fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Græddi stórfé á því að hlera eiginkonuna

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 20:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Texas, Tyler Loudon að nafni, er sagður hafa grætt um 1,76 milljónir dollara (tæplega 230 milljónir króna) á innherjaviðskiptum eftir að hann hleraði símtöl eiginkonu sinnar þar sem hún ræddi um yfirvofandi kaup vinnuveitanda hennar á öðru fyrirtæki.

Eiginkonan var í öll þessi skipti að sinna starfi sínu á heimili hjónanna. Hún starfaði hjá orkufyrirtækinu BP og var í símtölunum að ræða yfirvofandi kaup þess á fyrirtækinu TravelCenters of America. Eiginmaður hennar keypti hlutabréf í síðarnefnda fyrirtækinu, án vitneskju eiginkonunnar, áður en tilkynnt var opinberlega um kaupin fyrir um ári.

Við tilkynninguna hækkuðu hlutabréf í TravelCenters of America um 71 prósent og skömmu seinna seldi Loudon bréfin með þeim ágóða sem áður hefur verið greint frá.

Fjámálaeftirlitið í Bandaríkjunum segir hann hafa misnotað traust eiginkonu sinnar og þá staðreynd að hún skuli hafa verið að vinna í fjarvinnu á heimili þeirra. Stofnunin hefur lagt fram kæru á hendur Loudon.

Það var NBC sem greindi frá.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?