fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025

Fjölmiðlar

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi Íslendinga er á móti ríkisstyrkjum til einkarekinna fjölmiðla hér á landi nema Morgunblaðið fái áfram hámarkshlut úr sjóðum samfélagsins. Skilaboðin geta ekki verið skýrari – og sömuleiðis afhjúpunin, berhátta erindið; nái Mogginn ekki sínu fram, fá aðrir ekkert. En römm er sú taug sem rakka dregur föðurtúna til. Sjálfstæðismenn á þingi láta Lesa meira

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Fréttir
Fyrir 3 vikum

„Ég get eiginlega ekki orða bundist yfir gunguhætti og framtaksleysi stjórnvalda í þessu máli undanfarna ÁRATUGI!“ Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni, á Facebook-síðu sinni. Þar deilir hann frétt Vísis þar sem fjallað er um áhyggjur Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra af stöðu mála á fjölmiðlamarkaði. Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun Lesa meira

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þess er ekki langt að bíða að ríkjandi Bandaríkjaforseti jafni heimsmet starfsbróður síns í Norður Kóreu og fari golfvöll sinn í Flórída á átján höggum, eða sem nemur holu í höggi á hverri einustu braut. Það er í anda stórmennskunnar. Það er við hæfi hátignarinnar. Og það er rökrétt framhald af ofsóknarbrjálæðinu sem nú skekur Lesa meira

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Fréttir
19.09.2025

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu (NJF) í fyrsta skipti frá stofnun sambandsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttur, formaður BÍ, verður þar með forseti sambandsins og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri þess næstu tvö ár. Ísland tók við formennsku af Norðmönnum á árlegum fundi forsætisnefndar sambandsins í Osló í dag 19. september. Í frétt á vef BÍ kemur fram Lesa meira

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““

Fréttir
18.09.2025

Bergvin Oddsson stjórnmálafræðingur veltir fyrir sér hlutverki RÚV í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni Þegar almannaútvarpið útilokar hluta samfélagsins, eftir að honum var boðið í viðtal á RÚV, en síðan tilkynnt að ekkert yrði af því vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut í fyrra. Segist Bergvin hafa heimsótt 30 lönd  í Lesa meira

„Efndu sjónvarpsstöðvarnar gjarnan til hanaats í því skyni að auka áhorf”

„Efndu sjónvarpsstöðvarnar gjarnan til hanaats í því skyni að auka áhorf”

Fréttir
03.09.2025

Sigursteinn Másson, kvikmyndagerðarmaður, tjáir sig um málefni vikunnar, Kastljósþáttinn á mánudag, þar sem Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna ´78 og Snorri Másson þingmaður Miðflokksins tókust á. Sigursteinn var varaformaður Samtakanna ´78 árin 2005-2006 og var blaðamaður á Bylgjunni og Stöð 2 árin 1991-1996. Segist hann kannast við umræður líkt og fóru fram í Kastljósþættinum, sem Sigursteinn Lesa meira

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Fréttir
31.07.2025

Enn á ný er Heimildin gagnrýnd fyrir umfjöllun í síðasta tölublaði um áhrif ferðaþjónustunnar á samfélagið, einkum á Suðurlandi. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir um pólitíska aðför að ræða og með umfjölluninni sé vegið að börnum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn getur þess þó ekki að þau orð sem honum virðist misbjóða svo mjög eru höfð eftir íbúa í Lesa meira

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Fréttir
30.07.2025

Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur fyrrum formanns Samtaka í ferðaþjónustu á umfjöllun fjölmiðilsins um áhrif atvinnugreinarinnar á íslenskt samfélag, fullum hálsi. Hann segir að nákvæmlega ekkert sé til í þeim fullyrðingum Bjarnheiðar að einhverjar annarlegar hvatir búi að baki umfjölluninni. Bjarnheiður er ósátt við að brugðið sé upp neikvæðri mynd af Lesa meira

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Fréttir
30.07.2025

Heimildin birti í síðasta blaði sínu, sem kom út föstudaginn 25. júlí ítarlega úttekt um Ferðamannalandið Ísland. Í blaðinu eru 33 blaðsíður af 72 lagðar undir úttektina og leiðara blaðsins, sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar kallar hið Nýja Ísland. Forsíða blaðsins: Ferðamannalandið Ísland: Sáu ferðamenn í fyrsta sinn kynnir úttektina ásamt tilvitnun í íbúa Lesa meira

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“

Fréttir
24.07.2025

„Skiptu um vinnu. Alvöru blaðamenn og ljósmyndarar skilja starf sitt og velja það af ástæðu. Þú ert eitthvað að ruglast, þessi gjörningur er ekki „skelfilegur“. Það er þjóðarmorðið sem er skelfilegt.“ Þannig hljóðar athugasemd sem skrifuð er við færslu ljósmyndarans Kjartans Þorbjörnssonar, Golla, þar sem hann sig um atvik við Utanríkisráðuneytið á mánudag þar sem Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af