fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Sport

Fór í fóstureyðingu og vann gullið á Ólympíuleikunum nokkrum vikum síðar

Sanya Richards-Ross upplýsir þetta í nýrri ævisögu sinni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins örfáum vikum áður en Sanya Richards-Ross stóð á verðlaunapalli á Ólympíuleikum gekkst hún undir fóstureyðingu. Sanya var um árabil einn allra besti 400 metra hlauparinn og vann hún gullverðlaunin árið 2012 og endaði í þriðja sæti árið 2008.

Í nýrri ævisögu sinni, Chasing Grace, segir Sanya frá erfiðum kafla í lífi sínu í kringum Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Á þeim tíma var hún trúlofuð eiginmanni sínum, Aaron Ross, og ætluðu þau að bíða með barneignir, meðal annars vegna drauma Sanyu um afrek á hlaupabrautinni. Í bókinni lýsir Sanya þessu með þessum orðum:

„Ég var á hátindi ferilsins og búin að leggja hart að mér alla ævi. Á þessu augnabliki virtist ég ekki eiga neinn valmöguleika. Að eignast barn, utan hjónabands, á hátindi ferilsins virtist ómögulegt. Hvað myndu styrktaraðilar mínir, fjölskylda, kirkjan og aðdáendur mínir segja?“

Svo fór að Sanya gekkst undir fóstureyðingu og degi síðar flaug hún til Peking þar sem undirbúningur fyrir leikana hófst. Henni hafði verið ráðlagt að æfa ekki í tvær vikur eftir aðgerðina en lét ráðleggingar lækna sem vind um eyru þjóta. Hún segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir 400 metra hlaupið.
Aðgerðin, svefnleysið og tilfinningaflækjurnar tóku sinn toll og endaði hún í þriðja sæti í hlaupinu. Hún vann þó gullverðlaunin stuttu síðar þegar bandaríska sveitin bar sigur úr bítum í 4×400 metra boðhlaupi.

Í bók sinni segist Sanya hafa viljað deila reynslu sinni með lesendum til að hjálpa öðrum ungum konum, sem hugsanlegu eru eða hafa verið í svipuðum sporum og hún. Sanya er ófrísk í dag og segist ekki geta beðið að takast á við móðurhlutverkið með eiginmann sinn, Ross, sér við hlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans
433Sport
Í gær

Guðmundur Baldvin hetja Stjörnunnar í uppbótartíma

Guðmundur Baldvin hetja Stjörnunnar í uppbótartíma