fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024

Bretland

Breskir vísindamenn þróa bóluefni gegn kórónuveirunni – Óttast að Bandaríkin „taki það“

Breskir vísindamenn þróa bóluefni gegn kórónuveirunni – Óttast að Bandaríkin „taki það“

Pressan
20.07.2020

Breskir vísindamenn vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Robin Shattock, prófessor við Imperial College í Lundúnum, gegnir lykilhlutverki í þessari vinnu. Hann segist hafa fengið skilaboð um að ekki megi framleiða hugsanlegt bóluefni í Bandaríkjunum. Breska ríkisstjórnin óttast að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, „taki bóluefnið“ og leyfi ekki útflutning Lesa meira

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Pressan
30.06.2020

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofar samlöndum sínum miklum opinberum framkvæmdum og fjárfestingum á næstunni, hann segir umfangið verða í „Roosevelt-stíl“. Þar vísar hann til „New Deal“ áætlunar Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseta, sem skapaði mörg ný störf við opinberar framkvæmdir og átti stóran hlut að máli við að koma Bandaríkjunum í gegnum kreppuna miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Johnson segir að Lesa meira

Breskir sérfræðingar vara við annarri bylgju kórónuveirunnar

Breskir sérfræðingar vara við annarri bylgju kórónuveirunnar

Pressan
26.06.2020

Það er raunveruleg hætta á að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins, sem veldur COVID-19, ríði yfir Bretlandseyjar að mati þarlendra sérfræðinga. Þessa spá setja þeir fram áður en Bretar hafa náð sér út úr fyrstu bylgju heimsfaraldursins og eru enn að vinna að opnun samfélagsins á nýjan leik. Sérfræðingarnir segja miklar líkur á að margir staðbundnir faraldrar komi Lesa meira

Breskir bílaframleiðendur skera mikið niður

Breskir bílaframleiðendur skera mikið niður

Pressan
13.06.2020

Lítið hefur selst af lúxusbílum í heimsfaraldri kórónuveiru og nú bregðast bresku bílaframleiðendurnir Aston Martin, Bentley og McLaren við þessu með því að segja mörg þúsund manns upp störfum. Á síðustu tveimur vikum hafa fyrirtækin tilkynnt að rúmlega 3.000 manns verði sagt upp. CNN skýrir frá þessu. Á föstudaginn tilkynnti Bentley að 1.000 manns verði Lesa meira

Bretar vilja veita þremur milljónum Hong Kong-búa ríkisborgararétt

Bretar vilja veita þremur milljónum Hong Kong-búa ríkisborgararétt

Pressan
04.06.2020

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði fyrir helgi að Bretar muni halda áfram að verja réttindi íbúa í Hong Kong fyrir Kína. Bretar eru af þeim sökum reiðubúnir til að veita tæplega þremur milljónum Hong Kong-búa breskan ríkisborgararétt. Þetta er svar Breta við fyrirætlunum kínverskra stjórnvalda um að lögleiða ný öryggislög í Hong Kong sem var Lesa meira

Hálf milljón breskra barna sveltur

Hálf milljón breskra barna sveltur

Pressan
26.05.2020

Fátækustu og viðkvæmustu fjölskyldur Bretlands hafa ekki efni á nægum mat handa öllum fjölskyldumeðlimum alla daga. Mörg börn úr þessum fjölskyldum treysta á ókeypis mat, sem þau fá í skólanum, en þar sem skólar eru lokaðir fá þau ekki þessar máltíðir og jafnvel ekkert í staðinn. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Food Foundation, sem Lesa meira

Hefur ekki verið svona slæmt í 300 ár

Hefur ekki verið svona slæmt í 300 ár

Pressan
15.05.2020

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á efnahagslíf heimsins og því finna Bretar fyrir eins og aðrir. Auk tugþúsunda dauðsfalla af völdum veirunnar segir breski seðlabankinn að áhrifin á efnahagslíf landsins verði gríðarleg, raunar svo mikil að annað eins hafi ekki gerst í 300 ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá seðlabankanum. Í henni kemur Lesa meira

Efast um að Elísabet Bretadrottning komi aftur opinberlega fram

Efast um að Elísabet Bretadrottning komi aftur opinberlega fram

Pressan
12.05.2020

Ef kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, heldur áfram að herja á heimsbyggðina og sérstaklega viðkvæma hópa er ekki víst að Elísabet II Bretadrottning muni nokkru sinni aftur sinna opinberum skyldum sínum meðal almennings. Þetta er mat Andrew Morton sem hefur skrifað margar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Í viðtali við The Sun sagði hann að líklega Lesa meira

Fréttakona neydd til að fjarlægja „djarft“ myndband

Fréttakona neydd til að fjarlægja „djarft“ myndband

Pressan
08.05.2020

Yfirmenn hjá BBC voru allt annað en sáttir þegar fréttakonan Emma Vardy birti „djarft“ tónlistarmyndband þar sem hún var í aðalhlutverki. Myndbandið hafði hún gert til að safna peningum handa heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur við umönnun COVID-19 sýktra einstaklinga. Emma, sem er fréttaritari á Írlandi, fékk vin sinn, Aaron Adams, til að leika í myndbandinu á Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af