Gleðipinnar fjárfesta í Blackbox
Fókus06.12.2018
Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa því stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal, ásamt Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Markmið hins nýja eigendahóps er að fjölga Blackbox pizzastöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. Lesa meira