fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Bretland

Þeim sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni verður hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum, segir ráðherra

Þeim sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni verður hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum, segir ráðherra

Pressan
02.12.2020

Nadhim Zahawi, ráðherra bólusetninga í Bretlandi, segir að þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum. Til dæmis geti svo farið að sjúkrahús muni krefjast staðfestingar á að fólk hafi verið bólusett áður en það fær aðgang að þeim. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Zahawi telji það Lesa meira

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst

Pressan
01.12.2020

Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands ætti að fara fram á næsta kjörtímabili skoska þingsins sem hefst á næsta ári. Þetta segir Nicola Sturgeon leiðtogi skosku heimastjórnarinnar sem segist ætla að berjast fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Í samtali við BBC sagði Sturgeon, sem er leiðtogi Skoska þjóðernisflokksins, að það sé „fjöldi ástæðna fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram á fyrri Lesa meira

Bretar segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik

Bretar segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik

Pressan
01.12.2020

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar hafi náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik. „Við höfum náð stjórn á þessari veiru á nýjan leik,“ sagði ráðherrann. Bretar eru nú að undirbúa sig undir að slaka aðeins á þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til að undanförnu í baráttunni við faraldurinn. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist í gær Lesa meira

Gekk til liðs við Íslamska ríkið – Biður nú um fyrirgefningu og vill koma heim

Gekk til liðs við Íslamska ríkið – Biður nú um fyrirgefningu og vill koma heim

Pressan
30.11.2020

Árið 2015 hélt Shamima Begum til Sýrlands ásamt tveimur öðrum unglingsstúlkum, hún var þá 15 ára, til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hún giftist vígamanni  og eignaðist þrjú börn með honum. Þau eru öll sögð látin sem og eiginmaður hennar. Hún dvelur nú sjálf í al-Roj flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Bresk stjórnvöld hafa svipt Lesa meira

Tvíbent jólagjöf Boris Johnson til bresku þjóðarinnar – Gæti verið Trójuhestur

Tvíbent jólagjöf Boris Johnson til bresku þjóðarinnar – Gæti verið Trójuhestur

Pressan
30.11.2020

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum, vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, um jólin. Þá mega fjölskyldur hittast í fimm daga. En þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir útbreiðslu veirunnar að mati sérfræðinga bresku ríkisstjórnarinnar. Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið víða um Evrópu á undanförnum vikum og er Bretland þar engin undantekning. Yfirvöld í Lesa meira

Boris Johnson í sóttkví – Fundaði með þingmanni sem greindist með COVID-19

Boris Johnson í sóttkví – Fundaði með þingmanni sem greindist með COVID-19

Pressan
16.11.2020

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í sóttkví. Þetta gerðist eftir að í ljós kom að þingmaðurinn Lee Anderson var með COVID-19 en Johnson fundaði nýlega með honum. Anderson fékk einkenni COVID-19 og fór í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rakningateymi heilbrigðisyfirvalda hafi haft samband við Johnson og sagt honum að hann þyrfti að fara í sóttkví vegna smits Anderson. Johnson tísti um þetta Lesa meira

„Hryllingshússparið“ sakfellt fyrir morð

„Hryllingshússparið“ sakfellt fyrir morð

Pressan
13.11.2020

Hryllingsmyndaaðdáandinn Nathan Maynard Ellis og unnusti hans, David Leesley, voru nýlega fundnir sekir um að hafa myrt Julia Rawson í Tipton á Englandi. Þeir lokkuðu hana inn í „hryllingshúsið“ sitt eftir að hafa hitt hana þegar þeir voru úti að skemmta sér. Maynard-Ellis er sagður hafa verið haldinn nánast morðþráhyggju og aðdáun á raðmorðingjum. Fyrir dómi Lesa meira

Óvænt áhrif kórónuveirusmits í dönskum minkum – Beikonskortur á Englandi

Óvænt áhrif kórónuveirusmits í dönskum minkum – Beikonskortur á Englandi

Pressan
11.11.2020

Um helgina lögðu bresk stjórnvöld algjört bann við komum fólks frá Danmörku til Bretlands og einnig var lagt bann við að flugvélar, sem koma frá Danmörku, fái að lenda í Englandi. Ástæðan er að stökkbreytt kórónuveira hefur fundist í dönskum minkum og hefur hún borist í fólk. Þetta stökkbreytta afbrigði getur, ef allt fer á Lesa meira

Telur best að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Telur best að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Pressan
09.11.2020

Það ætti að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 til að hægt verði að ná hjarðónæmi sem fyrst. Þetta segir Julian Savulescu, prófessor við Oxfordháskóla, en hann telur að með þessu sé hægt að sigrast á vaxandi efasemdum margra um bólusetningar vegna efasemda um hversu öruggt bóluefni eru. Sky News skýrir frá þessu. Fram Lesa meira

Guðlaugur segir að fríverslunarviðræðum við Breta verði haldið áfram

Guðlaugur segir að fríverslunarviðræðum við Breta verði haldið áfram

Eyjan
19.10.2020

Eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að Bretar og ESB nái samningum um útgöngu Breta úr ESB. Bresk stjórnvöld sögðu fyrir helgi að það þjóni engum tilgangi að halda viðræðunum áfram nema ESB gefi eftir hvað varðar sumar af helstu kröfum sínum. Bretar gáfu þó í skyn að ekki hefði verið lokað Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af