fbpx
Mánudagur 27.september 2021
433Sport

Freyr Alexandersson á leið til Katar til að aðstoða Heimi Hallgrímsson

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. október 2020 19:48

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands er langt kominn á veg í viðræður við Al-Arabi í Katar um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta herma öruggar heimildir 433.is. Ef ekkert óvænt kemur upp skrifar Freyr undir á næstu dögum.

Sömu heimildir herma að Freyr muni halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Bæði Knattspyrnusamband Íslands og Al-Arabi hafa samþykkt slíkt.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi en hann nýtti sér starfskrafta Freys þegar hann var landsliðsþjálfari Íslands. Með Al-Arabi leikur svo Aron Einar Gunnarsson.

Freyr hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins síðustu rúmu tvö árin með Erik Hamren sem tók við af Heimi. Íslenska landsliðið er í dauðafæri að komast inn á Evrópumótið næsta sumar, liðið leikur til úrslita um laust sæti í nóvember gegn Ungverjalandi.

Samkvæmt heimildum 433.is ætti Freyr að halda af landi brott á næstu dögum til að skrifa undir hjá Al-Arabi.

Heimir Hallgrímsson tók við þjálfun Al-Arabi undir lok árs 2018 og hálfu ári síðar gekk Aron Einar til liðs við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Serie A: Lazio sigraði slaginn um Rómarborg

Serie A: Lazio sigraði slaginn um Rómarborg
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í stórsigri

Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í stórsigri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Mark Jimenez gerði útslagið

Enska úrvalsdeildin: Mark Jimenez gerði útslagið
433Sport
Í gær

Vandræðagemsi leggur skóna á hilluna

Vandræðagemsi leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Skoraði mark með flösku í hendinni

Sjáðu myndbandið: Skoraði mark með flösku í hendinni
433Sport
Í gær

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Óskar ræddi tímabilið: ,,Við erum komnir mjög stutt“

Óskar ræddi tímabilið: ,,Við erum komnir mjög stutt“