Bandarískur bær mun hugsanlega banna alla list á opinberum stöðum
PressanÍ bænum Littleton í New Hampshire ríki í Bandaríkjunum er nú til umræðu að banna að listaverk af hvers kyns tagi verði til sýnis á opinberum stöðum í bænum. Slíkt bann myndi t.d. fela í sér að ekki mæti sýna myndlistarverk í almenningsgörðum og leikfélag bæjarins gæti ekki sett upp leiksýningar. Stjórnmálaskoðanir bæjarbúa eru nokkuð Lesa meira
Starfsmaður bresku leyniþjónustunnar reyndi að myrða bandarískan njósnara
PressanJoshua Bowles er fyrrverandi starfsmaður GCHQ sem er ein af leyniþjónustustofnunum Bretlands. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að reyna að myrða bandarískan njósnara. Hvati árásarinnar, sem var framin í mars síðastliðnum, er sagður hafa verið stjórnmálalegs eðlis og snúið einkum að reiði hans gagnvart vinnuveitanda sínum og konum. GCHQ sér einkum Lesa meira
Tímamót í lífi Taylor Swift
FókusTímamót urðu nýlega í lífi bandarísku tónlistarstjörnunnar Taylor Swift. Hún telst nú vera í hópi milljarðamæringa í Bandaríkjunum. CNN greinir frá og vísar í greiningu Bloomberg fréttaveitunnar. Samkvæmt þessari greiningu eru eignir Swift nú metnar á 1,1 milljarða dala ( tæplega 154 milljarða íslenskra króna) sem gerir hana að milljarðamæringi. Bloomberg segir að Swift sé Lesa meira
Hann var dæmdur fyrir morð að ósekju – Mörgum árum seinna komu hlustendur hlaðvarps til hjálpar
PressanJames Reyos var dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að myrða kaþólskan prest, Patrick Ryan, árið 1981. Þökk sé hjónunum Harlee og Michael Gerke, sem eru aðdáendur hlaðvarpsins Crime Junkie, hefur hann verið hreinsaður af öllum ásökunum. Þegar hjónin voru eitt sinn að aka til Odessa í Texas hlustuðu þau á meðan á einn af Lesa meira
Gyðingar í Bandaríkjunum kalla eftir vopnahléi og réttlæti fyrir Palestínumenn
FréttirCNN ræddi fyrr í dag við rabbínann Alissa Wise sem tilheyrir einum af söfnuðum Gyðinga í Bandaríkjunum. Hún hefur skoðað fjölda mynda og myndbanda, af afleiðingum árása Ísraels á Gaza-svæðið, undanfarið, sem birst hafa á samfélagsmiðlum. Á þessum myndum hefur meðal annars mátt sjá öskrandi foreldra halda á líflausum líkömum barna sinna. Um 4.600 Palestínumenn Lesa meira
Reyndur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu segir upp vegna stuðnings Bandaríkjanna við Ísrael
EyjanEmbættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu sem starfað hefur í meira en áratug á þeirri skrifstofu ráðuneytisins sem hefur meðal annars umsjón með vopnasölu Bandaríkjanna sagði upp störfum í síðustu viku. Ástæðu uppsagnarinnar segir hann vera „blindan stuðning“ Bandaríkjanna við Ísrael í stríði þess gegn Hamas-samtökunum og þá ekki síst að síðarnefnda ríkinu sé í sífellu útveguð Lesa meira
Ákærðir fyrir að flytja uppstoppaða fugla frá Íslandi – Gætu átt 20 ára dóm yfir höfði sér
FréttirTveir menn, John Waldrop og Toney Jones, hafa verið ákærðir í borginni New York í Bandaríkjunum fyrir ólöglegan flutning á uppstoppuðum fuglum og eggjum. Um er að ræða hundruð friðaðra fugla, meðal annars frá Íslandi. Waldrop og Jones, sem eru 74 og 53 ára gamlir, notuðu ýmsar vefsíður til að kaupa fuglana. Til dæmis Ebay og Etsy. Í að minnsta kosti eitt skipti, árið 2020, fluttu þeir Lesa meira
Kaupsýslumaður þvældist fyrir umferð og myrti mann sem gerði athugasemd
PressanKaupsýslumaður í Portland í Bandaríkjunum skaut, síðastliðinn miðvikudag, mann til bana eftir harðar deilur þeirra á milli í umferðinni þar í borg. Að því loknu skaut maðurinn mann sem var að taka aðfarir hans upp á símann sinn. Er kaupsýslumaðurinn sagður hafa sýnt af sér það sem á ensku er kallað „road rage“. Umræddur kaupsýslumaður Lesa meira
Sögðust hafa myrt vinkonu sína af því þeim líkaði ekki við hana lengur
PressanHinar 16 ára gömlu Rachel Shoaf, Shelia Eddy, og Skylar Neese virtust vera bestu vinkonur. Þær voru allar frá Vestur-Virginíu ríki í Bandaríkjunum. Kvöld eitt í júlí 2012 lokkuðu Rachel og Shelia Skylar til fundar við sig og enduðu vinkonurnar í skógi í Pennsylvaníu-ríki. Þar stungu Rachel og Shelia Skylar til bana. Leitað var að Lesa meira
Körfuboltakona og körfuboltakarl sem hlotið hafa dóma fyrir líkamsárás komu til Íslands-Annað þeirra sent burt hitt ekki
FréttirÁ þessari leiktíð og þeirri síðustu fengu tvö íslensk íþróttafélög bandaríska leikmenn til að leika með meistaraflokkum félaganna í körfubolta, sem hafa hlotið dóma í heimalandi sínu fyrir líkamsárás. Samningi við annan leikmanninn, sem er karlkyns, var sagt upp en hitt félagið hefur gefið það út að leikmaður þess, sem er kvenkyns, muni leika áfram Lesa meira
