114 létust af völdum COVID-19 í Svíþjóð á síðasta sólarhring
Pressan114 létust af völdum COVID-19 í Svíþjóð síðasta sólarhring. Heildarfjöldi látinna er kominn upp í 591. 234 konur og 357 karlar hafa orðið veirunni að bráð. Expressen skýrir frá þessu. 7.692 hafa greinst með COVID-19 í Svíþjóð fram að þessu segir í frétt Sænska ríkisútvarpsins. 440 liggja nú á gjörgæslu smitaðir af veirunni.
Austurríki og Danmörk byrja að létta takmörkunum vegna COVID-19
PressanYfirvöld í Austurríki og Danmörku byrja á næstunni að létta takmörkunum, sem settar hafa verið, vegna COVID-19 faraldursins. Í báðum löndum telja yfirvöld sig hafa náð stjórn á faraldrinum og því sé hægt að byrja að létta takmörkununum hægt og rólega. Í Austurríki er stefnt á að byrja að opna samfélagið á nýjan leik í Lesa meira
Íhuga að jarðsetja fólk í almenningsgarði í New York
PressanLíkhúsin í New York eru yfirfull vegna COVID-19 faraldursins. Lík eru því geymd í kæligámum en þeir verða brátt einnig fullir. Af þessum sökum íhuga yfirvöld nú að jarðsetja fórnarlömb faraldursins í almenningsgarði í borginni. Það verður þó aðeins til bráðabirgða að sögn Mark Levine formanns heilbrigðismálanefndar borgarinnar. Hann tjáði sig um málið á Twitter Lesa meira
Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum
PressanÁ fimmta hundrað Svíar hafa látist af völdum COVID-19 til þessa. Þetta veldur auknu álagi á líkhús sjúkrahúsa landsins og ekki bætir það ástandið að margir vilja ekki láta jarðsetja hina látnu strax vegna þess hversu miklar takmarkanir eru á fjölda þeirra sem mega vera viðstaddir útfarir. Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að á Lesa meira
Sofandaháttur varðandi COVID-19 á dvalarheimilum – „Þetta líkist heimsendi, fjöldamorði“
PressanFranska ríkisstjórnin leggur nú mikla áherslu á að fækka andlátum af völdum COVID-19 á dvalarheimilum aldraðra í landinu. Um allt land er myndin sú sama, mjög margir íbúar á dvalarheimilum hafa fallið í valinn fyrir veirunni. Á þriðja þúsund íbúar á dvalarheimilum hafa látist af völdum veirunnar en það er um fjórðungur allra dauðsfalla af Lesa meira
Samsæriskenningum um COVID-19 eru engin takmörk sett – Ótrúleg kenning gengur fjöllunum hærra
PressanÞað virðast lítil sem engin takmörk á hugmyndaauðgi þegar kemur að samsæriskenningum um COVID-19 faraldurinn. Ein þeirra kenninga sem nú „njóta“ mikillar hylli gengur út á að 5G farsímasendar eigi hlut að máli hvað varðar útbreiðslu COVID-19. 5G tæknin hefur lengi verið þyrnir í augum lítils en ákafs hóps fólks sem telur að mannkyninu og Lesa meira
Segir Boris Johnson „alvarlega veikan“ og þurfi líklega að vera í öndunarvél
PressanBoris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var fluttur á gjörgæsludeild St. Thomas sjúkrahússins í Lundúnum í gær. Tólf dagar eru síðan hann greindist með COVID-19. Prófessor við University College London segir að Johnson sé „alvarlega veikur“ og þurfi líklega að vera í öndunarvél. Í tilkynningu frá embætti forsætisráðherra í gær sagði að Johnson hafi þjáðst af „viðvarandi“ Lesa meira
COVID-19 – „Ekki vanmeta hversu ógeðfellt þetta verður“
Pressan„Við erum að biðja ykkur um að takast á við eitt andlát, síðan annað og síðan annað.“ Þetta er það sem sagt er við liðsmenn í sérstöku teymi í Lundúnum sem hefur það eina hlutverk að fara inn á heimili og sækja lík fólks sem hefur látist af völdum COVID-19. Liðsmenn teymisins hafa verið varaðir Lesa meira
Undarlegar nafngiftir á tímum COVID-19 – Tvíburar fengu nöfnin Corona og Covid
PressanBörn hætta auðvitað ekki að fæðast þótt heimsfaraldur COVID-19 gangi nú yfir heimsbyggðina. Nýlega fæddust tvíburar, drengur og stúlka, í Chhattisgarh á Indlandi. Foreldrar þeirra ákváðu að þau skyldu fá nöfnin Corona og Covid en þetta verður nú að teljast ansi undarleg nafngift því erfitt er að tengja eitthvað jákvætt við þessi nöfn. Tvíburarnir fæddust Lesa meira
Hræðileg pöntun bandaríska varnarmálaráðuneytisins
PressanBandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon pantaði í síðustu viku 100.000 líkpoka. Pokana á að nota undir fórnarlömb COVID-19 faraldursins. Bloomberg News skýrir frá þessu. Yfirvöld segja að reikna megi með að á milli 100.000 og 240.000 manns látist af völdum veirunnar. Af þeim sökum eru yfirvöld farin að búa sig undir þessar miklu hörmungar sem framundan eru. Lesa meira
