Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
FréttirKærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa bandarískri konu úr landi á landamærunum í Leifsstöð, með endurkomubanni í tvö ár. Var við upphaf málsins ekki farið að ákvæðum laga um að kynna bæri konunni um rétt hennar. Lögreglan hafði afskipti af konunni, sem er ekki með dvalarleyfi á Íslandi, Lesa meira
Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
FréttirKærunefnd útlendingamála hefur staðfest brottvísun litháísks ríkisborgara úr landi. Maðurinn hefur hlotið refsidóma fyrir fjölda afbrota og ítrekað komist í kast við lögin meðan hann hefur dvalið á landinu. Atvinnuþátttaka hans hefur einnig verið takmörkuð en maðurinn var í vinnu í nokkra mánuði eftir að hann kom fyrst til landsins en hefur reitt sig á Lesa meira
Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi
FréttirLandsréttur staðfesti í liðinni viku gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum manni sem handtekinn var í kjölfar þess að hann beitti fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hafði áður verið tekið ákvörðun um að vísa manninum úr landi en hann hafði lítið sinnt tilkynningarskyldu og dvalið á óþekktum stað. Maðurinn hefur hlotið nokkra refsidóma á þeim tíma sem hann hefur Lesa meira
Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum
FréttirLandsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir útlendingi sem til stendur að vísa úr landi. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn hafi látið sig hverfa bæði í Danmörku og Sviss þegar vísa átti honum til Íslands. Loks var honum fylgt hingað til lands af lögreglumönnum frá Liechtenstein. Maðurinn sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi í Lesa meira
Albanskur fíkniefnasali sem þóttist eiga kærustu þarf ekki að vera lengur á Íslandi
FréttirLandsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að albanskur maður sem grunaður er um fíkniefnasölu þurfi að halda sig á Íslandi og tilkynna sig alla virka daga á lögreglustöð. Þegar maðurinn var handtekinn í síðastliðnum mánuði fundust skilaboð í síma hans sem gáfu til að kynna að hann væri hér á landi til Lesa meira
Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði
FréttirEinn forsvarsmanna nýsköpunarfyrirtækisins Sæbýli í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns fyrirtækisins úr landi fela í sér mun meiri skaða en öll þau áföll sem dunið hafa á fyrirtækinu í kjölfar jarðhræringanna í bænum. Fyrirtækið Sæbýli elur sæeyru til manneldis en sæeyru eru tegund sæsnigla. Fyrirtækið byggði upp eldisstöð í Grindavík og undanfarið hefur starfað sem sérfræðingur Lesa meira
Verið vísað ítrekað frá Íslandi en kemur alltaf aftur
FréttirÍ byrjun vikunnar staðfesti Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum manni sem hefur ítrekað komið til landsins þrátt fyrir að hafa verið vísað jafnharðan frá því. Maðurinn hefur notað fjögur mismunandi eftirnöfn og er raunar í endurkomubanni á öllu Schengensvæðinu. Nánar er greint frá málsatvikum í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem fylgir með úrskurði Landsréttar. Þar kemur kemur Lesa meira
Var í felum á Íslandi í samtals tvö ár
FréttirSíðastliðinn föstudag féll úrskurður í Landsrétti vegna kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að erlendur maður skyldi úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur varð við kröfunni og hafði maðurinn áfrýjað til Landsréttar. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn í kjölfar þjófnaðar en þá hafi komið í ljós að hann hefði farið huldu höfði hér á Lesa meira
Manni í andnauð hent út úr sjúkrabíl
PressanMaður í Rochester í New York ríki, í Bandaríkjunum, var í andnauð þegar honum var hent út úr sjúkrabíl. Maðurinn hneig því næst niður á gangstétt og lést tveimur vikum síðar. Lögreglumenn liðsinntu bráðaliðum við að henda manninum út úr sjúkrabílnum. Atburðurinn átti sér stað 30. nóvember síðastliðinn og var tekinn upp á búkmyndavélar lögreglumanna. Lesa meira
Mannréttindadómstóll Evrópu segir ekkert athugavert við brottvísun „Bóksalans frá Brønshøj“
PressanÍ janúar var Said Mansour, betur þekktur sem Bóksalinn frá Brønshøj, vísað frá Danmörku til Marokkó þaðan sem hann er. Tveir brottvísunardómar höfðu verið kveðnir upp yfir honum á liðnum árum en hann var sakfelldur fyrir að hvetja til hryðjuverka. Hæstiréttur svipti hann dönskum ríkisborgararétti 2016 og vísaði úr landi fyrir fullt og allt og Lesa meira