fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

West Ham upp í Meistaradeildarsæti eftir sigur á Wolves

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 21:09

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-2 sigri West Ham en leikið var á Molineux, heimavelli Wolves.

Jesse Lingard, kom West Ham yfir með marki á 6. mínútu eftir stoðsendingu frá Vladimir Coufal.

Tæpum átta mínútum síðar tvöfaldaði Pablo Fornals, forystu West Ham með marki eftir stoðsendingu frá Arthur Masuaku.

Jarrod Bowen bætti síðan við þriðja marki West Ham á 38. mínútu áður en að Leander Dendoncker minnkaði muninn fyrir Wolves, staðan í hálfleik því 3-1 fyrir West Ham.

Fábio Silva skoraði annað mark Wolves á 68. mínútu eftir stoðsendingu frá Pedro Neto en nær komust heimamenn ekki.

Leiknum lauk með 3-2 sigri West Ham sem komst með honum upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 52 stig eftir 30 leiki, einu stigi meira en Chelsea sem situr í 5. sæti.

Wolves er í 14. sæti með 35 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth