fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Sport

Aðalsteinn ráðinn til Víkings

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2024 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla Víkings í handbolta sem og yfirmaður handknattleiksmála félagsins í fullu starfi.  

Aðalsteinn hefur mikla reynslu sem handknattleiksþjálfari og hefur þjálfað í Þýskalandi og Sviss síðustu 18 ár við góðan orðstír, eins og segir í tilkynningu.

Aðalsteinn varð tvisvar sinnum svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen og einu sinni bikarmeistari á árinum 2020-2023. Hann var valinn þjálfari ársins í Sviss árið 2023 og hefur einnig verið valinn þjálfari ársins í 2 Bundesliga í Þýskalandi. Nú síðast þjálfaði hann GWD Minden í Þýskalandi. Aðalsteinn hefur einnig náð góðum árangri með félagslið á Íslandi á árum áður því  hann gerði bæði kvennalið Stjörnunnar og ÍBV að Íslands- og bikarmeisturum í handbolta.  

„Ég er fullur tilhlökkunnar að koma heim og taka við þjálfun Víkings. Það er einnig spennandi og skemmtileg áskorun að taka við sem yfirmaður handknattleiksmála félagsins. Víkingur er mjög stórt félag með mikla sögu í handboltanum og með fjölda iðkenda á öllum aldri. Ég skynja mikinn metnað í félaginu að komast aftur í fremstu röð í handboltanum,“ segir Aðalsteinn. 

„Við fögnum því mjög að fá Aðalstein til liðs við félagið. Þetta er einn stærsti og mikilvægasti liðsstyrkur sem Víkingur hefur fengið í handboltanum í háa herrans tíð.  Aðalsteinn hefur náð frábærum árangri sem þjálfari með sterk félagslið í Þýskalandi og Sviss og fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í báðum þessum löndum. Víkingur bindur miklar vonir við komu Aðalsteins til félagsins og verður það hlutverk hans að koma félaginu í fremstu röð í íslenskum handknattleik á nýjan leik,“ segir Björn Einarsson, formaður Víkings. 

„Barna – og unglingastarf félagsins í yngri flokkum í handknattleik er í miklum blóma með um 450 iðkendur og liggja mikil tækifæri samfara því með stækkun félagsins yfir í Safamýri og hverfinu sem því tilheyrir. Það eru því spennandi tímar framundan í handboltanum hjá Víkingi bæði í karla- og kvennaflokki,“ segir Björn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Í gær

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“