildi hin nýlega einhleypa Scarlett Johansson hugmyndum sínum um einkvæni, sambönd og hvort það sé „eðlilegt“ að vilja vera með sömu manneskjunni að eilífu. Hún sagði að hugmyndin um hjónaband væri mjög rómantísk og það sé mjög falleg hugmynd. Henni finnst þó ekki náttúrulegt að vera einkvænismanneskja. „Ég gæti verið Lesa meira
Fyrrverandi eiginmaður Hilary Duff kærður fyrir nauðgun
Mike Comrie fyrrverandi eiginmaður Hilary Duff er grunaður um að hafa margsinnis nauðgað konu á heimili sínu í Los Angeles um helgina. Kanadíski íshokkíleikarinn heldur því fram að allt sem gerðist þessa nótt hafi verið með samþykki þeirra beggja. TMZ segir frá þessu en þar kemur fram að talið sé að lögreglan hafi ekki yfirheyrt Lesa meira
Dagbjört Eilíf og Aron elska að taka myndir og skoða heiminn saman: „Gætum eiginlega ekki hugsað okkur að vinna án hvors annars“
Hjónin Dagbjört Eilíf og Aron hafa vakið athygli á Instagram fyrir fallegar myndir. Þau halda líka úti bloggi en eru auk þess verslunarstjórar á kaffihúsi. Það er líka ekki mikið um parablogg hér á landi og ekki algengt að par séu með sameiginlegt Instagram. Þess á milli sinna þau tilfallandi ljósmynda- og myndbandsverkefnum sem detta Lesa meira
Kærastarnir á bak við Instagram myndirnar
Það eru til kærastar og eiginmenn sem gera allt fyrir makann til að ná sem bestu myndinni. Þeir beygja sig, fara í furðulegar stellingar, taka helling af myndum af sömu pósunni og jafnvel leggjast á götuna til að ná sem bestu myndinni af nýju skónum fyrir sína heittelskuðu. „Boyfriends of Instagram“ eða „Kærastarnir á Instagram“ Lesa meira
Álfheiður ætlar að verða vélstjóri: „Það ætti ekki að skipta máli hvað er á milli fótanna á þér“
Hvað vilt þú verða þegar þú verður stór? Ég man vel eftir því þegar ég var á lokaári í grunnskóla og þurfti að taka þá ákvörðun um það í hvaða framhaldsskóla ég vildi fara í, og hvað ég ætlaði nú að verða í framtíðinni. Ég var nokkurn vegin með hugmynd um hvað ég vildi gera. Lesa meira